Sekur eða saklaus

Björgólfur var nú sjálfur þátttakandi í útrásinni og öllum þeim glæfrum sem henni fylgdu. Ekkert var á bak við það dæmi nema raunveruleg hringavitleysa. Aldrei neinir peningar, sem byggðir voru á undirstöðum. Samt er ég sammála karlinum þarna um að Seðlabankinn hafi klúðrað málum. Hávaxtastefna hans hefur verið að sliga heimili og atvinnulíf hér. Við megum ekki gleyma því að hér er líka hina fáránlega lánskjaravísitala, sem hvergi annarsstaðar þekkist. Ég held að Björgólfur sé ekki sökudólgur í þessu hruni en hann spilaði með og á án efa hlut að máli. Í þessu öllu verður eflaust seint hægt að segja hver er sekur eð saklaus.
mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Karlinn hefur nokkuð til síns máls..en er þáttakandi í bullinu.  Stjórnvöld, fjármálaeftirlitið og SÍ eru þeir sem ég vil kenna um.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.10.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er klárt að hávaxtastefnan atti fleirum í myntkörfulán, sem virðist vera aðal vandamál margra í dag, fyrir utan óvissu á vinnumarkaði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Fjármáladella og fyrring Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á liðnum árum er það sem er að drepa okkur, þar breytir engu hver karfan er, þetta eru allt glæpamenn í skilningi venjulegs fólks, sem sennilega samt fer á kjörstað næst og kýs það sem pabbi eða afi kaus árið fyrir hann lurk.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.10.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Finnst þér þetta málefnalegt Hafsteinn?

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já finnst þér það ekki Gunnar? Ertu á því að einkavinavæðing ríkisfyrirtækja, banka og annarra, í hendurnar á peningalausum vinum og vandamönnum þessara skúrka hafi ekkert með málið að gera??? Ef svo er verður þér ekki hjálpað, það er ljóst.

Og mætir á kjörstað næst og merkir við.....B?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.10.2008 kl. 10:39

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

  •  Voru einhverjir aðrir sem buðu betur í ríkisbankana?
  • Var ekki gerð óháð úttekt á sölu bankanna (tvisvar) þar sem í ljós kom m.a að virði bankanna var ekki meira?
  • Er ekki gott að losa pólitíkusa úr bankaráðum?
  • Hafa bankarnir ekki skilað hundruðum miljarða í ríkissjóð eftir einkavæðinguna?

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband