Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hvað græddu þeir sem eru með pappírstætarana?

Þrátt yfir minni hagnað en árið áður þá er þetta sennilega einn arðvænlegasti atvinnuvegurinn hér á landi í dag, að vera með ruslahauga. Hann er þó ekki rekinn með tapi. Hvað ætli þeir sem eru með pappírstætarana hafi grætt síðustu mánuðina?
mbl.is Afkoma Sorpu í járnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínútuformaðurinn vill ráða einhverju

Framsóknarformaðurinn til nokkurra mínútna sagðist sáttur eftir að ljóst var að hann hafði ekki verið kosinn formaður eins og tilkynnt hafði verið. Nú vill hann lengri tíma. Hann vill bíða eftir einhverri skýrslu sem fjallar almennt um seðlabanka í Evrópu. Menn verða að una honum þess og leyfa honum að trúa því að hann ráði einhverju. Þótt það sé auðvitað mesta vitleysa. Drengurinn er bara í hagsmunagæslu fyrir allt klúður framsóknarmanna með sjálfstæðismönnum liðna áraratugi eins og ég benti á í síðustu færslu.
mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttast uppljóstranir Davíðs

Er ekki bara málið það að Höskuldur og flokkseigendurnir í Framsóknarflokknum óttast uppljóstranir Davíðs verði hann látinn hætta? Það er það sama og Sjálfstæðismennirnir óttast, enda vita allir að Davíð er hefnigjarn og langrækinn. Hann veit margt um sukk Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks síðustu tvo áratugi og lætur það án efa fara út verði hann látinn víkja.
mbl.is Skynsamlegt að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónukjör innan flokkakerfis

Persónukjör með einhverjum hætti hlýtur að vera áhugaverður kostur. Líklegast verður það þó innan flokkakerfisins og þá þannig að flokkarnir stilla upp lista frambjóðenda en síðan getur kjósandi raðað á listann, sem hann kýs, í kjörklefanum. Kjörseðill yrði hins vegar ógildur raði fólk upp á annan lista en það kýs. Þannig ræðst það ekki í prófkjöri, forvali eða uppstillinganefndum hverjir verða í efstu sætum hvers lista. Það verður ekki ljóst fyrr en eftir kosningar.

Ég man eftir sameiginlegu prófkjöri allra flokka á Akranesi fyrir bæjarstjórnarkosningar með þessum hætti. Mig minnir að þetta hafi verið fyrir um 30 árum og þótti takast vel. Veit ekki af hverju slíkt hefur ekki verið gert aftur.


mbl.is Hvetja til persónukjörs strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel að þessu komin

Til hamingju Þóra Kristín. Þú ert vel að þessu kominn og berð af í skrifum á mbl.is enda með góða reynslu af RÚV.
mbl.is Þóra Kristín blaðamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskurinn skynsamur

Mikið asskoti er danskurinn skynsamur. Þetta mættu aðrar þjóðir taka sér til fyrirmyndar.
mbl.is Danir styðja sjálfbærar hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við höfum bara látið undan

Þetta er ekki flókið. Við höfum látið undan þeim sem eru efst í fæðukeðju sjávar. Hvalirnir valsa um frjálsir og éta það sem þeir vilja úr uppsjávarstofninum. Þeir klára líka ætið frá þorskinum og mennirnir sitja eftir. Ef við ætlum að stunda fiskveiðar áfram þurfum við að veiða hvali. Hvað sem Watson og Árni Finnsson segja.
mbl.is Lítið fannst af loðnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brælan tefur ekki hvalinn

Ingunn og Faxi liggja við bryggju hér á Skaganum núna vegna brælu. Á meðan syndir loðnan fram hjá, nema sú sem hvalurinn étur. Hvers vegna gefur Hafró ekki út einhvern kvóta í byrjun árs? Það er óskiljanlegt. Þó ekki væri nema brot af því sem hnúfubakurinn er að gæða sér á.
mbl.is Nýta rannsóknakvótann til hrognatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Valgerði

Þetta er örugg og traust ákvörðun hjá Valgerði. Það gefur auga leið að ekki er hægt að vinna undir stjórn þeirra sem eru á gagnkvæmri skoðun
mbl.is Valgerður hættir í bankaráði Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært, Ingibjörg

Þetta er frábært Ingibjörg. Hafðu þökk fyrir. Til hamingju með afmælið
mbl.is Hinn besti dagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband