Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Af hverju landa þeir ekki á Akranesi?

Það er athyglisvert hjá HB-Granda að láta sigla með síldaraflann úr Breiðafirðinum til Vopnafjarðar þegar fyrirtækið á bæði frystihús og fiskimjölsverksmiðju á Akranesi, örstutt frá miðunum. Er kannski búið að henda út öllum búnaði til síldarverkunnar úr frystihúsinu á Akranesi? Satt best að segja hélt ég að HB-Grandi hafi verið að hugsa um nálægð við miðin þegar fjárfest var á Vopnafirði. Fyrir átti fyrirtækið frystihús og fiskimjölsverksmiðjur á Suð-Vesturlandi. Þannig á það að vera vel í sveit sett og geta sparað langar siglingar eins og í þessu tilfelli.

IMG_8424-1Frá Akranesi. Vitinn á Breiðinni og rauðmáluð hús HB-Granda


mbl.is Ljónstygg síld á erfiðu veiðisvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta gengur ekki

Þetta er nú eitt það alversta sem upp gat komið í kreppunni; Prins Póló laust Ísland. Við sem ólumst upp við að það var eina súkkulaðið, sem flytja mátti inn, getum bara ekki verið án þess. Skora á Seðlabankann að setja Prins Póló á forgangslista gjaldeyris. Þetta gengur ekki.
mbl.is Prins Polo á þrotum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk hann gjaldeyri?

Var bara að spá í hvernig Steingrími og kollegum gengi að fá gjaldeyrisyfirfærslu á þetta Norðurlandaráðsþing og hvað þeir fá fyrir krónuna. Hafa ekki íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum verið í erfiðleikum með að fá einhverja peninga fyrir ónýta krónu?
mbl.is Norðurlöndin sameinist í aðstoð við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr stuttbuxunum - Í föðurland

Illugi er dæmi um suttbuxnadreng spillingarinnar. Sat við hlið Davíðs um hríð og var aðstoðarmaður hans. Annars kominn af góðum og gegnum Allaböllum. Nú þykist hann vilja úr stuttbuxunum. Best er fyrir hann að fara í föðurland.
mbl.is Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómur yfir einkavinavæðingarferlinu

Þetta er merkileg niðurstaða. Ég man aldrei eftir því að flokkur, sem er í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, auki við fylgi sitt. Venjan hefur verið sú að þeir flokkar sem hafa gerst hallir undir íhaldið tapi miklu fylgi. Núna virðist það vera Björgvin G. Sigurðsson sem er að hala inn fyrir Samfylkinguna fyrir skelegga framgöngu. Ingibjörg Sólrún kemur líka sterk inn núna eftir fjarveru meðan mest gekk á. En íhaldið má muna fífil sinn fegurri, svo ekki sé nú talað um Framsókn sem hefur ekki verið sannfærandi að undanförnu og var þátttakandi í öllu einkavinavæðingarferlinu. Þetta er dómur yfir því.
mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samt fimmföld laun ríkisstarfsmanna

Þrátt fyrir að vera 1.750 þúsund eru laun þessara bankastjóra allt of há. Miðað við stjórnendur hjá ríkinu yfirleitt ætti að setja markið við 1.250 þúsund þá eru þeir með um milljón yfir flestum almennum ríkisstarfsmönnum. Það er yfirdrifið nóg fyrir stjórnendur að vera með fimmföld almenn laun. Auðvitað ætti að setja lög um að stjórnendur megi aldrei vera með meira en tvöföld laun undirmanna sinna. Það er sanngjarnt hjá ríkinu og eðlileg laun almenns ríkisstarfsmanns í dag ættu því að vera 875 þúsund sé miðað við bankastjórana.
mbl.is Bað um launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil ekki þennan biskup

Segi bara sama og Smári Geirsson þegar hann tjáði sig forðum eftir ummæli biskups um Kárahnjúkavirkjun: "Ég skil bara ekki þennan biskup."
mbl.is Aldrei verið auðugri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sekur eða saklaus

Björgólfur var nú sjálfur þátttakandi í útrásinni og öllum þeim glæfrum sem henni fylgdu. Ekkert var á bak við það dæmi nema raunveruleg hringavitleysa. Aldrei neinir peningar, sem byggðir voru á undirstöðum. Samt er ég sammála karlinum þarna um að Seðlabankinn hafi klúðrað málum. Hávaxtastefna hans hefur verið að sliga heimili og atvinnulíf hér. Við megum ekki gleyma því að hér er líka hina fáránlega lánskjaravísitala, sem hvergi annarsstaðar þekkist. Ég held að Björgólfur sé ekki sökudólgur í þessu hruni en hann spilaði með og á án efa hlut að máli. Í þessu öllu verður eflaust seint hægt að segja hver er sekur eð saklaus.
mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmannafé í frystingu

Þetta er snilld. Legg til að auðmannafé verði smalað þarna inn til frystingar.
mbl.is Innstæður frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi, Geir

Æi ,Geir, ertu búinn að gleyma því hverjir sköpuðu þeim þess aðstöðu? EINKAVINAVÆÐINGIN. - Þarf ekki ný lög til að ná þessu til baka?
mbl.is Geir skorar á íslenska auðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband