Hvaða Austlendingar?

Hvað er að þarna á mbl.is? Austlendingar? Hvaða þjóðfélagshópur er það? Frá fornu fari hafa íbúar Austfirðingafjórðungs kallast Austfirðingar. Allt tal um Austlendinga er bull.
mbl.is Austlendingar þakka Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Hafliðadóttir

Egilsstaðabúi af norskum ættum? (fra östlandet???)

Jóhanna Hafliðadóttir, 8.11.2008 kl. 17:47

2 identicon

Já þetta hljómar líka hrikalega, og hef aldrei séð þetta notað!

Andrir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Blommi takk fyrir en Jóhanna það er enginn Eglsstaðabúi til en Héraðsmenn og þeir eru Austfirðingar.

Haraldur Bjarnason, 8.11.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Halli kíktu á bloggið mitt. Ég var að setja inn nýtt myndaalbúm

Sigurbrandur Jakobsson, 8.11.2008 kl. 18:21

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég er hálfur Austfirðingur þó af Jökuldal sé. Þá meina ég ekki rallhálfur ef einhver skildi vilja skilja það þannig.

Víðir Benediktsson, 8.11.2008 kl. 18:24

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég bjó á Héraði i 20 ár og taldi mig alltaf Austfirðing á þeim tíma Sigurður Helgi, eins og Víðir bendir á eru Jökudælingar líka Austfirðingar. Allt annað er bara bull.

Haraldur Bjarnason, 8.11.2008 kl. 18:29

7 identicon

Ég hef nú aldrei flokkað Jökuldælinga undir Héraðsmenn, en ég er nú viss um að almennt kalli Egilsstaðabúar sig Austfirðinga.

Andrir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 23:07

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þegar ég bjó austur á fjörðum var nú oft talað um þá sem bjuggu upp á héraði sem héraðsstubba, en ekki austfirðinga.  En ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég hafi séð talað um austlendinga.

Axel Þór Kolbeinsson, 9.11.2008 kl. 00:54

9 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

ja, svo mikið er víst, ég er AUSTFIRÐINGUR, ekki Austlengingur

Og jú, mikið rétt, við hérna niður á fjörðum höfum oft kallað Egilsstaðabúa Héraðsstubba og svo hafa þeir kallað okkur einhverju nafni sem ég man nú ekki, en ástæðan getur verið sú að það er ekkert merkilegt frekar en nafnið Héraðsstubbar- við erum öll (og Jökuldaglur líka) Austfirðingar...

kveðja frá Esk...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:47

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sko þegar ég bjó á Egilsstöðum var ég Húsvíkingur,,,,,,,,, Víst heyri ég talað um Egilsstaðabúa! Það er ekkert að því.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband