Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hefur þá geðsjúkum batnað?

Hvurslags blaðamennska er það hjá mbl.is að taka hráa tilkynningu frá FSA og birta hana án þess að spyrja eins eða neins. Með sömu rökum og segir í fyrirsögninni mætti ætla að spara mætta hundruði milljarða ef ekki þúsundir með því að loka öllum sjúkrahúsum landsins. Djöfuls rugl er þetta. Hvert fer vandinn? Hvert fara geðsjúkir Norðlendingar og jafnvel Austfirðingar? - Er þeim batnað? - Svona rugl er með eindæmum. - Það sparast ekkert, vandanum er velt annað.
mbl.is Sparnaður á geðdeild FSA 6-7 milljónir í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki bara raunverð?

Góðra gjalda vert, en er þetta ekki bara raunverð dagsins og ætti jafnvel að vera lægra? Hvernig væri að olíufélög lækkuðu aðeins álagningu sína eins og mörg önnur fyrirtæki hafa gert, svo maður tali nú ekki um launafólk sem hefur fallist á lægri laun.
mbl.is Sjö krónu afsláttur á eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Malarvinnslan of stór biti

Slæmt er til þess að vita að Kaupfélag Héraðsbúa sé komið í þrot. Við þessu mátti þó búast eftir að Malarvinnslan fór á hausinn. Það að Kaupfélagið skyldi kaupa Malarvinnusluna undir lok framkvæmdatíma við stóriðju og virkjun á Austurlandi vakti athygli og líklega hefur þetta stóra verktakafyrirtæki verið of dýru verði keypt. Ekki er ólíklegt að einhverjir bændur geti farið illa út úr því ef KHB verður gjaldþrota. Þeir hafa haldið tryggð við það í eina öld og byggt það upp í eitt stærsta fyrirtæki sem starfað hefur á Austurlandi. Vonandi tekst mönnum að greiða eitthvað úr þessu svo fólk missi ekki vinnuna.


mbl.is Kaupfélag Héraðsbúa í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Palli er traustur

Palli er traustur og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann stendur sig vel í þessu. Ekki veitir af að hafa mann sem kann til verka núna þegar allt hefur verið í klúðri
mbl.is Ráðinn upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterkur leikur

Held að þetta sé sterkur leikur hjá Steingrími. Baldur var búinn að klúðra málum eftir Landsbankafundinn í Lundúnum og hefði átt að víkja fyrir löngu. Indriði kann ýmislegt eftir áratuga slark við skattamálin.
mbl.is Indriði verður ráðuneytisstjóri tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til kominn

Góð fyrirsögn: "Bankasjórn hugsar sig enn um." Tími til kominn að þessir karlar fari að hugsa. Það hefur ekki farið mikið fyrir því undanfarin ár.
mbl.is Bankastjórn hugsar sig enn um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil ekki

Skil eiginlega hvorki þingmanninn né ráðherrann í þessari umræðu. Getur einhver skýrt út hvað þau eiga við?
mbl.is 500 greiða háan lækniskostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð?

Ég bara spyr. Davíð?
mbl.is Eignir Baugs ekki á brunaútsölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takmarkalaus valdagræðgi

Bjóst Geir við því að Sjálfstæðismaður yrði forseti Alþingis í vinstri stjórn? Það er takmarkalaus valdagræðgi. Gutti er vel að því kominn að vera forseti Alþingis. Heiðarlegur og góður þingmaður.
mbl.is Takmarkalaus valdagræðgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka þeir Bankastrætið líka?

Ætli þeir fari frá Lækjartorgi og taki Bankastrætið (Bakarabrekkuna) líka?
mbl.is 400 hlaupa Laugaveginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband