Nú er það spurningin um siðferðið

Nú er að sjá hvort eitthvert siðferði er til hjá Seðlabankastjórninni. Ætla Davíð og Co að nýta sér í botn alla starfslokasamninga og eftirlaunakjör eða taka á sig skerðingar í takt við það sem almenningur í landinu gerir. Auðvitað á Davíð, strangt til tekið, rétt á einhverjum tugum ef ekki hundruðum milljóna við starfslok, sem hann og aðrir í hans fyrri stöðu hafa skammtað. Nú er það hans að sýna smá reisn og láta sér nægja það sem hann þegar hefur fengið. Svo á eftir að koma í ljós hverju hann blæs út af svívirðingum og skömmum. Hann veit líka ýmislegt um sukkið í kerfinu en hvort hann lætur það liggja á milli hluta skal ósagt látið.
mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband