Sorglegt

Það er sorglegt að þetta gróna og góða fyrirtæki skuli verða gjaldþrota. Þetta hefur verið öflugasta verktaka- og byggingafyrirtæki á Egilsstöðum í nærri þrjá áratugi. Þegar hundrað manna fyrirtæki í um 3.000 manna byggðarlagi fer yfir um er það mjög mikið áfall. Eins hlýtur þetta að vera áfall fyrir Kaupfélagið. Ég ætla vona að hægt verði að koma upp öflugri atvinnustarfsemi á Egilsstöðum að nýju á grunni Malarvinnslunnar.

Egilsstaðir 013 Frá Egilsstöðum


mbl.is Malarvinnslan gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þarna geta 250 -300 manns hafað haft viðurværi sitt af, svo í 3000 manna byggðarlagi er þetta mjög stór skellur.

Því er ekki spurninginn aukum kvótan og reynum að stuðla að því að ungir menn og konur geti farið að skapa sér sjálf atvinnu og gott gengi.

Sigurbrandur Jakobsson, 7.11.2008 kl. 16:53

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svo merkilegt sem það er, þá kemur kvótaaukning Egilsstöðum til góða, þótt langt inn í landi sé. Það hafa nefnilega margir sjómenn búið á Egilsstöðum í gegnum tíðina.

Haraldur Bjarnason, 7.11.2008 kl. 16:58

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

skelfilegt

Hólmdís Hjartardóttir, 7.11.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband