Skammist ykkar Framsóknarmenn

Sem betur fer er Íbúðalánasjóður það akkeri sem íslenskur almenningur hefur í dag. Allt blaður Guðna og annarra Framsóknarmanna skiptir þar engu. Það voru þeir ásamt Sjálfstæðisflokknum, sem einkavinavæddu bankana án skilyrða. Hefðu þeir verið áfram við völd hefði Íbúðalánasjóður eflaust farið til einkavina líka. Finnur Ingólfs og co hefðu þegið það. Það voru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn sem bönnuðu vísitölu á laun árið 1983 og komu þúsundum fjölskyldna í þrot. Svo koma Framsóknarmenn núna og þykjast vera einhverjir frelsandi englar. Drullist til að skammast ykkar.
mbl.is ÍLS átti að fara í söludeildina eða sláturhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er famsóknarflokkurinn ennþá til? Nei þeir eru sko sekirÞ

Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 13:06

2 identicon

                     KEMPUR   ha ha.

j.a. (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 13:41

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þeir eru veruleikafirrtir og kunna ekki að skammast sín

Sigrún Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 14:13

4 identicon

Framsóknarflokkurinn er "guilty as Hell" þegar kemur að öllu því svartasta úr því svartamyrkri spillingar og glæpa, sem við erum nú að fá framan í okkur úr undirdjúpum nýfrjálshyggju og einkavinavæðingar. Hver fór með bankamálin lengst af síðustu þrjú kjörtímabil? Guðni er náttúrulega bara úreltur bullukollur. En Halldór Ásgr. Valgerður og Finnur Ingólfsson voru helstu gerendur í bankasölumálunum og voru komin á flugferð með að leggja ÍLS niður, átti að gera hann að heildsölubanka í fyrsta skrefi, skv. þeirra eigin skilgreiningu. Nei, Guðni Ágústsson, það eru ekki allir íslendingar með gullfiskaminni. Sem betur fer.

Bóbó (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 14:19

5 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Það er ekkert annað en ómerkileg lygi að halda því fram að Framsóknarflokkurinn hafi verið á einhverri leið með að leggja niður eða einkavæða ÍLS. Hann er og hefur verið varinn með kjafti og klóm af öllum stofnunum flokksins og út í eitt.

Stefán Bogi Sveinsson, 18.11.2008 kl. 11:38

6 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Nei, ég biðst afsökunar. Ómerkileg lygi var það kannski ekki. En ekki er það satt né rétt, hvað sem þið kunnið að halda. 

Stefán Bogi Sveinsson, 18.11.2008 kl. 11:40

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessi hugmynd um að breyta sjóðnum í heildsölubanka og láta bankana um íbúðarlánin var nú samt upp á borðinu í stjórnartíð Framsóknar Stefán Bogi. Það var bara fyrsta skrefið í einkavæðingarátt.

Haraldur Bjarnason, 18.11.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband