Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Sammála

Sammála ungum Reykjavíkurkrötum. Er ekki bara kjörið að kjósa í mars eða apríl? Þannig hafa flokkarnir smá tíma til að skipta um fólk, sem er nauðsynlegt áður en gengið er til kosninga að nýju. Ekki ætlumst við til þess að sama liðið verði í framboði og er á þingi núna.
mbl.is Vilja kosningar í upphafi nýs árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáni!!!!

Hef ekket nema gott eitt að segja um lögreglu á Akureyri. Þeir hefðu örugglega getað náð niður fánanum sjálfir. Held frekar að þessi frétt segi meira um blaðamenn mbl.is


mbl.is Sjóræningjafáni við Landsbankann á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með Breta

Hve oft er búið að segja okkur að lausn sé í sjónmáli? - Skil ekki þessa undirlægju gagnvart Bretum. - Burt með þá úr okkar lögsögu eins og alltaf þegar þeir hafa troðið á okkur. - Sendiherra þeirra  heim og spörum okkur breskt sendiráð.
mbl.is Icesave: Lausn í sjónmáli?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki Aumingi?

Nafnið Þor er samþykkt. Hvernig beygist það? Þor um Þor frá Þori til Þors, eða Þor um Þor frá Þor til Þor......veit ekki. Þor hlýtur að tákna hugrekki. Því legg ég til að nafnið Aumingi verði líka samþykkt sem andstæða. Það er einfalt að beygja: Aumingi um Aumingja frá Aumingja til Aumingja.......Mannanafnanefnd er rugl.
mbl.is Aðólf, Júní, Maríkó og Skugga samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer ekki þessu dauðastríði að linna?

Skiptir engu hver verður formaður í Framsókn. Ætla Siv og Páll að taka að sér varnir fyrir einkavinavæðinguna og allt það sem hefur gengið á í Framsóknarstjórnum undanfarinna áratuga. Það er ótrúlegt hve andlát þessa flokks hefur tekið langan tíma. Vonandi að þessu dauðastríði fari að linna. Það er öllum fyrir bestu.


mbl.is Formannsslagur í Framsókn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

..framsóknarmenn

Hef aldrei skilið framsóknarmenn og skil þess vegna ekki hvers vegna það skiptir einhverju máli hvenær þeir halda sitt flokksþing. Skiptir engu þótt ekkert flokksþing sé haldið enda kemst það eflaust fyrir á hvaða kaffistofu sem er.
mbl.is Framsókn flýtir flokksþingi og tekur fyrir tillögu um aðildarviðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammist ykkar Framsóknarmenn

Sem betur fer er Íbúðalánasjóður það akkeri sem íslenskur almenningur hefur í dag. Allt blaður Guðna og annarra Framsóknarmanna skiptir þar engu. Það voru þeir ásamt Sjálfstæðisflokknum, sem einkavinavæddu bankana án skilyrða. Hefðu þeir verið áfram við völd hefði Íbúðalánasjóður eflaust farið til einkavina líka. Finnur Ingólfs og co hefðu þegið það. Það voru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn sem bönnuðu vísitölu á laun árið 1983 og komu þúsundum fjölskyldna í þrot. Svo koma Framsóknarmenn núna og þykjast vera einhverjir frelsandi englar. Drullist til að skammast ykkar.
mbl.is ÍLS átti að fara í söludeildina eða sláturhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustum á Færeyinga

Bræður okkar og systur í Færeyjum tala af reynslu þegar að krepputali kemur. Það sem Hermann Oskarsson hagstofustjóri Færeyinga segir í þessari frétt er athyglisvert: Í öðru lagi nefnir Hermann alvarleg mistök sem Færeyingar gerðu og varar Íslendinga mjög við: „Við hugsuðum ekki nógu mikið um fólkið í landinu heldur var áherslan lögð á að bjarga fjármagni og fyrirtækjum. Það varð til þess að fólk flutti úr landi í stórum stíl en þið verðið að koma í veg fyrir slíkt, því ef svo margir flytja í burtu verður skellur þjóðarbúsins miklu verri en ella.“ Munum að peningahyggja og græðgi eru ekki það sem skiptir máli. Burt með spillingu og ofurlaunahugmyndir sem byggðar eru á sandi. - Hlustum á aðra sem lent hafa í þessari reynslu. - Takk Færeyingar
mbl.is „Sársaukafullt og tímafrekt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum ekki nýjan flokk - Við þurfum nýtt fólk

"Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar og það stoppar varla síminn hjá okkur. Það er greinilega þörf á nýju stjórnmálaafli sem ber hag fólksins í landinu fyrir brjósti,“  Þetta er haft eftir talsmanni undirbúningsnefndar fyrir stofnun Framfaraflokksins í fréttinni. Nýr flokkur er nefnilega alls ekki það sem þjóðin þarf. Þá dreifast atkvæðin meira, sem kemur aðeins þeim stærsta til góða. Frekar þurfum við nýtt fólk á framboðslista þeirra flokka sem fyrir eru. Fólk með nýjar áherslur og sem er laust við græðgishugsun nýfrjálshyggjunnar.
mbl.is Framfaraflokkurinn stofnaður á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill er máttur bakarans

Ég segi nú bara mikil er máttur bakarans. Í gær samþykkti fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins á Akranesi (en þar ræður Gunni bakari öllu) áskorun um Evrópumál og reyndar um yfirstjórn Seðlabankans líka. Nú er Geir búinn að flýta landsfundi og stofna Evrópunefnd. Var kannski þessi samþykkt Skagamanna í gær bara komin frá honum?
mbl.is Skipuð verði Evrópunefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband