Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Geir að lifna við

Það er aldeilis að Geir hefur lifnað við. Segi bara enn og aftur förum í stríð við Breta. Þeir hafa aldrei unnið stríð gegn okkur og raunar aldrei unnið neitt stríð, án hjálpar annarra. Kannski að Hollendingar hjálpi þeim núna. En...við tökum því.
mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju!

Ég óska þeim Fjölni og Þorbjörgu á Hala til hamingju með þessa viðurkenningu. Það er ekki nóg með að þau hafi byggt upp Þórbergssetur að Hala heldur voru þau brautryðjendur að siglingum á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. Þau hafa verið frumkvöðlar á ýmsum sviðum, t.d. leituðu þau að heitu vatni í landi Hala, þar sem Fjölnir hafði vísbendingar um volgrur. Úr varð heitt vatn til silungseldis. - Til hamingju Fjölnir og Þorbjörg! - Þið hafið sýnt að ýmislegt er hægt að gera í sveitum landsins.
mbl.is Þórbergssetur hlaut nýsköpunarverðlaun SAF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvænt útspil

Ég átti nú ekki von á miklu frá þessum dreng og mér finnst hann alltaf hafa verið hálfgerður spjátrungur á þingi. Þess vegna er þetta óvænt útspil. Þetta er hins vegar ágætis innlegg hjá honum en hann mætti muna að þetta eru Nató þjóðir, sem eru að beita fjárkúgunum á okkur núna. Enga breska "hervernd," enda er hún bæði óþörf og kostnaðarsöm. Komdu því næst til skila strákur!
mbl.is Gagnrýndi bresk stjórnvöld harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýralækna í bankaráðin

Árni segir fagleg sjónamið verða viðhöfð þegar skipað verður í bankaráðin. Fyrsti íslenski fjármálaráðherrann er dýralæknir þá hljóta formenn bankaráðanna að verða dýralæknar. Dýralæknar eru líka alvanir að sýsla með fé.
mbl.is Ný bankaráð fyrir vikulok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En KR?

Ætli karlinn selji KR líka?
mbl.is Björgólfur íhugar að selja West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú ætti að slá af ohf-væðinguna

Er ekki rétt að slá af alla ohf-væðingu núna? Hún er bara undanfari einkavinavæðingar eins og við erum að súpa seyðið af þessa dagana. Ríkisvaldið ætti að slaka aðeins á núna og skoða uppruna og afleiðingar bankahrunsins eftir óhefta einkavæðingu og læra af reynslunni.
mbl.is Keflavíkurflugvöllur ohf tekur við um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipuleggja snjóruðning betur

Það sem helst hefur vakið athygli mína eftir að ég fluttist hingað til Akureyrar í fyrravetur er hve seint er farið af stað á morgnanna með snjómokstur á helstu umferðargötum. Umferðin virðist alltaf ná að þjappa snjóinn áður en rutt er, sem leiðir af sér mikla hálku og varasöm hjólför. Það þarf að ryðja allar helstu umferðaræðar áður en umferð hefst og þá þurfa menn hvorki salt né sand. Legg til að snjóruðningurinn á Akureyri verði endurskoðaður og skipulagður betur.
mbl.is Alvarlegt og óviðunandi ástand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Boga

Þetta er virðingarvert af Boga. Hins vegar er það svo í þessu litla samfélagi okkar Íslendinga að fjölskyldutengsl eru mikil. Ekki síst hjá lögræðingum því sú starfstétt virðist ganga í erfðir öðrum stéttum fremur. En ég ætla rétt að vona að þessi ákvörðun Boga verði öðrum til fyrirmyndar. Gott hjá Boga


mbl.is Bogi Nilsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá stjórn Stapa

Nú er ég stoltur af mínum lífeyrissjóði. Að vísu er ég ekki með lán hjá sjóðnum en þessi ákvörðun er innlegg í baráttuna við verðbólguna. Kannski verður þetta til að rýra eitthvað mín lífeyrisréttindi en að ná niður verðbólgu er samt æskilegri kostur. Þetta er gott hjá stjórn Stapa og til fyrirmyndar.


mbl.is Vaxtalækkun hjá Stapa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfgefið

Það er auðvitað sjálfgefið að nota þessa peninga í að efla Landhelgisgæsluna. Hún þarf á þessu að halda og þjóðin líka. Kostar þetta ekki um hundrað milljónir eða kannski helmingi meira nú eftir gengisfallið? Meðan Ægir og Týr liggja bundnir við bryggju er þetta ekki verjanlegt, enda bara pjátur. Hugsanlegir óvinir okkar vita alltaf hvenær þetta eftirlit með undarlega nafninu fer fram. Ef einhverjar þjóðir vilja vera í dátaleik ókeypis hérna gerir það ekkert til.


mbl.is Stjórnvöld afþakki loftrýmiseftirlit Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband