Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Þeir fiska sem róa

Þetta eru flottar fréttir af loðnuveiðunum og í rauninni í takt við það sem skipstjórnarmenn og margir aðrir voru búnir að segja. Enn einu sinni hafa heilu fiskistofnanir synt framhjá reiknilíkönum Hafró. Það var líka athyglisvert að heyra viðtalið við reynsluboltann Magnús Þorvaldsson skipstjóra í útvarpinu í morgun. Hann er nú við stjórnvölinn á Víkingi AK-100 og var í morgun á leið til Vopnafjarðar með fullfermi, 1.350 tonn. Magnús sagðist vera á hálfgerðum "vísindaveiðum" með fiskifræðing um borð. Af heildaraflanum komu 1.000 tonn í einu kasti sem stjórnað var af skipstjóranum sjálfum, með tilliti til aðstæðna. Minna kom út úr "vísindaköstunum". - Er ekki að koma í ljós enn einu sinni að ekki er hægt að reikna út fiskistofna í hafinu með fyrirframgefnum formúlum, sem menn sitja algjörlega fastir í, samanber þorskinn og togararallið? - Hið fornfræga sannast enn og aftur: "Þeir fiska sem róa". - Smá ábending í lokin vegna fréttarinnar á mbl.is: Faxi og Ingunn eru ekki systurskip. - Systurskip eru tvö eða fleiri samskonar skip, en ekki tvö skip í eigu sömu útgerðar eins og Faxi og Ingunn eru.
mbl.is Falleg loðna í þéttum torfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt mál

Þetta er ekki gott, tveir strætisvagnar í árekstrum á Akureyri í dag og nú meiðsl á fólki, sem er verra en í fyrra tilfellinu. Ítreka bara það, sem ég skrifaði um fyrra strætóóhappið. Það má örugglega minnka líkurnar á svona óhöppum með breyttum vinnubrögðum svo að þetta mikil og slæm hálka myndist ekki. Ég held að forsvarsmenn þessara mála hjá bæjarfélaginu verði aðeins að skoða það ferli sem unnið er eftir og bregðast við eins og unnt er.


mbl.is Harður árekstur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki undarlegt að óhöpp verði

Mér finnst ekki undarlegt að óhöpp verði í hálku hér á Akureyri. Í nótt snjóaði talsvert og í dag var hitinn rétt undir frostmarki og dálítil snjókoma. Í morgun hefði þurft að renna yfir allar helstu götur og ryðja burt þeim snjó sem kominn var áður en umferð hófst. Í staðinn þjappast snjórinn undan umferðinni og hjólför myndast með tilheyrandi vandræðagangi fyrir ökumenn. Svo rífast menn hér endalaust um hvort salta eigi götur eða sanda. Hvorugt þarf að gera ef ruðningstæki eru sett af stað snemma morguns áður en umferð hefst. 
mbl.is Staurinn lá óvígur eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pirringur í stað samstöðu

Óttalegur pirringur er þetta í Norðfirðingum út af engu og bara smámunasemi. Að þeir eigi einkarétt á einhverju alpanafni, sem greinilega er nú bara hirt sunnan úr Evrópu. Mig minnir líka að einhverntíma hafi verið verslun með íþrótta- og útivistarfatnað á Egilsstöðum undir nafninu Austfirsku alparnir, en hvort heitið kom á undan á verslunina eða skíðasvæðið í Oddsskarði, man ég ekki. Menn ættu nú frekar að einbeita sér að því að starfa saman á þessum tveimur ágætu skíðasvæðum. Til dæmis um páskana og sameinast um að fá fólk allsstaðar af landinu til að stunda skíðaíþróttina á þessum ágætu skíðasvæðum í Austfjarðafjallgarðinum.
mbl.is Alparnir eru ekki í Seyðisfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurlaunin á niðurleið?

Sá á vísi.is áðan að Lárus Welding forstjóri Glitnis hefur ákveðið að lækka launin sín um 50%. Hann verður þó ekkert illa haldinn því þau verða 2,8 milljónir á mánuði en voru 5,5 milljónir á mánuði í fyrra. Fordæmið sem Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis gaf um daginn, með því að lækka sín laun og annarra bankastjórnarmanna, virðist því vera að virka. Nú er bara að sjá hvort stjórnendur fleiri peningastofnana fylgi á eftir. Það er jú af nægu að taka og með því sem sparast er hægt að halda mörgum störfum á "gólfinu" fyrir helming hverra ofurlauna.

