Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Skipbrot landsbyggðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Hvar er nú stefna ríkisstjórnarinnar um að fjölga störfum á landsbyggðinni? Þetta er enn eitt dæmið um skipbrot þessarar stefnu. Við höfum séð skrifstofum Fasteignamats ríkisins lokað bæði á Egilsstöðum og í Borgarnesi og í þessari viku var komið að Byggðastofnun á Sauðárkróki, þar á að fækka störfum. Á Akureyri er búið að byggja upp góðan háskóla með öflugt rannsóknarstarf. Auðvitað á hann að vera með í verkefnum fyrir Lýðheilsustöð eins og um hafði verið talað.
mbl.is Háskólinn á Akureyri ekki hafður með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð og skósveinar hans

Það er ótrúlegt hve langt Davíð og skósveinar hans hafa verið tilbúnir að ganga langt til að koma höggi á Ólaf Ragnar. Ofsóknir Davíðs gegn þeim, sem honum þóknaðist ekki í gegnum tíðina, sína vel hroka hans og einræðistilburði. Gaman væri að vita hvaða hugmyndir Júlíus hefur haft um kransinn á Austurvelli. Hvort hann ætlaði að láta Davíð bera hann. Það hefði verið skrautleg sjón því sá rindill hefði nú varla valdið kransinum.
mbl.is Efasemdir um hlutverk forseta 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissi Baldur ekki á hvaða fundi hann var?

Miðað við fréttir undanfarið þá virðast nú fleiri en almenningur ekki hafa vitað um þennan fund. Ráðuneytisstjórinn sjálfur virðist ekki hafa vitað á hvaða fundi hann var og hvað var rætt þar. Síðan kemur hann heim, sakleysið uppmálað og selur bréf sín í Landsbankanum. Auðvitað á Baldur Guðlaugsson að víkja úr ráðuneytisstjórastól meðan málið er rannsakað ofan í kjölinn og spurning hvort yfirmaður hans, fjármálaráðherrann, ætti ekki að gera það líka. Hann hlýtur að hafa vitað á hvaða fund ráðuneytisstjóri hans fór. - Burt með spillinguna.


mbl.is Almenningur vissi ekkert um fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fyrir áhöfnina en hvað með nýtingu?

Það er arðvænlegt að vera á frystitogara núna. Gengisfallið skilar sér beint til áhafnanna en sú er ekki raunin með aðra sjómenn, þar sem milliliðir hirða hagnaðinn. Svo er hins vegar spurning í öllum þessum þrengingum núna hvort ekki ætti að setja strangari kröfur á útgerð frystitogara um að koma með allan afla í land? Hausar og dálkar eru verðmæti sem hægt er að þurrka og selja með góðum arði. Hvergi meira brottkast en á frystitogurum. Nýting sjávarafurða er hvergi verri en á frystitogurum. Milljarðar fara í súginn.
mbl.is Aflaði fyrir 223 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiknilíkanadýrkun kerfiskarla

Af hverju eru íslensk stjórnvöld bjartsýn á að Íslendingum verði boðið að samningaborðinu um stjórn makrílveiða á næsta ári? Er ekki einfaldast að veiða bara allan þann makríl sem fæst innan íslenskrar lögsögu á meðan hinar þjóðirnar segja hann ekki til í íslenskri lögsögu? Svo þarf auðvitað að vinna þennan makríl til manneldis, þetta er einn besti fiskur sem til er. Meðan það er ekki gert og hann bræddur með öðrum gúanófiski viðurkennir engin þjóð tilvist hans í lögsögunni. Ef það er mikilvægt út af einhverjum hagsmunum. Kolmunni átti nú ekki að vera til í íslenskri lögsögu fyrir nokkrum árum en allir vita hver þróunin hefur verið þar. Hvað þá skötuselur upp í fjörum víða við landið. Það er eins í þessu og öðru hvað varðar fiskveiðar. Aldrei tekið mið af breytingum í lífríki hafsins, heldur eingöngu miðað við reiknilíkön, sem ekki ganga upp lengur. Dæmigerði kerfisafgreiðsla og því miður það sem viðurkennt er sem vísindi í fiskifræðinni.
mbl.is Bjartsýn á makrílsamning 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nýi Seðlabankinn"

Augnablik! Geir, Davíð og Framsókn settu þetta Fjármálaeftirlit á stofn á sínum tíma. Nú eru Solla og Geir sammála um að sameina eigi það Seðlabankanum. Solla segir lykilatriði að Seðlabankinn og stjórnvöld séu sammála um það hvernig staðið sé að þessu. Er ekki einfaldast að stofna "Nýja Seðlabankann" eins og gert var með viðskiptabankana. Losna við Davíð í leiðinni. Er það annars ekki alþingi sem hefur lokaorðið í öllu svona en ekki Solla, Geir og Davíð.
mbl.is Nauðsynlegt að vera samstiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott framtak

Þetta er flott hjá Albert. Hann hefur alltaf verið hugmyndaríkur og óhræddur við að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Þegar hann var skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað fyrir um 20 árum kom hann meðal annars af stað nýjungum í fullorðinsfræðslu og fjarnámi, sem síðan var nýtt sem fyrirmynd víða. Flott framtak Albert. Þú stendur þig. 
mbl.is Vefur um íslensk málefni vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað eiga þau að lækka

Það hlýtur að liggja ljóst fyrir að laun æðstu embættismanna lækki núna fyrst þau voru hækkuð til samræmis við þensluna. Forsetinn hefur þegar lagt þetta til og kjararáð hlýtur að sjá þetta líka, þótt maður hafi nú ekki mikið álit á því apparati eftir ákvarðanir þess á síðustu árum.
mbl.is Laun embættismannanna lækkuð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strandsiglingar eru framtíðin

N4 er athyglisvert sjónvarp, þar er sjónvarpað svæðisbundnum fréttum af Norðurlandi og þar er bein útsending frá bæjarstjórnarfundum á Akureyri. Var að horfa á beina útsendingu frá bæjarstjórnarfundi núna og þar voru strandsiglingar aðalmálið. Sýnt var fram á að strandsiglingar eru nauðsynlegar og góðar fyrir landsmenn alla. Allir flokkar á Akureyri virðast sammála um þetta. Strandsiglingar eru framtíðin, léttum álaginu af þjóðvegunum. Framleiðslufyrirtæki á Akureyri eru í tómu tjóni út af flutningskostnaði.

Samnýtum sendiráðin

Allt þetta sendiráðakerfi sem við erum með út um allan heim þarf að nýta betur. Mér finnst það gott mál að leyfa Færeyingum aðgang að þeim. Þeir hafa ekki verið að bruðla í þessum efnum eins og við en nú getum við kannski goldið þeim eitthvað upp í þeirra hjálpsemi. Samnýtum sendiráðin fyrir Ísland og Færeyjar.
mbl.is Íslensk sendiráð aðstoði Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband