Hvað á hann við?

"Eldri kynslóðir víki," segir Bangsi dáti. Gott hjá honum en hvað á hann við? Eru það Bjarni Benediktsson gjörspilltur fyrirgreiðslupólitíkus og þannig kónar sem eiga að taka við? Ég er það gamall að ég man eftir góðum og gegnum Sjálfstæðismönnum, sem þrátt fyrir að hafa makað sinn krók höfðu samúð með þeim sem minna máttu sín. Því miður hefur slíkt farið stig minnkandi í þessu þjóðfélagi og ef Sjálfstæðisflokkurinn á sér einhverrar viðreisnar von (sem ég vona ekki) vildi ég frekar að langelstu kynslóðir hans tækju við.
mbl.is Eldri kynslóðin víki til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

sammála

, 1.2.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er Hrói Höttur litli frændi og bensínsali sem á að taka við. Hann stelur frá þeim fátæku og færir þeim ríku. Var það ekki annars svoleiðis?

Víðir Benediktsson, 1.2.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Bjarni Benediktsson gjörspilltur fyrirgreiðslupólitíkus"

 Hefurðu einhver staðfest dæmi um þessa fullyrðingu þína? Eða er þetta bara dæmigerður illkvitnis vinstrifrasi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 16:09

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gunnar. Einfalt. Skoðaðu ferilinn Þetta er hægri frasi. Því hann gengur þvert á öll sjónarmið frjálshygjunnar með samráði og höftum á frelsi í viðskiptum..

Haraldur Bjarnason, 2.2.2009 kl. 16:43

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Semsagt.... engin dæmi

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 16:52

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gunnar: N1

Haraldur Bjarnason, 2.2.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband