Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Bjarni bóksali

Það hefur nú oft verið meiri ástæða fyrir þingmenn og ráðherra að segja af sér en þetta smá klúður hjá Bjarna á tölvunni. En hann metur það sem mikil mistök og er maður að meiri að taka ábyrgðina á því. Kannski er þetta ekki besti tíminn fyrir Bjarna að fá sér aðra vinnu núna en hann titlar sig bóksala á blogginu sínu, þannig að hann virðist hafa haft að einhverju vísu að ganga.
mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt satt og rétt

Get ekki betur séð en allt sé satt og rétt í þessu bréfi. Bjarni á bara hrós skilið fyrir að senda það, hvort sem það var óvart eða ekki.
mbl.is Bréf til Valgerðar fór á alla fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt er líkt með skyldum

Margt er líkt með skyldum. Það er á hreinu. Fékk þessar myndir af tvíförum sendar í dag og finnst þetta ótrúlega trúverðugt. Annars held ég að myndin fyrir neðan sé bara tekin af þeim Kaupþingsforkólfum nokkrum árum áður en allt fór til fjandans hjá þeim. (bætt við kl 21:29)

Tvífarar Neðri myndin var tekin meðan enn rigndi upp í nefið á þeim


Höfðinu hærri

Mér sýnist á myndinni að verðandi forsetahjón séu höfðinu hærri en hin, sem eru að hverfa af vettvangi. Held að þau séu höfðinu hærri í pólitískum þroska líka.
mbl.is Obama í heimsókn hjá Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver hleypti þeim niður?

Hver hleypti þeim niður af fjöllunum? - Eru þeir ekki best geymdir þar með hinum jólasveinunum?
mbl.is Ráðherrarnir koma af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með fjárkúgun?

Hver fjandinn tefur þá þessa afgreiðslu IMF? Bretar eru bara ekki lánadrottnar okkar eins og þeir halda fram. Ætli það sé ekki eitthvað líka í reglum IMF um að ein þjóð megi ekki beita aðra fjárkúgun? Það er nákvæmlega það sem Bretar hafa verið að gera og við erum ennþá á lista þeirra yfir hryðjuverkamenn.
mbl.is Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfestir það sem maður þykist sjá

Þessi könnun staðfestir bara það sem mér finnst ég hafa verið að taka eftir að undanförnu. Ég kaupi orðið alfarið inn í Nettó og þegar KEA-korti er framvísað líka þá kemur smá afsláttur á allt sem keypt er. Fyrir utan það að nýja Nettó-búðin á Glerártorgi á Akureyri er frábær, sem er eitthvað annað en gamla Bónus-búðin hér nyrðra. Hún er orðin frekar sjoppuleg og þrifum greinilega ábótavant líka.
mbl.is Lágvöruverslanir hækka mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað !

...auðvitað og líka Pólverjum !!!.....gleymum Bretum og Hollendingum"!!
mbl.is Æ fleiri þakka Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það frétt?

Rólegt á Akureyri!! - Er það frétt? - Frá því ég flutti hingað hefur mér alltaf fundist rólegt hérna. - Meira að segja andarnefjurnar kunnu vel við sig í rólegheitunum hérna.

Andarnefjur_4 Andarnefjur stinga nefjum upp úr Pollinum


mbl.is Rólegt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð enn og aftur....

.........þarf fleiri orð um það?????
mbl.is Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband