Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Sorrí gamli Ferguson!

Manstueftirunited? - Auðvitað vann Arsenal. Gamli Fergusonin þarf ekkert að vera svekktur yfir því.
mbl.is Alex Ferguson: Áttum skilið eitt stig í það minnsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða Austlendingar?

Hvað er að þarna á mbl.is? Austlendingar? Hvaða þjóðfélagshópur er það? Frá fornu fari hafa íbúar Austfirðingafjórðungs kallast Austfirðingar. Allt tal um Austlendinga er bull.
mbl.is Austlendingar þakka Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökkum Færeyingum og Pólverjum líka

Þetta er flott að setja upp svona síðu. Færeyingar, bræður okkar, eiga svo sannarlega skilið þakklæti frá okkur. Er ekki einhver kunnáttumaður til í að setja upp svona síðu til að þakka Pólverjum líka? fyrir lánið sem Davíð gleymdi að segja Geir frá.
mbl.is 18 þúsund þakka Færeyingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með spillinguna!

Ekki er ég hissa á að hiti sé í fólki. Geir Haarde dáðist að æðruleysi almennings á blaðamannafundinum í gær en hann gerir sér enga grein fyrir því hvernig ástandið er í landinu. Það er góðra gjalda vert að hengja upp Bónus fánann á Alþingishúsinu en þarna hefðu líka mátt vera fánar Landsbankans, Glitnis og Kaupþings. Burt með spillinguna!
mbl.is Hiti í mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskaland líka

Djö....... Þýskaland líka. Einkavinavæðingin nær um allan heim. Davíð og Halldór hafa talsvert á samviskunni, ef þeir hafa samvisku.
mbl.is Vandi vegna Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söknuður af Sigurði

Sigurður Sigurðarson er sá maður sem hefur verndað íslensku sauðkindina meira en nokkur annar maður. Hann hefur barist fyrir hreinleika hennar og verndað stofna, sem góðir eru til kynbóta. Það er söknuður af honum úr þessu starfi. Vondandi að Þorsteinn fylgi í fótspor hans.
mbl.is Sigurður Sigurðarson lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð seinn

Af hverju ætli Davíð hafi verið svona lengi að segja Geir frá þessu?
mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Það er sorglegt að þetta gróna og góða fyrirtæki skuli verða gjaldþrota. Þetta hefur verið öflugasta verktaka- og byggingafyrirtæki á Egilsstöðum í nærri þrjá áratugi. Þegar hundrað manna fyrirtæki í um 3.000 manna byggðarlagi fer yfir um er það mjög mikið áfall. Eins hlýtur þetta að vera áfall fyrir Kaupfélagið. Ég ætla vona að hægt verði að koma upp öflugri atvinnustarfsemi á Egilsstöðum að nýju á grunni Malarvinnslunnar.

Egilsstaðir 013 Frá Egilsstöðum


mbl.is Malarvinnslan gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynið nú að hlusta

Ég ætla rétt að vona að alþingismenn og ekki síst stjórnarliðar hlusti á ráð þessara manna og fari eftir þeim. Gylfi og Jón gera sér grein fyrir því sem allur almenningur gerir líka að það er engum hagur í því að setja fólk og fyrirtæki á hausinn. Þessu virðast ráðamenn hins vegar ekki hafa gert sér grein fyrir ennþá, fyrir utan lítilsháttar yfirklór hjá Jóhönnu Sigurðardóttur.
mbl.is Ræða alvarlega efnahagsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búta-ríkin

Bútan er tailenskt konungsveldi, sem lifir af efnahagskreppuna. Þar tekur nú við völdum 28 ára gamall kóngur og allt er í ró og spekt. Í íslenska Búta-ríkinu er ófriður en þar stjórnar Dabbi kóngur, kominn vel á sextugsaldur og hefur verið einræðisæðisherra í áratugi. Í Búta-ríki hans er allt á hvolfi og enginn veit hvað á að gera því Búta-kóngurinn hefur ekki gefið skýr skilboð til Geirs Harða og félaga.
mbl.is Krýningarathöfn í Bútan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband