Einkahagkerfi Eyjamanna

Þau eru nokkuð kostuleg ummælin sem höfðu eru eftir bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum: "Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að boðuð breyting á skötuselskvóta ein og sér kosti hagkerfi Eyjanna um 400 milljónir króna á ári og útflutningsálagið kosti samfélagið í Vestmannaeyjum um 200 milljónir."

Hve mikið af þessum 400 milljónum, sem Elliði talar um vegna skötusels, eru leigutekjur? Málið er að það verður enginn skötuselskvóti tekin af Eyjamönnum. Þeir halda sínu. Viðbótarkvóti vegna breyts göngumynsturs og aukningar skötusels hér við land verður einfaldlega leigður út af ríkinu. Veit Elliði ekki að einn kvótahæsti skötuselsbáturinn, Gullfaxi VE, var gerður út frá Grundarfirði í sumar. Það var vegna þess að mest af skötuselnum var í Breiðafirðinum en ekki út af Suðurlandi eins og var fyrst þegar hann var veiddur. Hvers eiga Snæfellingar að gjalda? Af hverju mega þeir ekki veiða skötusel í fjöruborðinu hjá sér? - Málið er einfalt. Útgerðarmenn í Eyjum geta boðið í viðbótarkvótann eins og aðrir. Það er mun eðlilegra að ríkið leigi þann kvóta út en einstaklingar í Eyjum.

Útflutningsálagið er nauðsynlegt til að tryggja fiskvinnslum hér á landi fisk. Óheftur útflutningur á óunnum fiski verður eingöngu til að rýra aðgang Íslendinga að fiski. Fiskvinnslur fá ekki hráefni á eðlilegu verði og almenningur þarf að borga meira fyrir fiskinn í búðunum. Ef þetta álag íþyngir Eyjamönnum þá selja þeir bara fiskinn á íslenskum mörkuðum. Það er styttra frá Eyjum til Íslands en Bretlands svo slíkt hlýtur að vera hagkvæmt.    

Auðvitað hafa Eyjamenn lagt sitt til samfélagsins með öflugum sjávarútvegi en svona rugl um eigið hagkerfi þeirra er út í hött. Þjóðhagslega eru breytingarnar hagkvæmar og af því njóta Eyjamenn góðs líka. Með auknum tekjum ríkissjóðs verður án efa fyrr hægt að ljúka Landeyjahöfn og kaupa nýjan Herjólf. Sá kostnaður er greiddur úr ríkissjóði en ekki einkahagkerfi Eyjamanna.


mbl.is Baráttufundur í Eyjum gegn fyrningu og álagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er flott hjá þér.

það vekur einnig furðu mína um þessa frétt að fiskverkafólk mæti á þennan baráttufund. Vissi ekki fyrr en nú að það væru hagsmunir fyrir fiskverkafólk að mikið af fiski færi óunninn úr landi.

Albert Svavarsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 10:09

2 identicon

Blessaður Haraldur.

Ég sé að þú kaupir rök sjávarútvegsráðherrans, að úr því nú er hægt að veiða skötusel fyrir vesturlandi, eigi kvótinn að fara þangað. Nú þarf ekki að segja þér að fiskur liggur ekki kyrr á sama stað allt árið. Þorsk sækja Eyjabátar, sem aðrir, vestur fyrir land, austur fyrir land, allt eftir því hvar hann gefur sig hverju sinni. Loðnan veiðist fyrir norðurlandi, austurlandi, suðurlandi og vesturlandi. Sumargotssíldin hefur undanfarin ár veiðst í Breiðafirði. Með rökum sjávarútvegsráðherrans ætti síldarkvótinn þá að flytjast til Breiðfirðinga, og svo þegar síldin veiðist fyrir sunnan land, þá að flytja hann til Sunnlendinga. Og kvótinn af  norsk-íslensku síldinn ætti alltur að vera fyrir norðlendinga og austfirðinga.

Hvað varðar útflutningsálagið, þá er það hugsað til að koma í veg fyrir útflutning á ferskum fiski. Slíkum markaði þarf að sinna alveg eins og fyrir frosinn eða saltaðan fisk. En það er mikill misskilningur að þeir sem mikið gera af því að flytja út ferskan fisk, selji ekki líka íslenskum fiskverkendum fisk. Umræðan um sjávarútveg er því miður á miklum villigötum, og ótrúleg umræða í gangi, þeir sem reka útgerð taldir þjófar og ræningjar, og uppnefndir sægreifar annað í þeim dúr. Þú sem þekkir til sjávarúvegs ættir að leggja þitt að mörkum til að koma umræðu um sjávarútveg á hærra plan.

Góðar kveðjur úr Eyjum - Gísli Valtýsson

Gísli Valtýsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 18:07

3 Smámynd: Haraldur Pálsson

Útgerðir hafa verslað með aflaheimildir sín á milli fyrir fleiri milljarða. 80-90% aflaheimilda hafa gengið kaupum og sölum, er því ljóst að gríðarleg fjárfesting lyggur að baki. Fyrirtæki hafa byggt upp fiskvinnslur og látið byggja skip eftir stærð þess kvóta sem þau hafa keypt til sín og því eru framleiðslutæki greinarinnar nýtt til hins ýtrasta.
Þær útgerðir sem voru illa reknar, hafa verið keyptar út og því hefur hagkvæmni myndast í greininni.
Með þessu kerfi er þjóðin því að hámarka mögulega arðsemi sína af þessari auðlind sem hún vissulega á.

Það er alrangt að halda því fram að þjóðarbúið komi til með að hagnast á þessari aðgerð, því miður.

Haraldur Pálsson, 20.1.2010 kl. 21:18

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nafni Pálsson. Ég bendi þér á að ég hef ekki minnst á að svipta eigi útgerðir kvótanum enda held ég að engum detti það í hug. Lestu það sem ég skrifaði hér fyrir ofan.

Haraldur Bjarnason, 20.1.2010 kl. 22:28

5 identicon

Haraldur af hverju ættu sjómenn að borga ríkinu leigu fyrir kvóta og ekki koma með aulasvar um að útgerðamenn eigi að greiða gjaldið það verða engir aðrir sem greiða fyrir þetta rugl en sjómenn, ég hef verið að fylgjast með umræðunni um fiskveiðikerfið og það eru flestir fastir í sama drullupollinum um að rukka inn peninga og ég held að menn ættu heldur að nota orkuna í að finna fleiri störf tengd sjónum því það er meira í sjónum en þorskur og ýsa.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 01:37

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Magnús. Ég var nú ekkert að ræða um það í þessum pistli en fyrst þú nefnir þetta þá veit ég ekki betur en sjómenn hafi á liðnum árum verið að taka beinan og óbeinan þátt í kvótakaupum og kvótaleigu. Ég er sammála þér í því að menn eigi að nota orkuna í að finna fleiri störf tengd sjónum. Þar eru ótal möguleikar og ekki þarf allt sem er sjónum kemur að hafa sporð. Það má stóarauka veiðar á þorski, það má nýta ýmsar tegundir sjávardýra. Svo má stórauka vinnslu í landi og fyrsta skrefið ætti að vera að hætta útflutningi á óunnum fiski og skapa vinnu við hann í landi. Vestmannaeyingar eru einmitt stórtækastir í útflutningi á óunnum fiski og þannig eru þeir að flytja störf úr landi.

Haraldur Bjarnason, 21.1.2010 kl. 08:23

7 identicon

Varðandi skötuselinn þá var út í hött að kvótasetja hann fyrir það fyrsta, og það er fyrir neðan allar hellur að auka kvótann og aukningin eigi ekki að skila sér til þeirra sem eru með kvótann, það verður þá niðurstaðan að menn megi taka skerðinguna en ekki aukninguna það sér það hver heilvita maður að við svo geta útgerðir ekki búið.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband