Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Sex fundir!

Sex fundir með Seðlabankastjóra, segir Solla. Þar hefði verið gaman að vera fluga á vegg! Hins vegar virðist ekkert vitrænt hafa komið út úr þessum sex fundum. Enda varla von.
mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getum margt lært af Færeyingum

Við getum margt lært af Færeyingum. Lánskjaravísitala er óþekkt fyrirbæri þar. Þeir eru með sína krónu tengda við þá dönsku. Þeir hafa allt annað fiskveiðikerfi, sem ekki byggir á geldum reiknilíkönum. Þeir vita vel að það þarf að veiða úr fiskistofnunum til að viðhalda þeim. Þeirra helsti ráðgjafi í fiskveiðimálum hefur verið íslenski fiskifræðingurinn Jón Kristjánsson, sem ekki á upp á pallborðið hjá Hafró. Hér mætti auðveldlega auka þorskveiðar mikið og það myndi bara bæta stofninn. Svo ekki sé nú talað um allan gjaldeyrinn sem verður til við það. Færeyingar leggja líka vegi í gegnum fjöllin en ekki yfir þau. Þeir vita að samgöngur skipta miklu. Þeir eiga líka eina farþegaskipið sem siglir til Íslands. Færeyingar eru skrefi á undan okkur á mörgum sviðum. - Enn og aftur þakkir til Færeyinga.
mbl.is Læri af mistökum Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Met í metingi

Allan fjandann er nú hægt að metast um. Þetta er örugglega met í metingi. Að metast um hvort einhver sé meiri Framsóknarmaður en annar. Ég hélt satt að segja að svo lágt gætu menn ekki lagst í metingi. Miðað við störf þessa flokks síðustu áratugina hélt ég að flestir vildu nú fara hljótt með stuðning við þann flokk.
mbl.is „Bjarni móðgar framsóknarmenn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf áminning

Þetta er þörf áminning hjá forystumönnum útgerðarinnar. Það má hreinlega ekki gerast núna að gjaldeyrir skili sér ekki heim að fullu. Eins ættu þeir að beina því til sinna manna að hafa sem mest viðskipti hér heima. Kaupa aðföngin hér. Samherji hefur nýlega gert samning um allar umbúðir við prentsmiðjuna Odda, jafnt fyrir þann fisk sem unninn er hér á landi og hjá dótturfyrirtækjum ytra. Þetta er til fyrirmyndar. Vonandi færist allt viðhald skipa hingað heim aftur, sem og nýsmíði ef einhver verður.
mbl.is Útvegsmenn styðji við krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ellefu á fundi!

Átta hundruð til þúsund manns á fundi í gamla Sigtúni. - Er löggan búin að telja? Hún er alltaf með hendur í vösum þegar hún telur og kemst því aldrei upp í meira en 11!  
mbl.is Troðfullt á fundi á Nasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti skánað aftur

Rétt hjá Birni, aldrei þessu vant er ég sammála honum. Alþingi verður leiðinlegra við brotthvarf Guðna og Bjarna, þeir eru húmoristar, en það gæti orðið skemmtilegra aftur ef Björn Bjarnason hefði rænu á að segja af sér líka. Gæti skánað aftur.
mbl.is Dómsmálaráðherra: „Alþingi verður svipminna og leiðinlegra"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinumst Færeyjum

Gott hjá Ingibjörgu Sólrúnu að bjóða utanríkisráðherra Færeyja í heimsókn. Þessir höfðingjar eiga gott eitt skilið frá okkur og við verðum að gera allt sem við getum til að gjalda þeim greiðann sem fyrst. Hef oft tekið undir með Pella vini mínum á Egilsstöðum á liðnum árum að við ættum að sameinast Færeyjum. Kannski of seint núna, það er ekki þeirra hagur að taka við okkur.
mbl.is Utanríkisráðherra Færeyja í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eru ótrúlegir

Færeyingar eru ótrúlegir. Þeir koma hingað til lands færandi hendi. Árni Math. þarf ekki einu sinni að fara til þeirra að sækja lánið. Þetta eru snillingar. Sama má segja um fylkisstjórann í Tromsö í Noregi, sem býður til sín íslenskum námsmönnum þar, eins og fram kom í útvarpsfréttum í kvöld. Þetta eru snillingar og sannir vinir vina sinna.
mbl.is Færeyski fjármálaráðherrann kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og það án þess að senda tölvupóst

Guðni er greinlega sár í bréfi sínu og finnur greinlega fyrir litlu fylgi við sig innan flokssins. Þessu átti maður nú ekki von að Guðni segði af sér og það án þess að hafa sent tölvupóst í rangar hendur. Tveir Framsóknarmenn úr sama kjördæmi farnir af þingi á einni viku. Fara þeir ekki að lenda í vandræðum með varamenn þarna í Suðurkjördæmi?
mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna?

Hvers vegna að gefast upp fyrir Brown og Darling? Þeir Jarpur og Elska voru bara að ná sér niður á Íslendingum til að hala inn atkvæði hjá Bretum. Geir sagðist aldrei ætla að láta kúga sig en nú hefur það gerst. Auðvitað átti að láta reyna á þetta mál fyrir dómstólum.
mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband