Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Á hvaða tíma er hann staddur?

Hvar er Björn Bjarnason eiginlega staddur? - Tímavél væri kannski lausn fyrir hann. - Björn Bjarnason: Nú er árið 2008!!! - Vissirðu það? - Kalda stríðinu er löngu lokið. - Fyrst þú hefur ekki rænu til að segja af þér ættirðu að hafa vit á því að segja þig frá þessu máli. - Öllum öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar er treystandi til að fjalla um þetta af viti. - Í eina tíð átti að þagga niður í liðinu með símahlerunum, nú eru það rafbyssur og hervæðing lögreglu, sem yfirmaður dómsmála vill sjá. - Hvernig eigum við að geta treyst því með þennan mann við stjórn dómsmála að ekki verði gripið til svipaðra ráðstafana núna. - Get ég verið viss um að þetta blogg sé ekki vaktað?????? -Auðvitað er það gert og þá koma eflaust refsingar frá herforingjanum.
mbl.is Dómarar ekki viljalaus verkfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þjóðhagslegur sparnaður ríkisstyrkur?

Auðvitað á að athuga alla möguleika við strandflutninga. Við erum í raun að ríkisstyrkja landflutninga með milljörðum króna núna með því að þurfa að styrkja alla þjóðvegi vegna allt of mikilla þungaflutninga. Stærstur hluti af þeim flutningum sem fara um vegina í dag þurfa alls ekki að komast samdægurs á milli staða. Dagvöru má flytja á milli landshluta með bílum, allt annað getur farið með skipum.

Svo má athuga að láta flutninga frá Evrópu koma inn í landið á Austurlandi, það sparar mikið. Ameríkuflutningarnir mega koma á Suð-Vesturlandið. Við eigum fullt af góðum höfnum, ekkert þarf að bæta þar. Ekki þarf viðhald á sjónum, bara á skipunum en á landi þarf viðhald bæði á vegum og bílum. Allt kostar það mikinn gjaldeyri. Menn geta kallað sjóflutninga ríkisstyrki ef þeir vilja. - Er það ríkisstyrkur, ef þjóðhagslegur sparnaður er af því? - Svo ekki sé nú minnst á mengunarþáttinn. - Stattu þig í þessu Möller!!!


mbl.is Strandsiglingar skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brenglað verðmætamat

Það er í raun grátlegt að lesa þessa frétt um að ríkið hafni 20.000 króna launahækkun til handa hjúkrunarfæðingum rétt eftir að hafa lesið frétt um ofurlaun yfirmanna í bönkum. Ríkið (við) hefur alveg efni á því að borga hjúkrunarfræðingum mun hærri laun en þeir fá í dag. Þessi hækkun myndi þýða að hjúkrunarfræðingar hefðu 260.000 til 280.000 í laun á mánuði. Það er aðeins brotabrot af því sem ofurlaunamennirnir hafa. Það þýðir ekkert að segja að þeir séu launamenn í hlutafélögum á "frjálsum" markaði. Það erum við sem erum að borga þeim öllum launin, jafnt bankamönnunum sem hjúkrunarfræðingunum. Okurstarfsemi bankanna undanfarna áratugi (sem menn voru dæmdir fyrir áður fyrr) er kostuð af almenningi. - Þeir benda á starfsemi í útlöndum. Þar hafa þeir ekki lánskjaravísitöluna til að vernda sig. - Nei hjúkrunarfræðingar eiga skilin góð laun og það miklu hærri en þeir fara fram á. Ef hægt er að leggja störf á vogarskálar, þá eru hjúkrunarfræðingar margfalt verðmætari en bankastjórnendur. - Verðmætamatið í þessu þjóðfélagi er verulega brenglað.


mbl.is Ríkið hafnaði gagntilboði hjúkrunarfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komið að því að axla ábyrgðina?

Yfirleitt eru rökin fyrir launum þessa ofurlaunahóps í fjármálalífinu þau að ábyrgðin sé mikil og það sé miklvægt að launa vel hæfa stjórnendur til að hámarka arðinn fyrir hluthafana. - Ef ábyrgðin er svona mikil, er þá ekki rétt að nú axli þetta lið einhverja ábyrgð þegar allt er á niðurleið í efnahagslífinu, meðal annars fyrir tilverknað þessa sama hóps? - Nú ætti ofurlaunaliðið að lækka í launum. Það getur alveg lifað mannsæmandi lífi þótt launin lækki um svona 60-70%. - Annars er óhætt að gleyma þessu ábyrgðartali.
mbl.is Sjöfaldar ævitekjur á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var BHM þá sundrað?

Miðað við fyrirsögnina á þessari frétt mætti ætla að Bandalag háskólamanna hafi verið sundrað. Þegar lengra er lesið kemur í ljós að svo er ekki heldur ætla aðildarfélög þess að sameinast í kjaraviðræðum í stað þess að fara hvert í sínu lagi fram með sínar kröfur. Hefði ekki verið betra að fyrirsögnin væri í samræmi við það: Aðildarfélög BHM sameinast í viðræðum.


mbl.is BHM sameinast í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona menn mega ekki vopnast rafbyssum

Það er ótrúlegt að sjá þetta myndband en þó ætti svona lagað ekki að koma á óvart eftir gasævintýrið. Það er greinilegt að mikið vantar upp á að þessi lögreglumaður sé í fullu jafnvægi. Svo vekur athygli hve margir lögegluþjónar eru þarna í versluninni.

Nei, fyrir alla muni farið ekki að láta rafstuðsbyssurnar í hendurnar á svona mönnum. Það vantar greinilega eitthvað í námskrána í lögregluskólanum og kannski þyrfti að kanna betur andlegan styrk þeirra sem ganga í lögregluna. Þar þurfa menn að vera andlega sterkir til að takast á við erfið verkefni. Þetta dæmi sýnir ótrúlegan veikleika og kannski einhverja innibirgða minnimáttarkennd, sem brýst út við það að klæðast lögreglubúningi.


mbl.is Lögregla fer yfir atvik í 10/11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað eru Skagamenn uppfullir manngæsku

Auðvitað er þetta upphlaup, sem orðið hefur út af þessu hið furðulegasta mál. Ég þekki Skagamenn ekki af neinu öðru en mannsgæsku, enda einn úr þeirra hópi. Það er undarlegt hvað ýmsir "snillingar" í þessu þjóðfélagi hafa látið frá sér um þetta mál.
mbl.is Fjölmenni á fundi um flóttafólk á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir þetta alla söguna?

Tíu útgerðir með ríflega helming kvótans. - Ætli það segi okkur í raun hverjir ráða þessum helmingi kvótans? - Eiga þessar útgerðir ekki meira eða minna hver í annarri?
mbl.is Tíu stærstu útgerðirnar með 52,5% kvótans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað.....

...og þó fyrr hefði verið!!!!
mbl.is Hreindýraveiðimenn gangist undir skotpróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja Ingibjörg Sólrún

Nú ætti Ingibjörg Sólrun utanríkisráðherra að tala við hana Condolessu amerísku og mótmæla mannaveiðum Ameríkana út um allan heim. Hún má líka útskýra fyrir henni aðeins hvernig jafnvægi í  lífríkinu er haldið við.
mbl.is Bandaríkin gagnrýna hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband