Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Gleymin Guðni

Ég er svo sem sammála Guðna um að Bretar sýni yfirgang og óhemju, eins og þeir hafa alltaf gert gagnvart okkur. Að Bretar hafi skotið okkur niður er ekki rétt hjá honum. Bretar hafa þrisvar hlaupið á sig gagnvart okkur og alltaf tapað því stríði. Þessir aumingjar hafa reyndar aldrei unnið neitt stríð í heimssögunni, nema með aðstoð annarra þjóða. Síðasta aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins við vestrænt ríki var við Bretland. Þessir bresku aumingjar Jarpur og Elskan eru búnir að gleyma því. Þeir eiga ekki margar þjóðir enn til að kúga. Sendum sendiherra þeirra heim, seljum fiskinn annað og gleymum þessum ofbeldisseggjum. Guðni er hins vegar annað dæmi. Hann man ekki eftir að hann, Halldór, Davíð, Geir og félagar stóðu að einkavinavæðingu bankanna, sem nú er að koma okkur í koll.
mbl.is Nauðvörn að leita til IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkalögin leyfa þjófnað

Lög hverskonar virðast ekki skipta bresk yfirvöld nokkru máli þegar kemur að því að djöflast á Íslendingum þessa dagana. Hvað þá siðferði. Einu lögin sem þeir nýta sér nú eru þeirra eigin hryðjuverkalög og greinilegt er að þar er gert ráð fyrir þjófnaði. Er ekki kominn tími til að leita til alþjóðlegra dómstóla og óska eftir flýtimeðferð þar.
mbl.is Bretar selja eignir Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egilsstaðaflugvöllur er framtíðin

Enn og aftur sannast hve gott það er fyrir okkur að hafa góðan flugvöll á öðru veðurfarssvæði en Keflavík. Hvergi á landinu verður alvöru varaflugvöllur nema á Egilsstöðum. Það er góðra gjalda vert að lengja Akureyrarflugvöll en stærstu þotur koma aldrei til með að geta lent og tekið á loft þar í misjöfnum veðrum. Til þess að það verði unnt þarf að moka á burt heilu fjöllunum. Á Egilsstöðum er ekkert sem hindrar aðflug og þann flugvöll þarf að lengja upp í það sem hann átti að vera upphaflega, um 800 metra og þá getur fulllestaður Júmbó tekið sig á loft þar. Egilsstaðaflugvöllur er framtíðin og þar á að byggja upp "umskipunarhöfn" flugvéla og tollfrjálst svæði innan girðingar fyrir allskonar iðnað, þaðan sem við flytjum út afurðir og sköpum gjaldeyri. Gleymið því ekki að frá Egilsstöðum er styst til Evrópu. Keflavíkurflugvöllur getur séð um Ameríku.

flugvollur 007   flugvollur   Frá Egilsstaðaflugvelli


mbl.is Gat ekki lent í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta dæmið um fáránleikann

Þetta fyrirtæki deCode er nú líklega fyrsta dæmið um fáránleikann í íslenskum fjármálaglæfrum síðustu ára. Fjöldi fólks lét glepjast af fagurgalanum og tók lán fyrir hlutabréfum og tapaði þeim peningum á tiltölulega stuttum tíma en verðtryggð lánin héldu áfram að telja. Er það ekki rétt munað að ýmsir "ráðgjafar" hafi ráðlagt fólki í þessum fjárfestingum líkt og hefur gerst núna um þessa sjóði í bönkunum. Þessir ráðgjafar fara auðvitað bara eftir því sem yfirmenn þeirra segja þeim. Þar er ábyrgðin.
mbl.is DeCODE úr landi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi meðaltalsreikningur

Svona meðaltalsútgáfa eftir landshlutum er mjög villandi. Það er allt í lagi að gefa út svona um höfuðborgarsvæðið en í öðrum landshlutum er alls ekki sama íbúðaverð í öllum byggðarlögum og munar þar oft miklu. Ég er viss um að íbúðaverð á Ísafirði er hærra en á öðrum stöðum á Vestfjörðum. Ég get líka ímyndað mér að íbúðaverð sé ekki það sama Akranesi og í Dölum. Það er örugglega ekki hið sama á Akureyri og Raufarhöfn. Á Austurlandi er hærra íbúðaverð í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði en annars staðar og svona mætti lengi telja. Nær væri að gefa út hvert meðaltalið er á hverjum þéttbýlisstað og bera svo hvern stað saman við höfuðborgarsvæðið.
mbl.is Rúmlega ferfaldur munur á fermetraverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárrétt hjá Afli

Er ekki komin tími til að sett verði hér á landi einhverskonar hryðjuverkalög svo hægt verði að ná til þeirra sem báru "ábyrgð" á bönkunum? Það þarf líka að frysta eignir eigenda og passa upp á að gögnum og eignum sé ekki skotið undan. Því betur sem þess er gætt því minni verður skaði þjóðarinnar af þessum óskapnaði. Þegar fyrirtæki fara á hausinn er þess vandlega gætt af skiptastjóra að engum eignum sé skotið undan. Sama þarf að gilda um banka sem fara á hausinn. - Þetta er góð tillaga hjá Afli, starfsgreinafélagi, enda er það félag sem staðið hefur undir nafni. 
mbl.is Vilja húsleitarheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála Páli

Þetta er gott svar hjá Páli og ekki hægt annað en taka undir með honum. Þetta er einmitt það sem fjölmiðlar þurfa að gera núna að spyrja ráðamenn og útrásargæja þeirra spurninga sem almenningur er að spyrja. Þeir þurfa líka að ganga á eftir því að fá svör. Mér finnst aðdáunarvert hvað fjölmiðlamenn hafa getað gert núna og þá ekki síst hjá RÚV í ljósi þeirrar leyndar sem hvílt hefur yfir öllu hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Þessi sjónarmið Tryggva eru því miður enn ríkjandi hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum og því fær þjóðin ekki alltaf að vita það sem hún á rétt á að vita.
mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum Breta gjalda fyrir ofbeldið

Rökin fyrir því að semja ekki við Breta um eitt eða neitt verða sífellt sterkari. Það sem þessi sérfræðingur í mannréttindamálum hjá Sameinuðu þjóðunum segir, hlýtur að vega þungt. Það er orðið greinilegt að þetta mál þarf að leysa fyrir dómstólum. Látum Breta gjalda fyrir ofbeldið. Við höfum alltaf unnið stríð gegn þeim.
mbl.is Gott dæmi um misnotkun laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei þessu vant sammála

Aldrei þessu vant sammála Geir núna. Að boða til kosninga í þessu ástandi er algjört fár. Látum þessa ríkistjórn sitja áfram þar til fer að hægjast um en látum Davíð fara. Hann hefur klúðrað öllu sem hægt er að klúðra. Örugglega hægt að ráða fagmann í starfið. 
mbl.is Ekki rétt að boða til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverfandi, fossinn sem kom í stað allra sem töpuðust

Mér finnst stórsnjallt nafnið sem komið er á yfirfallsfossinn við Kárahnjúkavirkjun; Hverfandi. Þennan öfluga foss sem steypist niður í Hafrahvammagljúfur þegar mikið er í Hálslóni og kemur í stað allra þeirra sem töpuðust vegna virkjunarinnar. Þessi frétt er á visir.is

http://www.visir.is/article/20081022/FRETTIR01/521918286/-1


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband