Af hverju landa þeir ekki á Akranesi?

Það er athyglisvert hjá HB-Granda að láta sigla með síldaraflann úr Breiðafirðinum til Vopnafjarðar þegar fyrirtækið á bæði frystihús og fiskimjölsverksmiðju á Akranesi, örstutt frá miðunum. Er kannski búið að henda út öllum búnaði til síldarverkunnar úr frystihúsinu á Akranesi? Satt best að segja hélt ég að HB-Grandi hafi verið að hugsa um nálægð við miðin þegar fjárfest var á Vopnafirði. Fyrir átti fyrirtækið frystihús og fiskimjölsverksmiðjur á Suð-Vesturlandi. Þannig á það að vera vel í sveit sett og geta sparað langar siglingar eins og í þessu tilfelli.

IMG_8424-1Frá Akranesi. Vitinn á Breiðinni og rauðmáluð hús HB-Granda


mbl.is Ljónstygg síld á erfiðu veiðisvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Nei veistu búnaðurinn er til staðar eins ótrúlega og það hljómar. En ég held hreinlega að fyrirtækið viti ekki hvernig eigi að snúa baki við ótrúlegum peningaaustri þarna á Vopnafyrði. Þarna er búið að byggja upp gríðarlega stóra vinnslu fyrir veiðar sem að eru mjög stopular. Þegar við erum að veiða Norsk-Íslensku síldina er hún yfirleitt ekki hæf til manneldis og þegar við veiðum Íslensku síldina þá er engin leið að segja til um hvar hún heldur sig. Undanfarin 2-3 ár hefur hún bara veiðst hér fyrir sunnan og þá helst í Grundarfyrði. En náttúrulega ætti HB-Grandi að vera með vinnsluskip. Það er með ólíkindum að jafn framsækið fyrirtæki og stórt skuli ekki vera með vinnsluskip.

Jóhann Pétur Pétursson, 27.10.2008 kl. 18:30

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er þetta ekki bara íslensk hagfræði?

Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 18:40

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er einaldlega rugl. Láta skipin sigla í sólarhring í stað 4-6 tíma með allri olíueyðslu og veiðitapi sem því fylgir. Svona fyrirtæki getur ekki verið sannfærandi.

Haraldur Bjarnason, 27.10.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband