Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Búið að venja fólk af lambakjötsáti
20.1.2010 | 17:37
Með okurverði á lambakjöti er smá saman að takast að venja Íslendinga af neyslu þess. Fólk kaupir einfaldlega það kjöt sem er mun ódýrara, bæði svínakjöt og kjúklinga. Það er ekki bara unga kynslóðin sem kaupir ekki orðið lambakjötið heldur einnig fólk á miðjum aldri sem alist hefur upp við lambakjötið.
Eina leiðin til að venja fólk á neyslu lambakjöts á ný er að lækka verðið. Það gerist með því að fækka milliliðum og einfalda söluferlið. Það er alveg ljóst að sauðfjárbændur verða ekki ríkir af því sem þeir fá fyrir kjötið. Arðurinn af því lendir hjá öðrum.
Minnsta sala á lambakjöti sem sögur fara af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Einkahagkerfi Eyjamanna
20.1.2010 | 08:45
Þau eru nokkuð kostuleg ummælin sem höfðu eru eftir bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum: "Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að boðuð breyting á skötuselskvóta ein og sér kosti hagkerfi Eyjanna um 400 milljónir króna á ári og útflutningsálagið kosti samfélagið í Vestmannaeyjum um 200 milljónir."
Hve mikið af þessum 400 milljónum, sem Elliði talar um vegna skötusels, eru leigutekjur? Málið er að það verður enginn skötuselskvóti tekin af Eyjamönnum. Þeir halda sínu. Viðbótarkvóti vegna breyts göngumynsturs og aukningar skötusels hér við land verður einfaldlega leigður út af ríkinu. Veit Elliði ekki að einn kvótahæsti skötuselsbáturinn, Gullfaxi VE, var gerður út frá Grundarfirði í sumar. Það var vegna þess að mest af skötuselnum var í Breiðafirðinum en ekki út af Suðurlandi eins og var fyrst þegar hann var veiddur. Hvers eiga Snæfellingar að gjalda? Af hverju mega þeir ekki veiða skötusel í fjöruborðinu hjá sér? - Málið er einfalt. Útgerðarmenn í Eyjum geta boðið í viðbótarkvótann eins og aðrir. Það er mun eðlilegra að ríkið leigi þann kvóta út en einstaklingar í Eyjum.
Útflutningsálagið er nauðsynlegt til að tryggja fiskvinnslum hér á landi fisk. Óheftur útflutningur á óunnum fiski verður eingöngu til að rýra aðgang Íslendinga að fiski. Fiskvinnslur fá ekki hráefni á eðlilegu verði og almenningur þarf að borga meira fyrir fiskinn í búðunum. Ef þetta álag íþyngir Eyjamönnum þá selja þeir bara fiskinn á íslenskum mörkuðum. Það er styttra frá Eyjum til Íslands en Bretlands svo slíkt hlýtur að vera hagkvæmt.
Auðvitað hafa Eyjamenn lagt sitt til samfélagsins með öflugum sjávarútvegi en svona rugl um eigið hagkerfi þeirra er út í hött. Þjóðhagslega eru breytingarnar hagkvæmar og af því njóta Eyjamenn góðs líka. Með auknum tekjum ríkissjóðs verður án efa fyrr hægt að ljúka Landeyjahöfn og kaupa nýjan Herjólf. Sá kostnaður er greiddur úr ríkissjóði en ekki einkahagkerfi Eyjamanna.
Baráttufundur í Eyjum gegn fyrningu og álagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Vatnið?
19.1.2010 | 22:53
"Prestur kirkjunnar blessaði vatnið fyrst með bæn á ströndinni og síðan með því að fara út í sjó og blessa vatnið," segir í fréttinni. Ég hef nú alltaf vanist því að kalla saltan sjóinn sjó og ferskt vatnið vatn.
Kannski er þetta bara smámunasemi en kannski eigum við eftir að sjá skrifaðar fréttir um að togararnir eða nótaskipin hafi haldið út á vatnið til þorsk- eða síldveiða. Ef þróunin í fréttaskrifum er eins og í þessari frétt þarf það ekki að koma á óvart.
Blessaði vatnið í Nauthólsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sjálfboðaliðar sem ganga beint til verks
19.1.2010 | 12:18
Norðmenn hrósa Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Allt í plati
18.1.2010 | 15:08
Sverja af sér fund Ólafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gáfumenni talar um óvita
17.1.2010 | 21:13
Það hljóta að vera gáfumenni sem geta talað um óvitaskap annarra. Þessa vegna veltir maður fyrir sér hvers vegna talsmaður útgerðarmanna, sem hafa valsað með sameign þjóðarinnar, getur leyft sér slíkt tal. Kvótakerfi var upphaflega sett á til að vernda fiskinn í sjónum og byggja upp auðæfin þar. Það hefur gjörsamlega mistekist og þeir sem fengu óheft leyfi til að valsa með auðlindina hafa misnotað það frelsi, sem þeim var gefið, og stundað brask og ofurveðsetningar svo sjávarútvegurinn er nú skuldsettari en nokkru sinni fyrr og það þrátt fyrir að fá veiðiheimildirnar réttar upp í hendurnar.
Þetta eru þá gáfumennirnir sem telja sig þess umkomna að lýsa þá óvita, sem vilja vinda ofan af þessu fáránlega kerfi og að þjóðin fái hóflegt gjald fyrir veiðileyfin.
Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er það sem koma skal
15.1.2010 | 15:04
Stærsti timburstafli á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svona er þetta
15.1.2010 | 12:56
Íslensk þrjóska vegna nýlendustefnu Dana? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fébætur?
14.1.2010 | 11:43
Íslensk hönnun í klóm þjófa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um hvað á að greiða atkvæði?
3.1.2010 | 09:37
Undirskriftir gegn Icesave vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)