Hvar er nýja Ísland?

Það var athyglisvert sem Sigmundur Davíð sagði í fréttum í kvöld að Framsóknarflokkurinn ætlaði að "leiðbeina" minnihlutastjórninni. Eigum við von á einhverjum leiðbeiningum sem er í líkingu við það sem Framsókn og Sjálfstæðismenn gáfu útrásarvíkingunum á sínum tíma. Sigmundur Davíð er að vísu laus við þessa fortíðardrauga Framsóknar því þar hefur hann hvergi komið nærri en allt hans samstarfsfólk er innvinklað í spillinguna. Hann þarf samþykkt þess fyrir öllu. Svo tilkynnir Bjarni Benediktsson framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Maður sem hefur verið í forystu spillingarinnar og stjórnarformaður Neins, eins mesta spillingarfyrirtækis landsins. Hvar er "Nýja Ísland?"
mbl.is Framsókn ver nýja stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Sem betur fer náði Sigmundur að "leiðbeina" liðinu í kosningar 25. apríl.

Það hefði verið aumt ef sú "leiðbeining" hefði ekki náð í gegn.

Jón Finnbogason, 1.2.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband