Enga hluti N-1 staðar

Einfalt mál. - Þingmenn og ráðherrar eiga ekki að eiga neina hluti í hlutafélögum. - Ekki krónu. - Þeir eiga að vera hreinir af slíku í 10 ár það minnsta. - Sá ég ekki einhversstaðar að Bjarni Benediktsson komi sterklega til greina sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? Hann hefur ekki komið að neinu N-1 staðar er það?
mbl.is Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Eitthvað var maður búinn að heyra þessu fleygt. Á einhversstaðar í fórum mínum gamlan tölvupóst sem er einmitt um fjármál Lúðvíks. Það væri slappt af Sjálfsstæðismönnum ef þeir settu olíuokrarann í formanninn. En hvað gerist ekki á þeim bænum? Var ekki dæmdur þjófur og tukthúslimur látinn endurfæðast í flokknum?

Víðir Benediktsson, 7.2.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Varlega Víðir, það var búið að reisa við æruna þess sem þú nefndir ekki á nafn, og þá má ekki tala um tæknilegu mistökin. Það er nefnilega málið, með uppreisn eða uppreist æru, þá er eins og hlutirnir hafi ekki gerst og enginn dómur fallið. Rotið? veit ekki. Og með enn einn foringjann, spurning hvort hann verður enn einn foringi sjallanna.

Gísli Sigurðsson, 8.2.2009 kl. 00:18

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þó ég hafi ekki verið sáttur við Árna Johnsen, þá má ekki gleyma því að það voru kjósendur sem vildu hann á þing.

En Haraldur, veistu til þess að reglur um eignarhluti í fyrirtækjum séu bannaðir hjá ráðherrum annara ríkja? Spyr sem ekki veit.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 01:42

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gunnar, ég er ekki viss en held þó að þingmönnum sé víðast hvar bannað að eiga hlut í fyrirtækjum og hvað þá ráðherrum eða formönnum stjórnmálaflokka. Læt Jónseninn liggja á milli hluta. Þar var sjúklegt dæmi sem vonandi hefur verið ráðin lausn á.

Haraldur Bjarnason, 8.2.2009 kl. 10:05

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Liggur Johnsen ekki milli steina?

Benedikt V. Warén, 9.2.2009 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband