Að eiga góða granna

Fljótsdalshreppur hreykir ser hátt núna og ætlar að lækka útsvar. Eflaust er eitthvað eftir í sjóðum ennþá frá virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka, þrátt fyrir tap í bankahruninu. Svona sveitarfélög geta hins vegar ekki leyft sér lægra útsvar nema að eiga góða nágranna, samanber Skilmannahrepp og Seltjarnarnes hér áður fyrr. Fljótsdalshreppur er eyja inni í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði og nýtur góðs af öllu því sem þar hefur verið byggt upp. Nú er spurning hvort Fljótsdalshérað á ekki að endurskoða samning við Fljótsdalshrepp um skólahald á Hallormsstað. Svona stöndugur hreppur hlýtur að geta rekið bæði leikskóla og grunnskóla án aðstoðar nágrannanna. Svo þarf líka skoða samninga um heilsugæslu, slökkvilið og fleira. Það er engin ástæða fyrir íbúa á Egilsstöðum og nágrenni að hlaða undir sveitarfélag sem hefur efni á því að innheimta lægra útsvar en önnur sveitarfélög.
mbl.is Eitt sveitarfélag lækkar útsvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er svona skólabókardæmi um sveitarfélag sem nærist á uppbyggingu annarra. Þetta þekkjum við vel hér í bæ. Fljótsdalshreppur rekur enga félagsþjónustu og ef einhver þar þarf á henni að halda verður viðkomandi nær undantekningalaust að flytja úr sveitafélaginu. Þau sveitarfélög sem mest finna fyrir þessu eru Reykjavík og Akureyri. Það eru til þó nokkur dæmi um það að sum sveitarfélög hafa hreinlega vísað fötluðum einstaklingum til þessara staða undir þeim formerkjum að þar fái þeir miklu betri þjónustu.

Víðir Benediktsson, 31.12.2008 kl. 12:17

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gleðilegt ár og takk fyrir kveðjuna. Alltaf gaman að heyra frá Austfirðingum. Það var gott að búa á Austurlandi. Ég hef líka trú á Norðurporti - vonum það besta. Áramótakveðja.  

Hulda Margrét Traustadóttir, 31.12.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fljótsdælingar geta ennþá losnað við loftárásir með því að lána gjaldþrota Fljótsdalshéraði þessar 550 milljónir sem þeir eiga eftir virkjunar ævintýrið og hrun bankanna.

Magnús Sigurðsson, 31.12.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er ekki nær að gleðjast yfir góðum hag nágrana en hugleiða fjárkúgun, Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók sjálfviljug sín lán og ef ráðstöfun þess fjár er ekki að skila arði til sveitarfélagsins, erum við kjósendur og útsvarsgreiðendur  ábyrgir fyrir þeim greiðslum.

Bæjarstjórn starfar í umboði meirihluta kjósenda sem verða svo að greiða fyrir sitt val á kjörnum fulltrúum úr launaumslögum sínum.

Megi hagur allra okkar nágrana vera sem bestur, og arður sem mestur um ókomin ár.

Ég mun ekki styðja það að ráðast sem ránfugl á þann sem vel aflar.

Gleðileg ár

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 31.12.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Skil þig ekki Valli, því miður, en gleðilegt ár.

Haraldur Bjarnason, 31.12.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband