Gáfumenni talar um óvita

Það hljóta að vera gáfumenni sem geta talað um óvitaskap annarra. Þessa vegna veltir maður fyrir sér hvers vegna talsmaður útgerðarmanna, sem hafa valsað með sameign þjóðarinnar, getur leyft sér slíkt tal. Kvótakerfi var upphaflega sett á til að vernda fiskinn í sjónum og byggja upp auðæfin þar. Það hefur gjörsamlega mistekist og þeir sem fengu óheft leyfi til að valsa með auðlindina hafa misnotað það frelsi, sem þeim var gefið, og stundað brask og ofurveðsetningar svo sjávarútvegurinn er nú skuldsettari en nokkru sinni fyrr og það þrátt fyrir að fá veiðiheimildirnar réttar upp í hendurnar.

Þetta eru þá gáfumennirnir sem telja sig þess umkomna að lýsa þá óvita, sem vilja vinda ofan af þessu fáránlega kerfi og að þjóðin fái hóflegt gjald fyrir veiðileyfin.


mbl.is Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband