Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Hvað með einstaklinga?
14.11.2008 | 13:16
![]() |
Greiðslu álags á staðgreiðslu skatta frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skynsamir Skagamenn
13.11.2008 | 23:13
![]() |
Stjórnendur Seðlabankans víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Frábært
13.11.2008 | 22:05
![]() |
Akureyri lagði FH í Krikanum, 34:32 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hann fór eftir leikreglum
13.11.2008 | 21:05
Björgólfur Guðmundsson. mbl.is/Kristinn
BJöggi
Svona var fyrirsögnin sem blasti við lesendum mbl.is þegar þetta er skrifað. Eflaust er þetta eitthvert vinnuheiti blaðamanns, en það er ekki afsökun. Fjölmiðill á að gera þá lágmarks kröfu til síns starfsfólks að það vandi vinnubrögðin. - Annars fannst mér Björgólfur nokkuð hreinskilinn í þessu Kastljóss viðtali. Þetta er góður karl, sem hefur margt gott látið af sér leiða.....en.......útrásin fór með hann. Hann bendir hins vegar á að hann og hans menn hafi alltaf farið eftir leikreglum. Hann hefur samúð með fólki sem lendir illa úti núna og ég er viss um að ef hann á einhverja möguleika til að hjálpa, þá gerir hann það. Hverjir bjuggu til leikreglurnar? - Hér á landi voru það Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.
![]() |
Skuldir lenda ekki á þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hvernig er lítið fjölmenni?
13.11.2008 | 20:21
Mikið fjölmenni er á almennum félagsfundi í VR sem haldinn er á Grand hóteli í kvöld. Svona byrjar frétt mbl.is. Þess vegna spyr ég: Hvernig er lítið fjölmenni? - Lágmarks kunnátta í íslensku á að vera krafa hvers fjölmiðils til starfsmanna sinna. Annars fagna ég því að félagar VR skuli fjölmenna á fund sem fjallar um siðleysi formannsins.
Burt með spillinguna
![]() |
Fjölmenni á VR fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Solla, við erum hætt að trúa
13.11.2008 | 19:02
Hve oft hafa ráðamenn þjóðarinnar sagt að málin séu að leysast í dag eða á morgun? - Þjóðin er hætt að trúa. Nú kemur í ljós að það sem Geir sagði um daginn að við myndum ekki láta kúga okkur var lygi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur verið gerður að innheimtustofnun fyrr Breta og Hollendinga og ekkert er horft til þess hvort okkur beri að borga þetta eða ekki. Þetta er kúgun. Andskotans Bretarnir eru alltaf samir við sig og hafa alltaf verið. Þetta fallna nýlenduveldi hefur alla tíð kúgað smáþjóðir og okkur tvisvar áður en þá sigruðum við. Nú ætlum við að láta undan. Solla ætlar meira að segja að leyfa Bretum að leika sér í stríðsleik hér á landi. Hafi hún skömm fyrir þessa undirlægju en við eigum samt að senda reikninginn til Björgólfanna og setja lög um að kyrrsetja eignir þeirra hvar sem til þeirra næst.
![]() |
Von um niðurstöðu í IceSave-deilu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eins gott að heilbrigðiskerfið er ekki allt einkavætt
13.11.2008 | 16:07
Eins gott að ekki er búið að einkavæða meira í heilbrigðiskerfinu. Þetta dæmi sýnir eins og mörg önnur einkavæðingardæmi að það má ekki sleppa takinu af ríkisrekstri í heilbrigðiskerfinu. Það er margfalt verra en bankahrun ef gjaldþrotahrina yrði í einkavæddu heilbrigðiskerfi. Er þetta ekki annars sama fyrirtækið og bauð í áfangaheimilarekstur fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og einkavinir í borgarstjórn Reykjavíkur byrjuðu á semja við. Sem betur fer gat fyrirtækið ekki staðið við það tilboð og samið var við SÁÁ. Vonandi er bankahrunið og allt sem því fylgir nægileg viðvörun til að einkavinavæðingardraumarnir leggist af.
![]() |
Heilsuverndarstöðin í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á ekki að þurfa að ræða þetta
13.11.2008 | 13:24
![]() |
Árétta andstöðu við loftrýmisgæslu Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ruðning allan sólarhringin
12.11.2008 | 22:31
![]() |
Harður árekstur á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er þetta svona Intrum?
12.11.2008 | 21:06
Heldur forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins virkilega að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sé eins og Intrum, einhverskonar rukkunarfyrirbæri? Kannski handrukkarar? Svona pólitískir, siðspilltir stjórnendur alþjóðastofnunar eiga ekki rétt á sér. Leitum til alþjóðadómstólsins í Haag. Látum ekki kúga okkar.
Burt með spillinguna!
![]() |
Aðstoð háð sættum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)