Hraðsoðin frétt

Þetta er heldur betur hraðsoðin frétt og skilur ekki mikið eftir sig. Einhver á eftir að ganga frá einhverju, eða hvað?
mbl.is Lenti vegna hjartveiks farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðarfull yfirlýsing

Þessi yfirlýsing skipstjóranna sýnir að þeir horfa á málið af víðsýni og ábyrgð. Þeir gera sér fulla grein fyrir að þeir eru í sama liði og Hafró og auðvitað ættu þingmenn að vera í því liði líka. Allir sem koma að veiðum og vinnslu þurfa að horfa á málin af víðsýni og þar má búast við að enhverjir þurfa að gefa eftir einhver prinsip. Allar aðstæður í hafinu hafa gjörbreyst á liðnum árum og til þess þarf að líta. Einhvera hluta vegna finnst manni Hafró stundum vera svolítið föst í sínum gömlu reiknilíkönum, en má vera að það sé rangt mat. Í það minnsta virðist sjómönnum og fiskifræðingum ekki bera saman um loðnufjöldann og þorskfjöldann. Annars var Ævar Örn Jósefsson með ágætis viðtal við Jóhann Sigurjónsson forstjóra Hafró á Rás 2 í dag, sem gaman var að fylgjast með, en það skilur eflaust eftir jafn margar spurningar og önnur viðtöl um þessi mál í gegnum tíðina.
mbl.is Skipstjórar ósammála Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlaun fyrir landsbyggðarfréttir

Það er ástæða til að óska Kristjáni Má til hamingju með blaðamannaverðlaunin. Hann á vel skilið að fá slik verðlaun.  Hins vegar vekur athygli mína á hvaða forsendum hann fær þau. "fyrir fréttir úr hversdagslífi á landsbyggðinni, sem vörpuðu ljósi á þjóðfélagsbreytingar". - Já - Það er atyglisvert að frétamaður frá Stöð 2 í Reykjavík skuli fá verðlaun á þessum forsendum. - Daglega flytja fréttamenn af landsbyggðinni góðar fréttir þaðan í öllum helstu fjölmiðlum en komast ekki á blað. Stöð 2 er með 1 fréttamann í fullu starfi á landsbyggðinni; á Akureyri. RÚV er með um einn tug fréttamanna á starfstöðvum sínum víða um land. Mogginn með nokkra os.frv. - Annað hvort er þetta fólk ekki að standa sig nógu vel í flytja fréttir úr hversdagslífi á landsbyggðinni, sem vörpuðu ljósi á þjóðfélagsbreytingar, eða dómnefndin hefur ekki tekið eftir þeim. - Kristján Már hefur semsagt, með því að skjótast út á land öðru hvoru og "sópa upp", skotið öllu þessu fólki ref fyrir rass.
mbl.is Kristján Már hlaut Blaðamannaverðlaun ársins 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað gott útspil hjá Máa

Það verður ekki af Þorsteini Má skafið, hann tekur til hendinni þar sem þörf er á. Hans fyrsta verk í stól formanns bankastjórnar var að lækka launin sín og nú skýtur hann starfslokasamninga út af borðinu. Þetta er nokkuð sem þurfti að taka á. Það gengur tæplega að verðlauna menn þegar þeir hverfa af braut án þess að nokkuð tillit sé tekið til hvernig þeir skiluðu af sér. Þorsteinn Már á örugglega eftir að taka vel til á þessum vettvangi og vonandi verður það til að vekja aðra til umhugsunar, því ekki er nokkur vafi á að þeir eru svolítið margir milljarðir sem skera má niður hjá bankakerfinu. Það er líka skemmtileg tilbreyting að byrja sparnaðinn efst á píramítanum, þar sem verulega munar um hann í stað þess að tína út smáaurana neðar, eins og venjan hefur verið. 
mbl.is Ekki fleiri starfslokasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar þyrlur á sama stað

Það hefur aldrei þótt gott að setja öll eggin í sömu körfu. Sama gildir um þyrlurnar. Langt síðan það sýndi sig að ekki er heppilegt að hafa þær allar á suð-vestur landinu.
mbl.is Eins hreyfils flugvél í sjóinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband