Pirringur í stað samstöðu

Óttalegur pirringur er þetta í Norðfirðingum út af engu og bara smámunasemi. Að þeir eigi einkarétt á einhverju alpanafni, sem greinilega er nú bara hirt sunnan úr Evrópu. Mig minnir líka að einhverntíma hafi verið verslun með íþrótta- og útivistarfatnað á Egilsstöðum undir nafninu Austfirsku alparnir, en hvort heitið kom á undan á verslunina eða skíðasvæðið í Oddsskarði, man ég ekki. Menn ættu nú frekar að einbeita sér að því að starfa saman á þessum tveimur ágætu skíðasvæðum. Til dæmis um páskana og sameinast um að fá fólk allsstaðar af landinu til að stunda skíðaíþróttina á þessum ágætu skíðasvæðum í Austfjarðafjallgarðinum.
mbl.is Alparnir eru ekki í Seyðisfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Haraldur.

Þetta er rétt athugað hjá þér - um einn og sama fjallgarðinn er að ræða og því hlýtur hann allur að geta kallast Austfirsku alparnir (eins asnalegt og mér þykir það nafn).  Ef ég man rétt, ná hinir eiginlegu evrópsku alpar um að a.m.k. fimm lönd.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband