Aumur Geir

Geir Haarde var eins og krakki í höndunum á Helga Seljan í kvöld. Hann var aumur í höndum þessa sama manns og hann kallaði dóna og fífl eftir fund í Iðnó á dögunum. Geir viðurkenndi ýmis mistök sem hefðu leitt til afsagnar hvaða ráðherra sem er í lýðræðisríki. Hann er líka tilbúinn að halda Davíð þrátt fyrir allt hans klúður. Að vísu var ekkert minnst á eftirlaun æðstu stjórnenda landsins sem styttist í að Guðni geti notfært sér. Ég skil hins vegar ekki af hverju Guðni er á launum núna. Ef einhver segir upp þarf hann að vinna sinn uppsagnarfrest til að fá laun en Guðni hættir, labbar út, við þurfum að punga út launum fyrir hann og varaþingmann. -Burt með spilllinguna og eftirlaunalögin. - Helgi minn, þú stendur þig vel!
mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já afhverju á maður sem gengur út úr sinni vinnu rétt á launum?   Mér fannst Geir svo sem svara ágætlega spurningum Helga....játaði mistök bæði hjá sér og DO....en telur eftir sem áður að þeir séu hæfastir til að leiða þjóðina áfram...........................arghhhhhhhh

Hólmdís Hjartardóttir, 20.11.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, yfirgungan var ekki upp á marga fiska!

Jóhann Elíasson, 20.11.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband