Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Eyrarrósin á góðan stað

Landnámssetrið í Borgarnesi er svo sannarlega vel að þessum heiðri komið. Svo eyrarrósin fór á góðan stað. Þau Sirrý og Kjartan hafa gert góða hluti í Borgarnesi og tengt staðinn sögunni enn betur. Borgarnes er nú aftur viðkomustaður ferðamanna, sem stoppa til að gera eitthvað annað en taka bensín og fá sér kók og pylsu. Sögutengd ferðamennska er nokkuð sem er komið til að vera. Til hamingju með þetta.

Sögumiðstöðin í Grundarfirði og Skaftfell á Seyðisfirði hefðu líka verið vel að þessum heiðri komin. Á báðum þeim stöðum hefur verið unnið gott og skemmtilegt brautryðjendastarf. Valið hefur því ekki verið létt að þessu sinni en þeirra tími mun koma.


mbl.is Landnámssetrið fékk eyrarrósina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að haga seglum eftir vindi

Var að hlusta með öðru eyranu á Bubba. Hann var að vísu ekki með Jón Ásgeir i viðtali eins og boðað hafði verið en sagði hann koma næsta mánudag. Bubbi var nokkuð góður. Það er að segja hann varðist vel og passaði sig á að styggja ekki neinn. Það kallast að haga seglum eftir vindi. Hann var með viðmælendur í sima og snerist alltaf með stjórnvöldum eða með Davíð og íhaldinu eftir þvi hvernig vindar blésu hjá símavinum. Hann og einn af erkifjendunum frá því Bubbi var farandverkamaður á Eskifirði voru hinir mestu mátar í smtali. Svona snúast málin þegar menn þurfa allt í einu að verja sig og standa aftur með alþýðunnni eftir gjálífi síðustu ára. En ég endurtek. Hef gaman af Bubba, þrátt fyrir allar málfræðivillurnar sem aldrei hefðu verið samþykktar á RÚV í eina tíð.

Ríkisstjórn og seðlabankastjórn mæti

Gott mál. Legg til að ríkisstjórnin mæti og bjóði seðlabankastjórninni með. Davíð og félagar hafa ábyggilega ekki efni á að borga sig inn!!!! -  Dalai Lama er ekki bara trúarleiðtogi heldur líka mikill heimspekingur og snillingur. Spurning hvort einhver álíka lögregluviðbúnaður verður og þegar Falung Gong kom hingað til lands. Kínversk stjórnvöld verða örugglega ekki sátt og láta andstöðu sína kurteislega í ljósi eins og þeirra er háttur.


mbl.is Dalai Lama kemur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóti tvískinungurinn

Átta mig ekki á Steingrími. Í sjálfu sér er miklu meira en í lagi að veiða 15 þúsund tonn af loðnu, sem er smotterí. Samt er þetta skrípaleikur og gengur þvert á skoðanir Jóhanns Sigurjónssonar hafrannsóknargúrú. Jóhann var hins vegar alltaf helsti hvalasérfræðingur Hafró og þar á bæ eru menn sammála um að leyfa hvalveiðar en Steingrímur er efins. Hafró er ekki að leita að loðnu. Það kemur berlega í ljós þegar skipstjórar, sem eru við veiðar á gulldeplu, sigla yfir miklar loðnulóðningar. Þetta er ljóti tvískinungurinn. Hvað með enn frekar þorskveiðar og að leyfa frjálsar krókaveiðar smábáta þegar allt er fullt af þorski upp við landsteina?  
mbl.is Gefur út rannsóknarkvóta í loðnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að leyfa loðnunni að synda hjá enn eina ferðina?

Enn og aftur virðist það eiga að gerast að loðnan syndi óáreitt meðfram Suðurlandinu án þess að nokkuð sé veitt. Þessi loðnuflekkur verður kominn vestur með landinu fyrr en varir en aðrir bætast í austan við. Þá verður varla veitt mikið úr honum. Tími er kominn til að gefa út 100 þúsund tonna bráðabirgðakvóta í byrjun hvers árs og láta skipstjórana á veiðiskipunum um að finna þetta. Hafrannsóknarskip, sem jafnframt er í öðrum verkefnum á sama tíma, finnur aldrei neitt að viti. Það er morandi gulldepla við Suðurlandið. Loðnan er gengin upp að landinu og mok þorskveiði allt í kringum landið. Hafró horfir á og segir ekki ástæðu til veiða. Eina sem Hafró samþykkir að veiða er hvalur enda nóg af honum líka en þá er núverandi sjávarútvegsráðherra tvístígandi. Þetta er undarlegt allt saman. 
mbl.is Bíða með að ræsa út flotann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýi sjálfstæðisflokkurinn

Nýi Landsbankinn, Nýja Kaupþing, Nýi Glitnir. Nýja Ísland og Nýi Sjálfstæðisflokkurinn. Allt við sama þar enda ekki neitt við neinn að sakast á þeim bæ!
mbl.is Prófkjör Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enga hluti N-1 staðar

Einfalt mál. - Þingmenn og ráðherrar eiga ekki að eiga neina hluti í hlutafélögum. - Ekki krónu. - Þeir eiga að vera hreinir af slíku í 10 ár það minnsta. - Sá ég ekki einhversstaðar að Bjarni Benediktsson komi sterklega til greina sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? Hann hefur ekki komið að neinu N-1 staðar er það?
mbl.is Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru þau á þingi?

Voru þau á þingi? - Gott að vita það. Ég tilheyri nefnilega þessu kjördæmi núna.
mbl.is Sturla og Herdís hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kompás er bara áttaviti

Kompás er bara áttaviti og hvers vegna ætti Ari Edwald að hafa rétt á því nafni frekar en bara þjóðvegi, svo dæmi sé tekið. Ég man líka eftir því að í eina tíð gáfu nemendur Stýrimannaskólans út blað sem hét Kompás, kannski kemur það út enn. Ætli Ari Edwald hafi beðið þá um leyfi fyrir nafninu? Svona hrokagikkir eins og Ari gera sér ekki grein fyrir að fjölmiðill er ekkert annað en fólkið sem vinnur efnið. Ekki þeir sem sitja á skrifstofunni og rífa kjaft.


mbl.is Fá ekki að nota Kompásnafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingimundur sá eini sem sýnir lit

Ingimundur Friðriksson er skrefi framar hinum seðlabankastjórunum og hefur alltaf verið, enda var hann sendur í frí þegar mest á gekk. Hann veit sínu viti um peningamál þjóðarinnar og er í raun sá eini þeirra þriggja sem ætti að sitja áfram. Þess er svo sem ekki að vænta að Davíð segi af sér. Ef hann gerir það fylgir löng hrina ásakana í kjölfarið. Hann þarf líka að klára Baugsmál og fleira áður.
mbl.is Jóhanna þakklát Ingimundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband