Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðilegt ár!

Með þessum myndum sem ég tók í Eyjafirði á öðrum og þriðja degi jóla sendi ég bestu nýjárskveðjur með þökkum fyrir árið sem er að líða. Megi nýtt ár verða okkur öllum gæfuríkt. Tónlistin sem fylgir myndunum er af hljómdiski sjóarans og popparans Sigga Hösk. í Ólafsvík og það er Sigríður dóttir hans sem syngur með karlinum.


Táknrænt eins og hátekjuskatturinn

Hvort sem þessir mótmælendur eru fulltrúar þjóðarinnar eða ekki skiptir engu máli Ingibjörg Sólrún. Þetta er nokkuð sem þú og þínir líkir geta búist við eftir aðgerðarleysi og aumingjaskap ríkistjórnarinnar sem fyrst og fremst bitnar á öllum almenningi en ekki þeim sem meira mega sín. Þessi mótmæli er táknræn eins og hátekjuskatturinn, Solla! 
mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eiga góða granna

Fljótsdalshreppur hreykir ser hátt núna og ætlar að lækka útsvar. Eflaust er eitthvað eftir í sjóðum ennþá frá virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka, þrátt fyrir tap í bankahruninu. Svona sveitarfélög geta hins vegar ekki leyft sér lægra útsvar nema að eiga góða nágranna, samanber Skilmannahrepp og Seltjarnarnes hér áður fyrr. Fljótsdalshreppur er eyja inni í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði og nýtur góðs af öllu því sem þar hefur verið byggt upp. Nú er spurning hvort Fljótsdalshérað á ekki að endurskoða samning við Fljótsdalshrepp um skólahald á Hallormsstað. Svona stöndugur hreppur hlýtur að geta rekið bæði leikskóla og grunnskóla án aðstoðar nágrannanna. Svo þarf líka skoða samninga um heilsugæslu, slökkvilið og fleira. Það er engin ástæða fyrir íbúa á Egilsstöðum og nágrenni að hlaða undir sveitarfélag sem hefur efni á því að innheimta lægra útsvar en önnur sveitarfélög.
mbl.is Eitt sveitarfélag lækkar útsvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers?

Sé ekki til hvers ætti að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ganga eigi til aðildarviðræðna. Er ekki rétt að hefja aðildarviðræður? Athuga hvað við fáum og hverju við þurfum að fórna. Síðan er komið að þjóðarakvæðagreiðslu um hvort við sækjum um eða ekki. Þjóðaratvæðagreiðsla kostar mikið og þessu fyrsta skrefi er auðveldlega hægt að sleppa. 
mbl.is Umsókn í þjóðaratkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í lagi Árni

Allt í lagi Árni minn. Reyndu bara að telja okkur trú um að þér hafi ekki verið sagt hvað þú áttir að gera.
mbl.is Telur nýmæli í niðurstöðu umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fer góður drengur fyrir lítið

Get ekki annað sagt en þar fer góður drengur fyrir lítið. Framsókn verður ekki við bjargað eftir klúður síðustu áratuga. Sama hversu góðir drengir keppast þar um völd.
mbl.is Sigmundur Davíð býður sig fram til formanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar og auka líka fiskveiðar

Það á ekki að hefja hvalveiðar eingöngu vegna efnahagsástandsins heldur er það nauðsynlegt til að halda jafnvægi í hafinu við Ísland. Við eigum að auka fiskveiðar og veiða stórhveli og hrefnur líka. Hvalir éta óhemju af fiski og eru auk þess í samkeppni um átu við fiskinn.

Hrefna Njörður KÓ 7 Hrefna um borð í Nirði KÓ


mbl.is Vilja hefja hvalveiðar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalausar vangaveltur LÍÚ

Er ekki einfaldast að kanna þessi mál? Endalausar vangaveltur LÍÚ og fleiri sem ekki eru byggðar á neinu nema getgátum leiða okkur ekkert áfram. Ef þetta? - Ef hitt? - Hvers vegna ekki að ræða við Evrópusambandið og athuga hvort við njótum ekki sérstakra auðlindakjara þar með fiskistofnana. Það eitt leiðir af sér hvort við förum í aðildarviðræður. Síðan er það þjóðarinnar að ákveða en ekki LÍÚ. Svo á auðvitað að hætta þessum gjafakvóta sem útgerðarmenn hafa misnotað til veðsetninga. Þjóðin á fiskinn í sjónum og við það á að standa.
mbl.is Varaformaður LÍÚ veltir áherslum ESB fyrir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað tefur?

Hvað tefur það að gengið sé frá samningum við Hollendinga, Breta og Þjóðverja? - Er þetta klúður íslenskra stjórnvalda eða eru þessar þjóðir að kúga okkur? - Engin svör, enda eru menn hér heima á fullu að klóra yfir eigin skít og ekkert vit í neinu sem skiptir máli.
mbl.is Togast á um Icesave-kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferskt vatn nauðsyn

Hross verða aldrei örugg ef þau drekka vatn úr tjörnum eða pollum sem ekki er sírennsli í og úr. Salmonella er í flestum villtum íslenskum fuglum, mávum, svartfugli og fleiri. Tryggja þarf að hrossastóð eigi aðgang að fersku vatni, annars koma svona dæmi alltaf upp.
mbl.is Sýni tekin úr tjörnum við rætur Esju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband