Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

..og hvað með það?

Hve oft ætli sprengjuflugvélar annarra þjóða hafi lent á Miðnesheiði með sprengjur? Auðvitað er ekki flugvél neitað um lendingu ef þörf er fyrir, þar eru mannslíf. Hve oft skip með sprengiefni hafa komið í íslenskar hafnir, meðal annars Reykjavíkurhöfn í miðbænum, vitum við ekki heldur. Ekki losa herskip í opinberum heimsóknum sig við sprengiefnin áður en þau koma í höfn. Þessi tortryggni gagnvart Rússum er furðuleg. 
mbl.is Lenti hlaðin sprengiefni á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessað samráðið

Hvar eru Samkeppnisyfirvöld......samráðið er og hefur alltaf verið á fullu......Þetta er hneyksli því þessi félög fá gjaldeyri á gengi Seðlabankans, sem er miklu lægra en gengur og gerist og olíuverð í heiminum er að hríðfalla.
mbl.is Olís hækkar eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða rugl er þetta?

Hvaða fjandans rugl er þetta í Reykjavíkingum? Þetta er enn verra en ruglið í þeim um að loka flugvellinum. Gerir þetta lið sér enga grein fyrir að Reykjavík er höfuðborg landsins? Eigum við sem búum í öðrum landshlutum og förum yfir heiðar akandi til Reykjavíkur að vetrarlagi að taka undan nagladekkin og kaupa okkur sumardekk áður en við komum í bæinn?  Fá sekt ella. Svo er talað um að fá heimild í vegalögum. Það þýðir að allir landsmenn þurfi að greiða þennan skatt, óháð búsetu og aðstæðum. Hér nyrðra var farið að snjóa og komin ófærð og glerhálka snemma í október. Samkvæmt lögum mega nagladekk ekki fara undir bílana fyrr en 1. nóvember, nema aðstæður leyfi annað. Fólk sem setur svona fram er veruleikafirrt.
mbl.is Vilja innheimta gjald vegna nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið í kærumáli gegn ríkinu

Dæmigert fyrir alla hringavitleysuna. Ríkið stendur sem sagt í málaferlum núna við sjálft sig hjá Eftirlitsstofnun EFTA.
mbl.is Kæran áfram hjá ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Ólafi

Gott hjá Ólafi að gefa þeim aðeins inn og láta vita af óánægjunni. Engin von er til þess að forsætiráðherra eða utanríkiráðherra geri eitthvað sambærilegt. Eitthvað er þetta nú skrítið samt um samhengið sem Norðmaðurinn setur á milli Rússa og flugvallarins á Miðnesheiði, þótt forsetaembættið sverji það af sér. Svona segir norska ríkisútvarpið NRK frá þessu á vef sínum: http://nrk.no/nyheter/utenriks/1.6305202
mbl.is Ræða ekki borin undir ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

..og Neinn hækkar

Olíuverð lækkar daglega enda var Neinn að hækka verðið í gær. Hvernig væri að hagsmunagæsluþingmaðurinn og stjórnarformaður Neins, Bjarni Benediktsson, gripi í taumana, gæfi sínum undimönnum hjá Neinum fyrirmæli og færi að tilmælum Geirs um hógværð í hækkunum?

- Burt með spillinguna!!!


mbl.is Olíuverð lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofstopamenn með vopn hingað

Er það ekki sjálfgefið að hleypa ekki þessum ofstopamönnum með drápstólin sín hingað til lands. Ofstopamenn með vopn eru ekki góðs viti. Þeir geta verið í sínum dátaleik annarsstaðar. Ég trúi því ekki að utanríkisráðherra taki ekki af skarið og segi Bretunum að vera heima hjá sér. Það er líka ótrúlegur tvískinnungur af Bretum að ætla nú að fara gæta þjóðarinnar sem þeir hafa með yfirgangi og ofstopa dæmt sem hryðjuverkamenn. Ef þeir koma hingað þá ættum við að kyrrsetja þoturnar þeirra eins og þeir gerðu við eignir Íslendinga í Bretlandi.
mbl.is Miklar efasemdir um breska loftrýmisgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki trúverðug hringavitleysa

Hingað til hafa fréttirnar snúist um að þjóðirnar sem hefðu hug á að lána okkur gætu ekki gert það fyrr en samþykkt Alþjóða gjaldeyrissjóðsins lægi fyrir. Nú getur sá sjóður ekki samþykkt lán fyrr en lán frá þessum þjóðum liggja fyrir. Eru það ekki bara Bretar og Hollendingar sem standa í veginum með fulltingi Þjóðverja? - Alla vega er þessi frétt um hringavitleysuna ekki trúverðug.
mbl.is IMF-lán strandar á öðrum lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðlindin á dagskrá aftur

Auðlindin hefur verið sett á dagskrá RÚV aftur. Nú sem þáttur um atvinnumál. Auðlindin var lengst af þáttur um sjávarútvegsmál. Upphaflega var ætlunin að hafa fréttir af peningamarkaði líka en fljótlega varð ekkert úr því. Þetta var einn vinsælasti þátturinn á Rás 1 um árabil og með álíka hlustun og fréttir þegar hann var lagður af árið 2005. Hugmyndina að Auðlindinni áttu Gissur Sigurðsson núverandi fréttamaður á Bylgjunni og Kári Jónasson þáverandi fréttastjóri RÚV. Kári viðraði á fundi með fréttamönnum árið 1988 að fréttastofan gæti fengið tímann frá veðurfregnum fram að dánartilkynningum á Rás eitt í hádeginu. Gissur var þá nýkominn frá því að leysa af hjá okkur á Ríkisútvarpinu á Austurlandi og sá hve gífurlegt efni frá sjávarsíðunni féll til þar. Hann nefndi þetta við Kára og úr varð Auðlindin einn vinsælasti fréttaþáttur RÚV í 17 ár. Sjálfur kom ég að þessum þætti frá upphafi og var umsjónarmaður hans í mörg ár. Ímyndaður sparnaður og velgja fyrir markaðsfréttum til handa nýríkum varð til þess að Auðlindin þótti "hallærisleg" og hún var lögð af. Nú eru menn að gera sér grein fyrir því á RÚV að einhverja undirstöðu þarf til að peningar verði til í þjóðfélaginu. Fréttir af mörkuðum, hvort sem þeir heita Dow Jones eða eitthvað annað, eru liðin tíð. Fréttir úr undirstöðunni, framleiðslugreinunum, eru þær fréttir sem fólk vill og skoðanakannanir um Auðlind á sínum tíma sýndu að hlustun á hana náði langt út fyrir fólk sem starfaði í sjávarútvegi. - Umsjónarmaður verður fyrrum samstarfsfélagi í Auðlindinni; Þórhallur Jósefsson. Hann leysir þetta örugglega vel af hendi - Til hamingju RÚV - Batnandi mönnum er best að lifa.  http://www.ruv.is/heim/frettir/innlendar/audlindin/um/

Tvískinnungur Bjarna Benediktssonar

Það er nú svolítið snúið fyrir þingmanninn og stjórnarliðann Bjarna Benediktsson að Neinn, sem hann er stjórnarformaður í skuli hafa forystu í hækkunum eldsneytis. Á sama tíma og ráðherrar boða aðhald og hvetja fyrirtæki til að stilla hækkunum í hóf. Er ekki kominn tími til að alþingismönnum verði bannað að sitja í stjórnum fyrirtækja, hvað þá að vera stjórnarformenn eða reka eigin fyrirtæki. Allt þetta gerir Bjarni ásamt þingstörfunum í dag. Alþingismennska á að vera fullt starf. Dæmigert siðferði íslenskra stjórnmálamanna.
mbl.is Eldsneyti hækkar hjá N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband