Þetta gengur ekki

Þetta er nú eitt það alversta sem upp gat komið í kreppunni; Prins Póló laust Ísland. Við sem ólumst upp við að það var eina súkkulaðið, sem flytja mátti inn, getum bara ekki verið án þess. Skora á Seðlabankann að setja Prins Póló á forgangslista gjaldeyris. Þetta gengur ekki.
mbl.is Prins Polo á þrotum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

OG TÓBAKIÐ MAÐUR MINN

Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 13:11

2 identicon

Prins pólóið  er ekki ætt lengur, eða ekki síðan því var breytt hér um árið og  gert útþynnt og lélegt, elitessið er hins vegar líkara gamla Prins. Svo þetta gerir ekkert til.

(IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:17

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér fannst nú Konga betra......og það er löngu hætt að selja það

Sigrún Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 16:20

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Skítt með tóbakið Hólmdís. Það verður þá kannski til þess að maður hætti að reykja. Búddi, lítil kók í gleri er enn til og meira að segja er því tapað á hér á Akureyri. Þetta eru að vísu ekki svona hnausþykkar glerflöskur eins og voru heldur þunnar einnota. Sigrún, það var aldrei neitt varið í þetta Konga en Malta var heldur skárra. Það jafnast ekkert á við Prins Póló og Sigurlaug ég er ekki sammála þér, að vísu er það þynnra en bragðið er sama.

Haraldur Bjarnason, 27.10.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband