Sammála LÍÚ, aldrei þessu vant

Nú er ég sammála framkvæmdastjóra LÍÚ, man ekki hve langt er síðan það var síðast. Auðvitað á að veiða hvali. Allt þetta rugl um minni hagsmuni eða meiri nær ekki nokkurri átt. Hvalir eru að éta okkur út á gaddinn. Við þurfum jafnvægi í lífríki sjávar. Þar erum við efst í lífkeðjunni. Allt tal um verndun gerir það að verkum að við getum ekki veitt fisk. Ákvörðun Hafrannsóknarstofnunar um hvalveiðar er það eina sem sú stofnun hefur gert af viti í marga áratugi.
mbl.is Tugmilljarða tekjuaukning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Nú erum við sammála félagi.

Víðir Benediktsson, 3.2.2009 kl. 15:08

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afhverju ætti LÍÚ að hafa rétt fyrir sér núna ?

Óskar Þorkelsson, 3.2.2009 kl. 17:11

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Veit ekki Óskar en þeir eru óvenju skynsamir núna.

Haraldur Bjarnason, 3.2.2009 kl. 17:59

4 identicon

Þeir mega vera órafjarri frá því að hafa rétt fyrir sér en samt séu hvalveiðar eina skynsamlega lausnin.

Þetta er yfirleitt sett upp sem hvalveiðar á móti hvalaskoðun.  

Smá reikningsdæmi, við gefum okkur að meðal aflaverðmæti á þessum fiski sem hvalirnir éta sé 20 kr/kg og að hvalaskoðunarferðin sé seld á 6000.

Með því að halda hvalastofnunum í 70% af því sem þeir eru núna má reikna með að þeir éti 30% minna af fiski.   2.000.000.000kg * 30%= 600.000.000kg.

600.000.000kg * 20 kr/kg = 12.000.000.000kr = 12 milljarðar

12.000.000.000kr / 6000kr/ferð = 2.000.000 ferðir

Miðað við gefnar forsendur (Ég er að gefa mér margt sem ég er ekki sérfróður um) þurfum við að fá 2 milljón hvalaskoðara til að hafa upp í verðmæti þess fisks sem hvalirnir myndu ekki éta.  Lausleg leit á netinu segir að um 500.000 ferðamenn hafi komið á síðasta ári og allt að 25% þeirra hafi farið í hvalaskoðun, svo hafa líklega einhverjir íslendingar gert það líka þannig að það má áætla 150.000 manns.

Í þetta dæmi vantar náttúrulega sölu á hvalaafturðunum ef hún er möguleg, og ýmis áhrif önnur af þessu, s.s. aðra aukningu í sjónum vegna aukins ætis og neikvæð áhrif á ímynd og markaðssetningu okkar.

 Tölurnar í þessari frétt mega vera verulega vitlausar án þess að nokkur vafi sé í mínum huga að það eigi að veiða hvalina.

Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband