Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Ekki hissa
26.3.2010 | 10:39
Ekki hissa á þessu enda hefur Jón Gnarr margt fram að færa umfram framsóknarmenn og frjálslynda.
Jón Gnarr vinsælli en framsókn og frjálslyndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
HRUNI
25.3.2010 | 09:37
Fimmvörðufjall? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jón og séra Jón
25.3.2010 | 09:22
Mánaðarlaun 334 þúsund að meðaltali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Erfitt að skilja
24.3.2010 | 10:59
Það er erfitt að skilja hvers vegna Sjómannasambandið og Farmanna- og fiskimannasambandið ættu að vera á móti skötuselsfrumvarpinu. Í raun er bara verið að setja í lög heimildir sem sjávarútvegsráðherrar allt frá 2003 hafa nýtt sér til þessa. Þeir hafa árlega bætt við ráðgjöf Hafró um skötusel og allt upp í 800 tonn á ári tvisvar. Þetta ætti að vera sjómönnum til hagsbóta og minnka líkur á að þeir séu neyddir til þátttöku í kvótaleigu eins og því miður er alltof algengt. Það er líka ljóst að Hafró hefur nánast ekkert kannað útbreiðslu skötusels við landið og byggir ráðgjöf sína á afar veikum rökum. Þessum fiski hefur fjölgað ört hér við land vegna breyttra skilyrða í sjónum og það er nokkuð sem Hafró hefur lítið tekið tillit til hingað til.
Getur verið að forsvarsmenn þessara samtaka sjómanna séu undir hælnum á LÍÚ-klíkunni, sem vill sölsa allt til sín og ráða öllu. Það besta fyrir sjómenn væri að ef bætt er við veiðiheimildum í öðrum fisktegundum verði það gert á sama hátt og gert er með skötuselinn.
Sjómenn taka þátt í störfum sáttanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sjávarútvegsráðherrar hafa alltaf farið fram úr ráðgjöf Hafró
23.3.2010 | 17:54
Vilhjálmur Egilsson og Samtök atvinnulífsins ganga nú hart fram að verja málstað örfárra "kvótaeigenda" í landinu. Manna sem telja sig eiga fiskinn í sjónum, sem þó er sameign þjóðarinnar allrar. Jafnvel forseti ASÍ virðist undir hælnum á LÍÚ líka. Þetta væri skiljanlegt ef þessi skötuselslög tækju aflaheimildir af LÍÚ mönnum en svo er ekki. Þeir halda sínu og geta meira að segja eins og aðrir leigt af ríkinu úr viðbótinni við kvótann. LÍÚ hefur haft hátt um að sjávarútvegsráðherra sé að stuðla að ofveiði með að láta veiða umfram ráðgjöf Hafró. Málið er hins vegar það að allir sjávarútvegsráðherrar frá árinu 2003 hafa gefið út meiri veiðiheimildir á skötusel en ráðgjöf Hafró segir til um. Það sést á þessari töflu:
Tafla - Ráðgjöf, heildaraflamark og afli skötusels í tonnum, eftir fiskveiðiárum
2001/02 | Engin ráðgjöf | 1.500 | ....... | 1.101 |
2002/03 | Óbreytt sókn | 1.500 | *261 | 1.363 |
2003/04 | 1.500 | 2.000 | 500 | 1.903 |
2004/05 | 1.500 | 2.000 | 500 | 2.420 |
2005/06 | 2.200 | 3.000 | 800 | 2.832 |
2006/07 | 2.200 | 3.000 | 800 | 2.672 |
2007/08 | 2.200 | 2.500 | 300 | 2.921 |
2008/09 | 2.500 | 3.000 | 500 | 3.400 |
2009/10 | 2.500 | 2.500 |
* mismunur heildaraflamarks og afla 2001/02
Útbreiðsla skötusels hefur aukist mikið hér við land á síðustu árum vegna breyttra aðstæðna í lífríki sjávar. Til dæmis eru dæmi um að grásleppukarlar við Breiðafjörð hafi fengið allt að 8 tonnum sem meðafla í grásleppunetin í fyrra. Án efa var þá miklu af skötusel hent í sjóinn aftur því kvóti var vandfenginn og það sem hægt var að leigja af "sægreifum," hækkaði í verði eftir því eftirspurnin jókst. Þessir fiskar hafa ekki synt inn í reiknilíkön Hafró frekar en margir aðrir.
Það gengur ekki að LÍÚ beri bull á borð fyrir fólk og þar á bæ hefðu menn gott af því að skoða töfluna hér að ofan. Bullið frá LÍÚ hefur löngu gengið sér til húðar og þjónar ekki hagsmunum sjómanna, landvinnslu eða þjóðarinnar í heild. Allt tal þeirra samtaka og S.A. um brot á stöðugleikasáttmála er bull og þvaður, sem aðeins öfgahópar geta látið frá sér fara.
Hvetur SA til áframhaldandi samstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skref í rétta átt
22.3.2010 | 21:29
Þetta er skref í rétta átt en athygli vekur að aðeins 44 þingmenn taka þátt í atkvæðagreiðslunni og þar af voru bara 17 á móti. Kannski sýnir það að málið er ekki eins umdeilt og mbl.is segir í frétt sinni. Reyndar man ég bara eftir andmælum gegn þessu frá LÍÚ og nokkrum fylgisveinum þeirra hagsmunasamtaka. Næst er að bæta verulega við þorskkvótann og gera það á sama hátt. Jón bóndi Bjarnason er eini sjávarútvegsráðherrann frá því kvótakerfið var tekið upp sem þorir að hrófla við þessu kerfi og LÍÚ veldinu.
LÍÚ bullið hefur gengið fram af öllum að undanförnu. Meira að segja meginþorra þingmanna.
Skötuselsfrumvarp að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kaninn fórnar ekki mönnum að ástæðulausu
21.3.2010 | 20:59
Ferð hermanna frestað vegna goss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Allur fiskur syndir framhjá reiknilíkönum Hafró
20.3.2010 | 16:59
Auðvitað á að bæta við kvótann en þar á sjávarútvegsráðherra ekki auðvelt um vik því hann má ekki fara fram úr ráðgjöf svokallaðra vísindamanna hjá Hafrannsóknarstofnun. Allir vita af því að sjórinn er fullur af fiski og nánast sama hvar drepið er niður hvaða veiðarfæri sem er. Allsstaðar er mokafli. Allur þessi fiskur hefur synt framhjá reiknilíkönum Hafró og á því ekki að vera til.
Menn bíða eftir niðurstöðum úr vorralli. Þar er togað á sömu skipum á sömu blettum ár eftir ár. Eflaust gefur þetta góða sýn á viðkomandi togbletti og breytingar á þeim. Hins vegar segir þetta lítið um ástand þorskstofnsins. Það er nefnilega þannig að þorskurinn, eins og aðrir fiskar, hefur sporð og færir sig eftir því hvar hann hefur það besti hverju sinni. Það gera aðrar skepnur líka, t.d. mannskepnan.
Niðurstöður Hafró verða án efa þessar: Ef vel hefur veiðst í rallinu þá er þorskstofninn á uppleið en gæta verður varúðar meðan hann er byggður meira upp. - Ef illa hefur veiðst í rallinu þá er þorskstofninn ekki að ná sér og gæta verður varúðar meðan hann er byggður upp.
Nú þegar á að leggja Hafró niður og ráða sjálfstætt starfandi fiskifræðinga til ráðgjafar. Þá er ekki ólíklegt að nú þegar verði hægt að bæta 50-100.000 tonnum við þorskaflaheimildir flotans.
Óttast kvótaskort og stöðvun í fiskvinnslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Allt helvítis trillunum að kenna!
19.3.2010 | 22:20
Hann er ótrúlega ósvífinn áróðurinn sem hljómað hefur frá sægreifunum að undanförnu um eins og Mái gefur nú út: ítrekaðra tilfærslu stjórnvalda á aflaheimildum frá stærri skipum til minni, - Væri ekki nær að snúa sér að meininu sem er kolvitlaus veiðistjórnun byggð á enn vitlausari ráðgjöf frá Hafró. Þar þarf að taka til. Sjórinn er fullur af fiski og nægilega mikið er af fiski svo bæði stórir og smáir geti veitt meira.
Ruglið í LÍÚ og sægreifunum sem þar stjórna hefur fyrir löngu gengið fram af fólki. Yfirgangur þessa hóps og ósvífni er til skammar.
Loka í átta vikur í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Já sæll
19.3.2010 | 14:08
Ríkisstjórnin á að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)