Augnablik!

Augnablik! Samkeppnisfæran sjávarútveg. Er hann ekki að tala um atvinnugreinina sem skuldar hátt í 600 millljarða þrátt fyrir þetta dásemdarkvótakerfi? - Svo kemur þessi kostulega setning frá Gunnþóri sem segir meira en margt annað um þetta fiskveiðikerfi: „Við Austfirðingar höfum ekki farið varhluta af þeirri þróun sem fylgdi i kjölfarið. Útgerðaraðilum hefur fækkað, við erum ekki með marga einyrkja í útgerð. Þeir hafa runnið inn í önnur félög og aðilar hafa selt frá sér heimildir." - Það var málið. Þegar ég flutti til Norðfjarðar, sem nú er heimabær Gunnþórs, árið 1986 voru 120 smábátar gerðir út þaðan. Ætli þeir séu nema svona 5 núna. Græðgin sem einkennir kvótakerfið varð smábátaúgerð víða um land banabiti og fjármunirnir fóru úr sjávarútveginum í allskonar annað brask.

LÍÚ bullið er engu líkt í þversögnunum.


mbl.is Þurfum samkeppnisfæran sjávarútveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Skagamaður!

Og hvað svo?  Ertu búinn að láta stjórnvöld vita?  Vita þau að verið er að "endurreisa" sjávarútveginn helskuldugann upp fyrir haus vegna braskskulda með gjaldeyri, kvóta, fatabúðir, bílaumboð og þyrlukaup!  Ég er búinn að ræða þetta við sjávarútvegsráðherra...  skömmu síðar fór hann á túr með LÍÚ til Bretlands (og víðar) og síðan ákvað hann að gera ekkert... nema að setja á fót enn eina guðsvolaða sáttanefnd með "hagsmunaaðilum"... sem eru svo í fýlu og mæta ekki í teboð nefndarinnar einu sinni... Gutti, Gutti, Gutti, Gutti - Gutti komdu heim...

Halli! Í guðs-almáttugs-bænum, leiddu þínum mönnum þetta fyrir sjónir - það eina sem þarf að gera er að hætta að úthluta fiskveiðiheimildum á grundvelli "aflamarks - aflahlutdieldar".  Þá fara brjálæðingarnir á hausinn sem er gott mál - hinir lifa.  Þjóðin fær svo eðiliegt endurgjald fyrir afnotin af auðlindinni og málið er afgreitt.  Ekkert flókið, allt löglegt og siðlegt, enginn "eignarréttur brotinn" á  einum né neinum - einungis almennar aðgerðir og breytingar í þágu þjóðar - skv. lagabókstafnum!  Höldum því alveg til haga að fiskveiðiheimildir eru ekki veðsettar og hafa aldrei verið!  Þar kemur "aflahutdeild"  við sögu... það er óheimilt að skilja hana frá skipi án samþykkis veðhafa.  Og????

Allt sem þarf er kjarkur, þor og hugsjón fyrir Ísland og Íslendinga... (er einhver efi í huga landsmanna að stjórnvöld í dag séu að vinna fyrir land og þjóð)... uh.. JÁ...!  Bretar og Hollendingar hafa ekki átt jafnöfluga talsmenn hér á landi (óvart landsfeðurna að undanskildum forsetanum).  Hættum að  vera farþegar á skipi sem siglir ranga stefnu - tökum stýrið í eigin hendur....  Kapteinninn er ekki að standa sína pligt!  Það er löngu tímabært að bretta upp ermar - hætta að hræðast "flokksforystuna - Bláu höndina" eða hvað sem menn kalla það  - við þurfum skynsemi dug og þor fyrir Ísland og Íslendinga!

Halli - þú ert skynsamur og með kratíska hugsun - það vitum við öll sem þekkjum þig.  Hvar viltu standa í dag?  Hvar líður þér vel...?

Baráttukveðjur!

Björn Þorri Viktorsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 00:06

2 identicon

Þú ert reglulega glæsilegt eintak Björn Þorri. Alveg var einstakt að hlusta á þig í útvarpinu fyrir skemmstu líkja fjármögnunarfyrirtækjum við nasista. Þú sagðir að hver fangavörður í útrýmingarbúðunum væri bara með 10 skot í sinni byssu, því áttu gyðingarnir að rísa upp því þeir voru mun fleiri. Sama ætti fólk að gera hér á íslandi, bara hætta að borga af sínum lánum og keyra fjármálakerfið í annað þrot. Lán í þínum bókum virðist vera dauðasynd og óeðli, ekkert nema glæpamenn sem veita lán. En þeir sem taka við lánum og neita að greiða til baka eigi allan rétt!

Eru allir brjálæðingar nema þú?

Þú boðar afnám eignarréttarins, afnám nýtingarréttarins, afnám skuldbindinga. Þú boðar bara anarkisma og upplausn.

Sá málflutningur sem maður rekst á frá þér í ræðu og riti er orðinn gegnsýrður af einhverju ofstæki. Ekki vera hissa á því að fólk sé hætt að hlusta á þig.

Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 10:41

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þú ert flottur Halli. Þetta er rétt með trillurnar, ég held að þær séu 7 í dag.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 12.3.2010 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband