Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Barnaskapur við leirpollinn

Hvurslags rugl er það að fara á hestum út á tjörnina í Reykjavík? Frostið hefur verið þetta eitt til 7 stig í nokkra daga. Það þýðir einfaldlega skæni á þessum leirpolli sem tjörnin er. Heitt vatn rennur í hana og því þarf tíu stiga frost í  marga daga svo hana leggi að einhverju viti. Barnaskapurinn er mikill og síðan búin til einhver hetjudáð að bjarga hrossunum. Þau hefðu eflaust komið sér upp sjálf í einhverjum drulludamminum þarna.
mbl.is „Einn í einu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála LÍÚ, aldrei þessu vant

Nú er ég sammála framkvæmdastjóra LÍÚ, man ekki hve langt er síðan það var síðast. Auðvitað á að veiða hvali. Allt þetta rugl um minni hagsmuni eða meiri nær ekki nokkurri átt. Hvalir eru að éta okkur út á gaddinn. Við þurfum jafnvægi í lífríki sjávar. Þar erum við efst í lífkeðjunni. Allt tal um verndun gerir það að verkum að við getum ekki veitt fisk. Ákvörðun Hafrannsóknarstofnunar um hvalveiðar er það eina sem sú stofnun hefur gert af viti í marga áratugi.
mbl.is Tugmilljarða tekjuaukning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki í formann?

Af hverju ekki í formannsembætti? Hefði viljað sjá Árna Pál þar ef Ingibjörg Sólrún gefur ekki kost á sér. Varaformannsembættið er svo sem góðra gjalda vert hjá honum því Össur er hvort sem er handónýtur í það og Ágúst Ólafur búinn að gefast upp. 
mbl.is Árni Páll býður sig fram í embætti varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt rugl

Hvern andsk.... er Steingrímur að meina með þessu. Maður sem þykist vera umhverfisvænn og hugsa um jafnvægi í náttúrunni. Ætlar hann virkilega að láta hvali ganga yfir allt lífríki sjávar. Éta upp fiskistofnana og það sem þeir lifa á? Er hann ekki í tengslum við lífríkið? Ef mannskepnan á að lifa áfram á því sem náttúran gefur þarf hún að gæta jafnvægis í náttúrunni. Ekki að láta eina dýrategund yfirgnæfa aðrar. Ef þessu heldur áfram friðar Steingrímur ref og mink næst. Þvlíkt rugl af manni sem er alin upp í sveit og á að þekkja jafnvægi náttúrunnar. Ætlar hann virkilega að láta amerískar milljónakerlingar með einhverjar bangsahugsjónir gagnvart hvölum stjórna sér?
mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar í endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norræna skilar gjaldeyri - Hvar eru göngin?

Það er gott til þess að vita að Norræna skuli komin í áætlunarferðir til Seyðisfjarðar aftur en jafn slæmt að ekki skuli lengur siglt til Noregs. Í eina tíð hófust ferðir Smyrils og síðar Norrænu ekki fyrr en um miðjan júní. Það boðaði austfirska vorkomu. Þá var oftar en ekki snjór á Fjarðarheiði og mönnum þótti slæmt að bjóða útlendum ferðamönnum upp á hálku um leið og þeir kæmu til landsins. Útlendingarnir gera hins vegar ráð fyrir slíku og kippa sér ekki upp við það. Samgöngubætur frá Seyðisfirði til Héraðs hafa litlar verið í þá áratugi sem ferjusiglingar hafa verið þangað frá öðrum Evrópulöndum. Segja má að Seyðifjörður hafi betri samgöngur við Færeyjar en aðra hluta Íslands. Norræna og áður Smyril hafa skilað ómældum gjaldeyristekjum í sjóði landsmanna. Hvernig væri að bora frá Seyðisfirði?
mbl.is Norræna komin til Seyðisfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammist ykkar til að afþakka biðlaun

Á sama tíma og fjöldi fólks í landinu þarf að ganga í gegnum mikið kerfisbasl til þess eins að fá atvinnuleysisbætur getur þetta lið gengið að vísum launum. Vegna þess að stjórnarslitin drógust um einn dag, þökk sé Framsókn, fá ráðherrar ráðherralaun einum mánuði lengur. Þvílíkt rugl. Hvernig væri fyrir þá alla sem einn að fara að dæmi Björgvins G. Sigurðssonar og afþakka biðlaun. Skammist ykkar til þess. Þið eruð hvort sem er á þingmannalaunum
mbl.is Verða á launum út febrúarmánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það spurningin um siðferðið

Nú er að sjá hvort eitthvert siðferði er til hjá Seðlabankastjórninni. Ætla Davíð og Co að nýta sér í botn alla starfslokasamninga og eftirlaunakjör eða taka á sig skerðingar í takt við það sem almenningur í landinu gerir. Auðvitað á Davíð, strangt til tekið, rétt á einhverjum tugum ef ekki hundruðum milljóna við starfslok, sem hann og aðrir í hans fyrri stöðu hafa skammtað. Nú er það hans að sýna smá reisn og láta sér nægja það sem hann þegar hefur fengið. Svo á eftir að koma í ljós hverju hann blæs út af svívirðingum og skömmum. Hann veit líka ýmislegt um sukkið í kerfinu en hvort hann lætur það liggja á milli hluta skal ósagt látið.
mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nógir aðrir sjóðir til

Það liggur ljóst fyrir að sjúklingaskatturinn sem lagður var á er hróplegt óréttlæti. Ögmundur hreinlega getur ekki annað en afnumið slíkt óréttlæti. Að ætla sér að innheimta einhverskonar gistigjald af fólki sem þarf að leggjast á sjúkrahús og enga björg getur sér veitt er þvílík ósvífni að ekki nær nokkru tali. Þetta er skref í rétta átt. Það eru nógir aðrir sjóðir til að ná í peninga en hjá þeim sem á sjúkrahúsvist þurfa að halda.
mbl.is Innlagnargjöld afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á hann við?

"Eldri kynslóðir víki," segir Bangsi dáti. Gott hjá honum en hvað á hann við? Eru það Bjarni Benediktsson gjörspilltur fyrirgreiðslupólitíkus og þannig kónar sem eiga að taka við? Ég er það gamall að ég man eftir góðum og gegnum Sjálfstæðismönnum, sem þrátt fyrir að hafa makað sinn krók höfðu samúð með þeim sem minna máttu sín. Því miður hefur slíkt farið stig minnkandi í þessu þjóðfélagi og ef Sjálfstæðisflokkurinn á sér einhverrar viðreisnar von (sem ég vona ekki) vildi ég frekar að langelstu kynslóðir hans tækju við.
mbl.is Eldri kynslóðin víki til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband