Annað gott útspil hjá Máa

Það verður ekki af Þorsteini Má skafið, hann tekur til hendinni þar sem þörf er á. Hans fyrsta verk í stól formanns bankastjórnar var að lækka launin sín og nú skýtur hann starfslokasamninga út af borðinu. Þetta er nokkuð sem þurfti að taka á. Það gengur tæplega að verðlauna menn þegar þeir hverfa af braut án þess að nokkuð tillit sé tekið til hvernig þeir skiluðu af sér. Þorsteinn Már á örugglega eftir að taka vel til á þessum vettvangi og vonandi verður það til að vekja aðra til umhugsunar, því ekki er nokkur vafi á að þeir eru svolítið margir milljarðir sem skera má niður hjá bankakerfinu. Það er líka skemmtileg tilbreyting að byrja sparnaðinn efst á píramítanum, þar sem verulega munar um hann í stað þess að tína út smáaurana neðar, eins og venjan hefur verið. 
mbl.is Ekki fleiri starfslokasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband