Hvenær ætla lögregluyfirvöld að læra?

Hvers vegna var manni eins og Jónasi Inga sleppt lausum? Hann sem var höfuðpaurinn í líkfundarmálinu í Norðfjarðarhöfn fyrir nokkrum árum? - Nú er hann aðal karlinn í þessu máli. - Ætla íslensk lögregluyfirvöld aldrei að læra að það eru svona hvítflibbar sem eru á bak við það sem allir eru að fást við; dreifingu og sölu eiturlyfja? 
mbl.is Höfuðpaurar á reynslulausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögregluyfirvöld koma því ekkert við hvort menn fá reynslulausn. Það eru dómsstólar og fangelsismálastofnun sem sjá um það. Lögreglan veitir ekki reynslulausn ef það er sem þú átt við.

Árni (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Eyrún Huld Haraldsdóttir

...vissulega undarlegt en við verðum að hafa það í huga að það eru ekki lögregluyfirvöld sem halda fólki í fangelsi, þeir sjá um handtökuna en svo tekur dómskerfið við...þar er greinilega eitthvað að.

Eyrún Huld Haraldsdóttir, 16.10.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kannski kemur þetta til af því að nokkur hundruð bíða eftir því að geta afplánað.  Það eru sem sagt biðlistar inn í fangelsin.  Og ef "stóra gjaldþrotamálið" verður rannsakað versnar væntanlega ástandið

Hólmdís Hjartardóttir, 16.10.2008 kl. 22:23

4 identicon

Kannski ekki beint hægt að halda því fram að hann hafi verið höfuðpaurinn í morðinu þarna um árið.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:58

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eyrún dómsmálaráðherra er yfirmaður lögreglu og allt heyrir þetta undir hann, fangelsi, lögregla, dómarar. Það má vel vera að hann hafi ekki verið höfuðpaurinn Bragi það vitum við hvorugur svo sem en hann var ekki traustvekjandi í svörum um það mál.

Haraldur Bjarnason, 17.10.2008 kl. 08:53

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Til að létta undir merð "kerfinu" eigum við strax að taka upp þegnskylduvinnu. Þeir sem eru utan fangelsisveggjanna en eiga með réttu að vera inna þeirra, eiga að skila samfélaginu einhverju til baka. Til dæmis að vinna á sambýlum eða öðrum stöðum sem mannekla er.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 17.10.2008 kl. 16:48

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er nú eitthvað til sem heitir samfélagsþjónusta Elma en ég held að ekkert slíkt sé fyrir þá sem hafa setið inni. Það væri nær að þjálfa menn svoleiðis áður svo þeir fari ekki beint út í svona bísniss eins og Jónas Ingi. En kannski hafa þeir bara leyft honum að stofna þetta og fylgst með honum.

Haraldur Bjarnason, 17.10.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband