Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Misskilin vísindi valda vanda

Það er hreint ótrúlegt að ekki skuli veitt meira af þorski þessa dagana. Einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar hér á Akranesi að enginn einasti bátur væri með þorskanet í sjó á hábjargræðistímanum um miðja vetrarvertíð. Sjórinn er fullur af fiski en enginn má veiða. Bátar eru orðnir kvótalausir og enn tæpir 5 mánuðir í nýtt fiskveiðiár. Menn fara hér rétt út fyrir með handfæri og það er fiskur á hverjum króki um leið. Breiðafjörður er fullur af síld sem ekki má hreyfa við. Þar áætla menn um 500 þúsund tonn. Þegar Hafró mældi 400 þúsunda tonna síldarstofn á sínum tíma voru leyfðar veiðar á 100-130 þúsund tonnum. Nú voru veidd 47 þúsund tonn.

Svokölluð vísindi Hafrannsóknarstofnunar hafa brugðist gjörsamlega og þeim neyðast starfandi sjávarútvegsráðherrar hverju sinni til að fylgja. Það er ekki hægt að geyma fisk í sjónum og bíða þess að hann stækki. Nú þegar eru ákveðin svæði ofsetin og þá gerist það að fiskurinn byrjar að éta undan sér eða fer á fjarlægar slóðir. Við erum jafnvel að ala upp fiskistofna fyrir aðrar þjóðir. Fiskurinn hefur sporð og hann, eins og aðrar skepnur heimsins, leitar þangað sem hann hefur það best. Við mennirnir erum hluti af lífkeðjunni og okkur er ætlað að veiða okkur til matar. Misskilin vísindi breyta þar engu.


mbl.is Dalvíkingar vilja veiða meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Auðvitað gerist það í þessu dæmi að eftir því sem lánsupphæðirnar voru hærri þeim mun fleiri krónur eru afskrifaðar. En hvað með það? Lánastofnanirnar tóku veð í bílunum og bjuggust greinilega við að þeir myndu standa undir lánunum ef á reyndi. Þannig á það líka að vera. Þess vegna er eðlilegt að allt sem umfram er sé afskrifað. Það er þessara lánastofnana að taka ábyrgð á því sem þær gerðu. Ekki þeirra sem settu veð fyrir láninu. Veðið er til staðar en bara mun verðminna en lánastofnanirnar gerðu ráð fyrir. Ég öfundast ekkert út í þá sem keyptu dýra bíla og hef aldrei gert. Þeir eru í mun verri málum nú en við hin.
mbl.is Lán dýrra bíla afskrifuð mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ráða í réttri röð

Auðvitað eru þau Sigmar og Þóra vel að því komin að ritstýra Kastljósinu. Líklega er enginn færari til þess en þau innan RÚV. En hefði ekki verið eðlilegri röð að ráða fyrst dagskrárstjóra og hann réði síðan ritstjóra fyrir Kastljósið. Dagskrárstjórinn er jú næsti yfirmaður ritstjóranna.

Hlutirnir eru flestir svolítið öfugsnúnir hjá RÚV þessa dagana.


mbl.is 37 sóttu um starf dagskrárstjóra RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augnablik!

Augnablik! Samkeppnisfæran sjávarútveg. Er hann ekki að tala um atvinnugreinina sem skuldar hátt í 600 millljarða þrátt fyrir þetta dásemdarkvótakerfi? - Svo kemur þessi kostulega setning frá Gunnþóri sem segir meira en margt annað um þetta fiskveiðikerfi: „Við Austfirðingar höfum ekki farið varhluta af þeirri þróun sem fylgdi i kjölfarið. Útgerðaraðilum hefur fækkað, við erum ekki með marga einyrkja í útgerð. Þeir hafa runnið inn í önnur félög og aðilar hafa selt frá sér heimildir." - Það var málið. Þegar ég flutti til Norðfjarðar, sem nú er heimabær Gunnþórs, árið 1986 voru 120 smábátar gerðir út þaðan. Ætli þeir séu nema svona 5 núna. Græðgin sem einkennir kvótakerfið varð smábátaúgerð víða um land banabiti og fjármunirnir fóru úr sjávarútveginum í allskonar annað brask.

LÍÚ bullið er engu líkt í þversögnunum.


mbl.is Þurfum samkeppnisfæran sjávarútveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruglið í LÍÚ

Hann er kostulegur áróðurinn sem streymir frá áróðursmaskínum LÍÚ þessa dagana og þetta kaupir Mogginn hrátt. Mætti ætla að einhver væru tengslin. Þótt einhverjir trillukarlar hafi farið einhver nokkur kíló umfram 800 kíló á dag eða verið klukkutímanum lengur á sjó eða ekki er smámál miðað við allt brottkastið og svindlið sem viðgengst á LÍÚ skipunum. Þeir eru nokkrir trillufarmarnir sem fara til spillist þar.

Annars má leysa þetta 800 kíló mál með því að í reglunum sé kveðið á um tvö sléttfull 400 kíló kör því enginn trillukarl getur vigtað um borð. Nokkur kíló til eða frá skipta engu. Þessi áróður LÍÚ er barnalegur eins og flest allt sem kemur af þeim bæ. Skil ekki hvernig ágætur maður eins og Adolf Guðmundsson vill láta bendla sig við formennsku í þessum samtökum.

Ruglið í LÍÚ ríður ekki við einteyming.


mbl.is Dæmi um 14 brot sama strandveiðibáts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja fólkið þarf leiðréttingu

Þau eru ótrúleg blankheitin sem hrjá nú stéttir sem tengjast fluginu. Samkvæmt þessari frétt virðast flugumferðarstjórar ekki síður illa haldnir en flugvirkjar. Aumingja fólkið verður að fá leiðréttingu sinna mála. Það þarf að hjálpa því að komast í takt við raunveruleikann. Láta það átta sig á atvinnuleysinu í landinu og því að meginþorri landsmanna hefur tekið á sig launalækkanir.
mbl.is Heildarlaun flugumferðarstjóra um 900 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítblankir flugvirkjar

Auðvitað á maður ekki að vera ósáttur við að fólk fari fram á kjarabætur. Þvert á móti ættu allir að fagna því að þær náist fram. Hins vegar finnst manni svolítið skrítið að við þær aðstæður sem eru nú, fjöldaatvinnuleysi og skert kjör alls almennings í landinu, þá skuli fámenn stétt leyfa sér að fella kjarabætur sem samið hefur verið um.

Auðvitað eru flugvirkjarnir skítblankir eins og aðrir landsmenn en er þeim stætt á þessu? Sett hafa verið lög á kjaradeilur hér í landi af minna tilefni en nú og við allt aðrar og betri aðstæður en nú ríkja í þjóðfélaginu.


mbl.is Flugvirkjar felldu samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband