Reiknilíkanadýrkun kerfiskarla

Af hverju eru íslensk stjórnvöld bjartsýn á að Íslendingum verði boðið að samningaborðinu um stjórn makrílveiða á næsta ári? Er ekki einfaldast að veiða bara allan þann makríl sem fæst innan íslenskrar lögsögu á meðan hinar þjóðirnar segja hann ekki til í íslenskri lögsögu? Svo þarf auðvitað að vinna þennan makríl til manneldis, þetta er einn besti fiskur sem til er. Meðan það er ekki gert og hann bræddur með öðrum gúanófiski viðurkennir engin þjóð tilvist hans í lögsögunni. Ef það er mikilvægt út af einhverjum hagsmunum. Kolmunni átti nú ekki að vera til í íslenskri lögsögu fyrir nokkrum árum en allir vita hver þróunin hefur verið þar. Hvað þá skötuselur upp í fjörum víða við landið. Það er eins í þessu og öðru hvað varðar fiskveiðar. Aldrei tekið mið af breytingum í lífríki hafsins, heldur eingöngu miðað við reiknilíkön, sem ekki ganga upp lengur. Dæmigerði kerfisafgreiðsla og því miður það sem viðurkennt er sem vísindi í fiskifræðinni.
mbl.is Bjartsýn á makrílsamning 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er með eina spurningu ef það verður úthlutaður kvóti á makríl hver á þá að fá aflaheimildirnar? Eigum við að gefa útgerðunum hann einsog við gerðum um árið? sem eru bara búnar að skuldsetja sig uppfyrir haus!!!!!!

togarajaxl (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 01:23

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég held að það hljóti að verða gert meðan núverandi fiskveiðikerfi er við líði. Þeir sem hafa verið að veiða makríl fá hann í hlutfalli við veiðina. Það breytist ekki nema að breyta fiskveiðikerfinu.

Haraldur Bjarnason, 20.11.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband