Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Inn með þá strax

Tortola eyjar? Ég kannast við Færeyjar, Hjatlandseyjar, Álandseyjar og einhverjar fleiri eyjar utan íslenskrar lögsögu en Tortola eyjar hvar eru þær? - Svo hafa þessir kónar verið að komast undan íslenskum sköttum með flutningi peninga í einhverjar eyjar sem enginn veit hvar eru á landakortinu. Eflaust hafa þeir gúglað þær. Hvernig væri að íslensk stjórnvöld settu alla þessa gaura í fangelsi strax svo þeir feli ekki meira og auðvitað hefði það átt að gerast fyrir löngu. Svo eru skattayfirvöld að eltast við smámuni hér heima. Inn með þá. 
mbl.is Flest stofnuð af íslenskum bönkum í Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð er alltaf á toppnum

Davíð hefur verið á toppnum lengi hér á landi. Hann vill halda sig þar og nú kemst hann örugglega á topp tíu hjá Times. Þá hlýtur hann að verða ánægður. Davíð er alltaf á toppnum.
mbl.is Davíð Oddsson á vafasömum lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggt á gömlum tíðindum

Þá virðist það ljóst að okurvextirnir verði áfram óbreyttir og í fréttinni kemur fram að þetta álit er byggt á skýrslu nefndar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem var hér á landi í desmeber. Eru það ekki heldur gömul tíðindi í febrúar þegar hlutirnir breytast daglega? Ef þetta verður niðurstaðan verða flest öll fyrirtæki og heimili í landinu farin á hausin áður en nokkuð verður að gert.


mbl.is Peningamálastefnu ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósbrigði á Skaganum

Veðrið hefur verið stórkostlegt hér á Akranesi síðasta mánuðinn. Froststillur og heiður himinn. Sólinn hækkar á lofti dag frá degi og fullt tungl síðustu daga. Þetta tvennt hefur búið til skemmtilegar skreytingar á himninum. Hér eru smá sýnishorn.


Efni í nýjan fjármálaráðherra?

Er þessi náungi ekki efni í nýjan fjármálaráðherra? Hann hefur í það minnsta menntunina í það eins og sá sem síðast sat. Hann er auk þess úr sama kjördæmi og Árni skreið í síðast.
mbl.is Vill í forystusveit í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítt sama hvort Kristján borgar með hvalnum

Eru menn virkilega að eyða tíma sínum á Alþingi núna í svona karp? Mér er sko skítt sama og Merði ætti að vera það líka, hvort Kristján Loftsson borgar með hvalkjötinu eða ekki til útflutnings. Það sem máli skiptir í þessu að það þarf að veiða hval til að halda jafnvægi í lífríkinu við Íslandsstrendur. Það er umhverfisvænt. Hvalastofninn er kominn í sögulegt hámark samkvæmt talningu og ef við ætlum að fá gjaldeyri af fiskveiðum þurfum við að veiða hval.
mbl.is Flutningskostnaður stórlega ýktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski bara misskilningur og rangtúlkun

Úbbs! - Sögðu þau eitthvað? - Voru nokkuð útlendir blaðamenn þarna? - Kannski er þessi frétt bara misskilningur og rangtúlkun. 
mbl.is Forsetahjónin skoðuðu Hvolsskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrúfa fyrir rafmagnið til Alcoa

Gaman verður að fylgjast með umræðu um álver á Bakka fyrst Ólöf Norðdal kona Tómasar forstjóra álvers Alcoa-Fjarðaáls ætlar að hefja þá umræðu, Kolla bendir henni eflaust á fjallagrösin á hálendi Austurlands en hvernig væri að þingmenn Austurlands, sem eru nú ekki margir í dag eftir að Norðlendingar yfirtóku kjördæmið, færu aðeins að skoða málin fyrir austan. Kaupfélagið og Malarvinnslan farin á hausinn. Ætlar Alcoa að taka við þessu öllu? Hvað með Egilsstaði og Héraðsbúa alla ásamt Jökuldælingum, sem studdu þessa uppbyggingu og leyfðu yfirgang Smára Geirssonar og fjarðamanna um sín lönd. Er ekki bara einfaldast að skrúfa fyrir rafmagnið þar til Alcoa kemur atvinnumálum á Héraði í lag?
mbl.is Tekist verður á um Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bananalýðveldi - Ekki spurning

Nú eru Engeyjarættin og ættarveldin í Sjálfstæðisflokknum búin að ákveða sig. Þorgerður Katrín játar sig sigraða. Segiði svo að Ísland sé ekki bananalýðveldi á þroskastigi ættarþjóðflokka í Afríku. - Davíð, verndarengill þessara kerfa síðustu áratugi, fær svo eitthvert þægilegt djobb fram að eftirlaunum verði Engeyjarættin við völd. Svo framarlega sem hann vilji víkja úr Seðlabankanum. - Oj.
mbl.is Þorgerður Katrín ekki í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er í heiminum hverfult

Úff!! Er nú Maggi í kaupfélaginu sakaður um skattsvik á sama tíma og kaupfélagið sem honum var ætlað fyrir austan er komið á hausinn? Margir töluðu um, á sínum tíma, að Maggi hefði verið heppinn að verða ekki kaupfélagsstjóri á Héraði og þess í stað farið til Akureyrar, keypt gömul bruggtæki, flutt þau til Rússlands og grætt á því ásamt Björgólfunum. Nú er allt veldið hrunið bæði hjá Björgólfunum og honum. - Allt er í heiminum hverfult
mbl.is Magnús krafinn um tæpan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband