Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Já já auðvitað

Hvers vegna annað???? - Löngu vitað!!!
mbl.is Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamaldags Grænfriðungar

Óttalega eru þeir nú gamaldags þessir Grænfriðungar. Þeir tala um að hvalveiðar heyri fortíðinni til. Hvað með manndráp í stórum stíl sem þjóðir eins og Bandaríkjamenn og Bretar stunda???  Nei...hvalveiðar eru bara hluti af því sem við verðum að stunda ef við ætlum áfram að lifa í sátt við náttúruna. Þær eru umhverfisvænar.

Hrefna


mbl.is Segja hvalveiðar tilheyra fortíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiski er hent í hafið

Hvernig ætlar þessi fáránlega stofnun Fiskistofa að telja fiska sem hent er í hafið?  Meðan núverandi kvótakerfi er þá er alveg ljóst að fiski er hent í hafið eftir að hann hefur verið veiddur. Að halda öðru fram er rugl.
mbl.is Brottkast þorsks jókst árið 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á að veiða hvali

Skynsamur Steingrímur. Auðvitað á að veiða hvali til að halda jafnvægi í sjónum. Á meðan Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og fleiri eru að leika sér í dátaleik með kjarnorkukafbáta í sjónum í nágrenni okkar. Þar er hættan. Við stundum sjálfbærar veiðar en þeir eru eru að æfa sig til að drepa fólk. Komiði nú, Árni Finnsson, Watson og Co.
mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona að hann sé umhverfisvænn

Já fimm mínútur í að Steingrímur boði hvað hann ætlar að gera með hvalveiðarnar. Ætla rétta að vona að maðurinn sé umhverfisvænn og boði skynsemi þegar kemur að nýtingu sjávarfangs.
mbl.is Steingrímur boðar fund um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verði stærri seinna

Ég ætla rétt að vona að þessi samgöngumiðstöð verði ekki svo lítil að þar komist aðeins fyrir farþegar tveggja til þriggja Fokkera en þannig er staðan í dag í gömlu bröggunum við Skerjafjörð. Reyndu nú Möller að láta hanna þessa samgöngumiðstöð þannig að hægt verði að stækka hana seinna þegar úr rætist.
mbl.is Minni og ódýrari samgöngumiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve margir hvalir hefðu drepist?

Hvar er Árni Finnsson nú og öll hin svokölluðu umhverfisverndarsamtök, sem hafa verið að mótmæla hugsanlegum hvalveiðum Íslendinga? Af hverju mótmæla þessi samtök ekki umferð kjarnorkukafbáta og það margra stórra á sama svæði? Hve margir hvalir hefðu drepist í Atlantshafi ef hafið hefði orðið geislavirkt eftir þennan dátaleik neðansjávar? Þá hefðu ekki bara drepist hvalir, allt lífríkið er í hættu út af þessum skrípaleik stórþjóðanna. Var ekki annars sendiherra Breta í hópi þeirra sem afhentu mótmæli hér á landi um daginn? Hann og hans fólk ætti að líta sér nær.
mbl.is Óskuðu upplýsinga um árekstur kjarnorkukafbáta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímarnir breytast og mennirnir með

Það er nú svolítið athyglisvert að þingfréttamaður Moggans skuli gerast aðstoðarmaður ráðherra Vinstri grænna. Einhvern tíma hefði það þótt stórmál að slíkur blaðamaður labbaði beint yfir til harðasta vinstri flokksins. En tímarnir breytast og mennirnir með.
mbl.is Halla aðstoðarmaður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeirra tími er kominn

Af hverju þarf að ræða eitthvert framtíðarskipulag Seðlabankans við Davíð og Eirík? Ingimundur er hættur og sýndi þar með ábyrgð en hinir fuglarnir ekki. Þeirra tími er kominn. Þarf eitthvað að ræða þetta frekar. Láttu til skarar skríða Jóhanna.
mbl.is Seðlabankastjórar funda með viðskiptanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýðing óskast

Getur einhver þýtt þessa frétt á íslensku fyrir mig. Hvað þýðir fyrirsögnin: Kröfu um "innsetningu í hund" hafnað. Eflaust er þetta tekið beint upp úr dómi Héraðsdóms enda eru lögfræðingar einhverjir mestu "málsóðar" sem til eru. ....."að smalahundur verði tekinn úr vörslum annars manns". Á þetta kannski að vera vösum eða vörslu? Var grunur um að hundinum hafi verið stolið? Dómarinn telur að vísu að kröfuhafinn hafi ekki sýnt fram á að hann eigi hundinn, samkvæmt fréttinni. Hver er svo tengingin við meinta sauðaþjófnaðinn.

Margar spurningar vakna við lestur þessarar fréttar. Hún er loðin og teygjanleg. Segir raunar ekkert.


mbl.is Deilt fyrir dómi um fjárhundinn Rex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband