Villandi meðaltalsreikningur

Svona meðaltalsútgáfa eftir landshlutum er mjög villandi. Það er allt í lagi að gefa út svona um höfuðborgarsvæðið en í öðrum landshlutum er alls ekki sama íbúðaverð í öllum byggðarlögum og munar þar oft miklu. Ég er viss um að íbúðaverð á Ísafirði er hærra en á öðrum stöðum á Vestfjörðum. Ég get líka ímyndað mér að íbúðaverð sé ekki það sama Akranesi og í Dölum. Það er örugglega ekki hið sama á Akureyri og Raufarhöfn. Á Austurlandi er hærra íbúðaverð í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði en annars staðar og svona mætti lengi telja. Nær væri að gefa út hvert meðaltalið er á hverjum þéttbýlisstað og bera svo hvern stað saman við höfuðborgarsvæðið.
mbl.is Rúmlega ferfaldur munur á fermetraverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband