Aldrei þessu vant sammála

Aldrei þessu vant sammála Geir núna. Að boða til kosninga í þessu ástandi er algjört fár. Látum þessa ríkistjórn sitja áfram þar til fer að hægjast um en látum Davíð fara. Hann hefur klúðrað öllu sem hægt er að klúðra. Örugglega hægt að ráða fagmann í starfið. 
mbl.is Ekki rétt að boða til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Já Halli,,,,,,látum Dabba fara og bíðum með stjórnina til vors.......

Kveðja sunnan jökla..

Runólfur Jónatan Hauksson, 22.10.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Í gamla daga hentu menn átrúnaðargoðum sínum í frægan foss. Nú er kominn nýr og stærri foss þar sem hægt er að láta goðin hverfa. Enda heitir fossinn Hverfandi. Mér dettur strax í hug eitt goð sem menn eru að missa trúnna á.

Víðir Benediktsson, 22.10.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Geir neitar að láta Davíð fara og mér fannst pínlegt að hlusta á hann. En það er rétt það er ekki rétti tíminn fyrir kosningar akkúrat núna. En um leið og mesta gjörningaveðrið er gengið yfir.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 22:58

4 identicon

Það er alveg merkilegt hvernig menn geta haft Davíð Oddsson á heilanum, í Seðlabanka Íslands vinna fjörutíu hagfræðingar ásamt öðru starfsliði og þrír bankastjórar, svo er Davíð bara eins og skotskífa. Staðreyndin er sú að menn hafa minnimáttarkend fyrir Davíð og persónugera hann í öllu. Þannig var það þegar hann var borgarstjóri og þannig var það líka þegar hann var forsætisráðherra, svo gerðist það skrítna þegar hann vék fyrir Halldóri þá söknuðu þessir sömu Davíðs. Þegar Davíð hvarf svo úr pólitíkini þá kom í ljós að heill stjórnmálaflokkur hafði haft Davíð svo á heilanum að það lá við að flokkurinn splundraðist því það hafði gleymst að gera stefnuskrá´, flokkurinn hafði bara haft eitt markmið. Að vera á móti Davíð. Ótrúlegt en satt.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 23:04

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er ekki tilbúin í kosningar, en er hrifin af hugmyndinni um utanþingsstjórn, skipaða sérfræðingum á öllum sviðum........nóg er af þeim hjá okkar velmenntuðu þjóð.

Sigrún Jónsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:04

6 identicon

Ómar Sigurðsson. Ég vona að þú áttir þig á því hve mikill munur er á því annars vegar að hafa Davíð Oddsson "á heilanum" eða þjást af "minnimáttarkennd" og hins vegar að færa fyrir því gild rök að á örlaga- og krepputímum verði að gera mjög ríkar kröfur um hæfni til þeirra sem sitja í mikilvægustu embættum. Við eigum einmitt að forðast eins og heitan eldinn að blanda persónum í málin því það gæti endað í því að ítrekuð vanhæfni kosti þjóðarbúið milljarðatugi án þess að tekið sé í taumana. Enda er enginn að fara fram á að Davíð einn segi af sér heldur er ítrekað talað um stjórn Seðlabankans í heild og jafnvel fleiri þar innanbúðar. Áður en við snúum okkur að hagsviði seðlabankans vil ég fá upplýsingar um aðkomu þeirra að ýmsum lykilákvörðunum undanfarinna mánaða. Aðkoma bankastjórnar er hins vegar þekkt.

Hvar viltu byrja að rekja sögu alvarlegrar og dýrkeyptrar vanhæfni? Síðasta vor eftir að matshæfisfyrirtækin Moodys, Fitch Ratings og S&P höfðu öll gefið út skýrslur um að lánshæfiseinkunn Íslands í heild væri á krossgötum vegna ójafnvægis og nauðsynlegt væri að efla gjaldeyrisvaraforðann og/eða draga úr alþjóðlegum umsvifum bankanna? Undir þetta var tekið af aðilum innanlands en Seðlabankinn aðhafðist ekkert. Framlag hans til útþenslu bankanna var að draga úr bindiskyldu þeirra. Engum stjórntækjum til að draga úr útlánaþenslu erlendis var beitt þótt öll hættuljós blikkuðu.

Viltu kannski grípa niður þar sem Seðlabankinn ákvað loks að stækka forðann seint og um síðar og leitaði (vonandi af óvitaskap eingöngu) til eins af þeim bönkum sem var með lánalínur til Glitnis á Íslandi og lokaði þannig á mikilvægi fjármögnun eins af viðskiptabönkunum með þekktum skelfilegum afleiðingum?

Við getum líka kíkt á það þegar Seðlabankastjórn ákvað án samráðs við hagsviðs eigin banka eða aðra sérfræðinga að lána Glitni ekki til þrautavara þegar bankinn lenti í tímabundnum erfiðleikum heldur knýja hann í þrot og til þjóðnýtingar með þeim afleiðingum að lánshæfiseinkannir ríkis og hinna bankanna hrundu, lánalínur lokuðust, skammtímafjármögnun varð ómöguleg og allt fjármálakerfi landsins hrundi á innan við hálfum mánuði. Hver var í að meta afleiðingar þessa óvitaskapar Seðlabankans? Miðað við tjón lífeyrissjóða landsins má ætla að ódýrara hefði verið fyrir okkur öll ef ríkissjóður hefði ákveðið að GEFA Glitni það sem bankann skorti og nota svo svigrúmið sem það hefði gefið til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir, þ.m.t. skipulögð sala á erlendum eignum bankanna án brunaútsölu.

Viltu skoða afleiðingar þess fyrir trúverðugleika okkar að "prófa" það tvo daga í röð að festa krónuna en gefast svo upp við það á þriðja degi með þeim orðum að við séum hætt slíku "í bili"?

Eða að tilkynna um upphæð, lánstíma og nákvæm kjör á láni frá Rússum til þess eins að verða svo að draga það allt til baka og senda embættismenn af stað heilli viku síðar? Hvað er aftur langt liðið frá því seðlabankastjórn "misskildi" rússneska sendiherrann í síma að morgni dags og básúnaði misskilning sinn um heimsbyggðina?

Við skulum ekki einu sinni byrja að tala um fórnarkostnað íslensks almennings í gegnum bruna á eigum lífeyrissjóðanna þegar drottningarviðtal við seðlabankastjóra sendi þau boð til útlanda að Íslendingar ætluðu í heild sinni að gerast þeir óreiðumenn að standa ekki einu sinni við þjóðréttarlegar skuldbindingar gagnvart einstaklingum í öðrum löndum. Þetta dýrasta viðtal Íslandssögunnar hefur sett nauðsynlegustu björgunaraðgerðir á hliðarspor dögum og vikum saman þar sem barist hefur verið við elda sem kveiktir voru af óvitaskap eða fífldirfsku í stað megin verkefnisins.

Í siðuðum samfélögum þar sem menn axla ábyrgð á gerðum sínum og mistökum heitir það ekki að hafa einhverja "á heilanum" eða þjást af "minnimáttarkennd" þegar þeir sem augljóslega ráða ekki við verkefni sín og gerast sekir um ítrekuð rándýr mistök eru látnir víkja. Þegar ég hugsa til baka dettur mér enginn af mínum fyrri vinnustöðum í hug þar sem mér hefði sjálfum liðist að gera önnur eins mistök og baka atvinnurekanda mínum annað eins tjón án þess að ég hefði vinsamlegast verið beðinn um að hypja mig.

Arnar (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 01:09

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er bara frumskilyrði að taka til í Seðlabankanum. Nú hefur verið hreinsað til öðrum bönkum og það þarf að gera í Seðlabankanum líka. Hvort sem það verður Davíð einn eða allir Seðlabankastjórarnir. Það vita nú allir að þar sem Davíð er í forsæti þá stjórnar hann einn og enginn annar.

Haraldur Bjarnason, 23.10.2008 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband