Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Ekki kreppa þar

Það er gott til þess að vita hve margir geta leyft sér að fara til hreindýraveiða á þessum krepputímum. Sérstaklega þar sem þetta hefur ekki varið talið ódýrt sport hingað til. Það virðist nokk sama hve kvótinn er aukinn mikið frá ári til árs. Alltaf er eftirspurn langt umfram það sem veiða má.
mbl.is Yfir 3.250 sóttu um hreindýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raup

Varla líður sá dagur að mbl.is vitni ekki í blogg Bangsa dáta. Ruglið í honum núna er svipað og áður. Hann trúir því statt og stöðugt að Jón Baldvin standi við blaðrið  sitt um formennskuframboð í Samfylkingunni. Þeir eru komnir á raupstigið þessir karlar, sem er undanfari þess að verða elliær. Blaðra út í eitt, raupa um eigið ágæti og afrek. Telja sig svo eina þess verða að segja öðrum til.
mbl.is Segir þagnarmúr um formennsku í Samfylkingu rofinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur sama fréttin

Klukka 8:33 í morgun var þessi frétt á mbl.is:

Eldur í húsi á Akranesi

Eldur kom upp í gærkvöldi í  nýbyggingu við verslunarmiðstöðina Dalbraut á Akranesi en verið er að innrétta nýtt húsnæði Bókasafns Akraness. Slökkvistarf gekk vel en miklar skemmdir urðu á húsnæðinu.

Fram kemur á fréttavef Skessuhorns, að bókaverslun Eymundsson, sem er í sömu byggingu, fylltist af reyk þar sem óþétt er á milli hólfa. 

Mikill hiti myndaðist í herberginu sem eldurinn kraumaði í og um tíma var talið að rjúfa þyrfti gat á þakið til að komast að eldinum. Hjá því varð þó komist og tókst reykköfurum að komast að upptökum eldsins og slökkva.  

Aftur er sagt frá þessu núna líklega eftir að búið er að hringja í löggur landsins. Er ekki ráð að menn fari yfir það á vaktaskiptum hvað síðasta vakt hefur gert?


mbl.is Eldur á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein Manhattan íbúð

Úr því sem komið er þá er sennilega best að leyfa þessari loðnu, sem nú er úti fyrir Suðurlandi, að synda hjá til hrygningar. Það er án efa nóg af loðnu í sjónum en Hafró er máttlaus í leit sinni og hefur aldrei getað leitað að nokkrum fiski að viti. Gleymum loðnuvertíð þetta árið. Hún snýst hvor sem er bara um einn milljarð, tvo eða þrjá. Svona svipað og Jón Ásgeir setur á íbúðina sína í Nýju Jórvík. Það tekur því ekki að eyða olíu og vinnu í eina Manhattan íbúð. 
mbl.is Vilja hefja loðnuveiðar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vill hann upp á dekk?

Hvurn andsk.... vill þessi karlskarfur upp á dekk. Ætli hann eigi ekki meiri sök á kreppunni eftir að hafa setið með Davíð í Viðeyjarstjórninni heldur en nokkurn tímann Ingibjörg Sólrún. Nei Jón Baldvin á bara að setjast inn á eitthvert elliheimilið, ef pláss er laust, frekar en vera að blása eitthvað núna. Það er þó virðingarvert að hann skuli bera eitthvert traust til Jóhönnu núna, betra seint en aldrei
mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styð Jóa

Það er auðvitað óútreiknanlegt hvaða rök dómnefndin hefur þegar kemur að vali. Í fyrra var Kristján Már Unnarsson, ágætur fjölmiðlamaður, valinn vegna góðrar umfjöllunnar um landsbyggðina. Fyrir það eitt að að skreppa stöku sinnum út fyrir höfuðborgina og sópa upp einhverju sem legið hafði á milli hluta hjá Stöð 2. Þetta var gert á sama tíma og tugur góðra fréttamanna á landsbyggðinni flutti þaðan fréttir daglega. Þessi þrjú sem tilnefnd eru núna eru góðra gjalda verð en ég styð Jóa og viðurkenni fúslega að vera hlutdrægur þar enda starfaði ég með honum í mörg ár. Jóhann Hauksson er heiðvirður og góður fréttamaður sem lætur ekki stjórnast af skyndihagsmunum einhverra. Sama get ég sagt um Þóru Kristínu sem ég starfaði lítilsháttar með en Sigrúnu þekki ég ekki sem samstarfsmann en er þó viss um að hún er vel að þessu komin.
mbl.is Tilnefningar til blaðamannaverðlauna birtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær drepur maður mann og hvenær ekki?

Auðvitað var það ljóst að aðeins lítill hluti bankamanna var á þvi sem kallað hefur verið ofurlaun. Það er það sem nam tugum eða hundruðum milljóna á mánuði. Venjulegir bankakrakkar voru með þetta um milljón til tvær á mánuði, sem er þó talsvert yfir því sem almenningur hefur haft í laun. Ofurlaun og ofurlaun ekki. - "Hvenær drepur maður mann og hvenær ekki?" er haft eftir Jóni Hreggviðssyni í Íslandsklukkunni. - Hvenær kallast ofurlaun, ofurlaun og hvenær ekki?
mbl.is Reynslulausir réðu í bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verum opin fyrir hvers konar boðskap

Tökum vel á móti þeim sem hafa eitthvað gott fram að færa. Ekki veitir af. Mæli með að kínverska sendiráðið sendi sína fulltrúa á fyrirlesturinn. Kínverjar hafa margt gott gert en þeir eiga líka margt ólært eins og við Íslendingar. Þessi maður getur án efa fært okkur boðskap sem hægt er að læra af. Verum opin fyrir hvers konar boðskap.
mbl.is Mótmæla heimsókn Dalai Lama til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræktum við heimafenginn áburð

Þetta eru skýr skilaboð til bænda landsins. Einfaldlega að draga úr notkun á útlenda áburðinum. Ég man þá tíð fyrir rúmum tveimur áratugum að Eymundur Magnússon, vinur minn, í Vallanesi á Héraði hóf lífrænan búskap. Hann ræktaði sitt korn sjálfur. Skar upp grænmeti, kál og kartöflur. Gaf nautgripum heimaræktað korn og notaði aldrei annað en búfjáráburð. Sveitungar hans hlógu að honum. Hann var viðundur síns tíma. Nú og fyrir nokkuð löngu er Eymundur fyrirmynd annarra. Hann selur bygg til manneldis og margt fleira sem kemur frá móður jörð. Frumkvöðlarnir eru aldrei spámenn í sinni heimabyggð. Eflaust segja þó sumir enn að ekkert verði ræktað nema með tilbúnum áburði. Hann verður sennilega seint hægt að framleiða með hagnaði hér á landi.


mbl.is Áburður hækkar um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt rugl

Þetta er kostulegt lið sem kemur þarna til Steingríms og mótmælir umhverfisvænum veiðum. Hvað eiga Kanarnir við, til dæmis, þeir drepa hvali í stórum stíl og auðvitað menn líka. Bretar sem voru nærri búnir að ganga að íslenskum fiskistofnum dauðum og þurfti þrjú þorskastríð til að flæma þá á burt. Þeir hafa ekki enn sætt sig við það. Skil ekki Finna en Svíar hafa alltaf verið tvöfaldir í roðinu í öllum málum. Með stærstu vopnaframleiðendum heims og þykjast alltaf saklausir. Hollendingar voru áður fyrr en ein mesta siglingaþjóð heims og stunduðu auk þess hvalveiðar víða um höf. Þessar þjóðir þykjast nú vera á einhverjum umhverfisvænum nótum en með svona rugli stuðla þær að ójafnvægi í hafinu. Allt eru þetta hernaðarþjóðir sem ættu að huga að því að maðurinn er hluti af náttúrunni. Hann á að veiða sér til matar eins og önnur náttúrunnar börn. Svona rugl er yfirgengilegt og ég trúi ekki að Grimur taki mark á því.
mbl.is Sendiherrar mótmæla hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband