Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Skil ekki

Segi bara enn og aftur að ég skil ekki hvers vegna einhver strákgutti er settur inn fyrir að hífa upp Bónusfána við Alþingishúsið meðan allir sem þar starfa ganga lausir. Þeir sem eru innan dyra eru búnir að setja þjóðina á hausinn. Þetta er fáránlegt.
mbl.is Fanganum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve margir alþingismenn verða handteknir

Handtekinn!! Einhver strákbjáni sem hengir Bónus fánann á Alþingishúsið fær hugsanlega dóm. Þeir sem eru innandyra í Alþingishúsinu eru búnir að koma þjóðinni í þrot. Hversu margir þeirra verða handteknir og dæmdir?
mbl.is Bónusfánamaður handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gera óréttlæti löglegt

Ekki ætla ég að leggja mat á hvort áfengisálagning ríkisins sé í lagi eða ekki. Hitt er annað sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir í þessari frétt, sem er þetta: "Athuga verði hvort breyta þurfi lögum í því samhengi."  Sem sagt ef ríkið gerir rangt gagnvart þegnunum þá er bara að breyta lögunum þannig að óréttlætið verði löglegt.


mbl.is Álagning ÁTVR ólögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekkert að Geir?

"Það er ekkert upp á hann eða starfsfólk Fjármálaeftirlitsins að klaga,“ sagði Geir. Starfsfólk FME hafi lent í aðstæðum sem enginn gat séð fyrir." Þetta er haft eftir Geir í fréttinni. Er það ekki einmitt þetta fólk, sem þarna starfar, sem átti að hafa eftirlit með útrásargæjunum og stöðva ofurvöxt bankakerfisins? Bæði Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn brugðust í sínu eftirliti. Þarna þarf að hreinsa til og stofna nýtt yfirapparat peningamála með nýju fólki. Er ekkert að Geir?
mbl.is Frammistaða FME ekki undirrót sameiningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeim er þá ekki alls varnað

Jæja, þeim er ekki alls varnað greyjunum. En er ekki Kjararáð annars algjörlega sjálfstætt? Ef Geir getur haft áhrif á ráðið til að lækka launin, hefur hann þá ekki líka haft áhrif þegar þau voru hækkuð?
mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið besta mál

Mér sýnist á öllu að þetta sé hið besta mál sem Róbert Wessman er að skoða og óþarfi hjá nýjustu framsóknarkellunni að gera þetta tortryggilegt með barnalegri fyrirspurn á Alþingi. Nær hefði verið að kynna sér málið fyrst. Annars sakna ég þess að Háskólinn á Akureyri skuli vera út undan í þessu rannsóknarverkefni. Sérstaklega þar sem Lýðheilsustöð hafði þann ágæta háskóla ekki heldur með í rannsóknarverkefni sínu.  Því miður er sjóndeildarhringurinn mjög skertur hjá mörgum sem koma að svona málum.
mbl.is Heimsókn að frumkvæði Róberts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirklór frá týndum þingmanni

Ég er viss um að Jón er skíthræddur við kosningar, þótt hann segi annað. Það að Björgvin og Þórunn vilji kosningar er auðvitað skynsamlegt. Það þarf að stokka upp í öllu kerfinu áður en ný sókn hefst á ný. Flokkarnir þurfa smá tíma til að endurnýja í sínu liði og svo á líka að grípa tækifærið og búa til nýja yfirpeningastofnun með sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þar þarf að fá góðan fagmann til að stjórna og um leið er auðvelt að losna við Davíð. Þetta rugl í Jóni um þreytu Þórunnar og Björgvins er bara yfirklór frá týndum þingmanni, sem lítið hefur heyrst frá og er því án efa óþreyttur.
mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða Árni?

Augnablik......Í fréttinni er alltaf sagt frá Árna Finnssyni.... Mér sýnist þetta hins vegar vera Finnur Árnason, sonur Árna Grétars Finnssonar, lögfræðings og bæjarfulltrúa í Hafnarfirði í mörg ár. Hann var aftur sonur Finns Árnasonar, málarameistara á Akranesi.

Mér sýnist búið að leiðrétta þetta núna átta mínútum síðar. 


mbl.is BT verslanir undir hatt Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumur Geir

Geir Haarde var eins og krakki í höndunum á Helga Seljan í kvöld. Hann var aumur í höndum þessa sama manns og hann kallaði dóna og fífl eftir fund í Iðnó á dögunum. Geir viðurkenndi ýmis mistök sem hefðu leitt til afsagnar hvaða ráðherra sem er í lýðræðisríki. Hann er líka tilbúinn að halda Davíð þrátt fyrir allt hans klúður. Að vísu var ekkert minnst á eftirlaun æðstu stjórnenda landsins sem styttist í að Guðni geti notfært sér. Ég skil hins vegar ekki af hverju Guðni er á launum núna. Ef einhver segir upp þarf hann að vinna sinn uppsagnarfrest til að fá laun en Guðni hættir, labbar út, við þurfum að punga út launum fyrir hann og varaþingmann. -Burt með spilllinguna og eftirlaunalögin. - Helgi minn, þú stendur þig vel!
mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara einn ökumaður

Þetta er athyglisvert: Einn ökumaður var í bílnum - Sem betur fer slasaðist þessi eini ökumaður ekki en kannski hefði farið verr ef ökumennirnir hefðu verið fleiri.
mbl.is Bílvelta við Hvolsvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband