Nú þarf að bretta upp ermar

Jamm. Ljótt er það. Nú þurfa Gylfi Þórðar og félagar hjá Speli heldur betur að bretta upp ermar og láta verkin tala. Þetta er ekki gott til afspurnar. Ætli þessi samtök hafi skoðað Oddsskarðsgöng eða Strákagöng?
mbl.is Hvalfjarðargöng fá falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig flugur eru þessar samkenndu flugur?

Hvernig líta þær út þessar samkenndu flugur? Eru þær kannski samkynhneigðar? Maður spyr og veltir þessu fyrir sér með hliðsjón af þessari setningu í fréttinni: "Icelandair og bandaríska flugfélagið Alaska Airlines hafa hafið samstarf sem einkum snýr að samkenndum flugum og samstarfi vildarklúbba"

Svona gerist þegar farið er að beygja og nota í fleirtölu á orðskrípi og tískuorð. Lengst af var talað um flugferðir en ekki flug þegar sagt var frá ferðum flugvéla milli staða. Þá lentu menn ekki í vandræðum þegar kom að beygingum eða fleirtölumyndunum


mbl.is Icelandair í samstarf með Alaska Airlines
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta hættulegt?

Eru háspennukaplar í jörðu eitthvað hættulegir? Svona lagnir eru í hverju einasta bæjarfélagi og allir hafa hingað til fagnað því að háspennulagnir fari í jörðu í stað þess að vera yfir hausum fólks og til líta í umhverfinu.

 


mbl.is Buðu upp á kaffi í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að heyra

Gott að heyra þetta frá Vilhjálmi. Hann hefur ekki verið of bjartsýnn hingað til. Þó er auðvitað langt í land ennþá og við Íslendingar verðum ekki sáttir meðan fjöldi fólks er atvinnulaus og fyrirtæki greiða laun undir fátækramörkum.

Svo þarf að framfylgja lögum eins og hæstiréttur er búinn að kveða á um og þá losnar fjöldi fjölskyldna við þungar byrðar gengistryggðra lána. Um leið örvar það viðskipti og atvinnulíf.


mbl.is „Kreppan er búin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullvinnum makrílinn, ekki bara frysta og bræða

Þetta er góður gangur hjá Hoffellinu á makrílveiðunum enda er nóg af þessum fiski núna við landið. Í fréttinni kemur fram að langmestur hluti aflans fer til frystingar og það er gott svo langt sem það nær.

Nú er hins vegar kominn tími til að við Íslendingar fullvinnum eitthvað af þessum frábæra fiski. Hann er mjög vinsæll heitreyktur víða um heim og eins niðursoðinn. Norðurlandaþjóðirnar hafa áratuga reynslu af slíkri vinnslu og við eigum öll tæki og tól til að hrinda þessu í framkvæmd. Hornfirðingar eru aðeins byrjaðir með heitreykingu og sá makríll er frábær en ég hef hvergi séð auglýst hvar hann er að fá.

Nýtum nú eitthvað af ónotuðum fiskvinnsluhúsum í landinu til fullnaðarvinnslu á makríl. Nægur er mannskapurinn til að vinna við þetta og markaður úti um allt. Hættum að vera bara í hráefnisöflun fyrir aðrar þjóðir.

P1010043 

Heitreyktur makríll frá Hornafirði á ferðasýningu í Perlunni í vor.


mbl.is Hefur landað 4.340 tonnum á sex vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarmennska að sleppa laxi

Breiðdalsáin er vaxandi laxveiðiá en hve mikið vit er í því að sleppa löxum sem búið er að dauðþreyta? Með fréttinni er mynd af veiðimanni með laxinn í fanginu og enginn getur haldið á fullfrískum stórlaxi svona.

Veiðimenn berjast lengi við þessa laxa, þeir þreytast og særast við atganginn, bæði vegna agnsins og líka af því að berjast við steina og klappir. Það er miklar líkur á að þessir laxar drepist innan stutts tíma frá því að þeim er sleppt. Það er því ekkert vit í að dauðþreyta lax og sleppa síðan. Þetta er bara sýndarmennska.

Svo á bara að halda þá gullvægu reglu í heiðri að við sportveiðimennsku eigi bara að veiða sér til matar.


mbl.is Stórlaxar í Breiðdalsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgangi og frekju LÍÚ eru engin takmörk sett

Engin takmörk virðast vera á yfirgangi og frekju LÍÚ klíkunnar og kannski tími til komin að setja kvóta á slíkt háttalag en þó óframseljanlegan.

Ráðherra er ekki að taka af LÍÚ félögum neinn veiðirétt með því að gefa úthafsrækjuveiðarnar frjálsar innan heildarkvóta. Eftir sem áður geta félagar þessara samtaka sent sín skip til veiða. Þeir hafa jú forskot vegna þess að skipin eru til staðar.

LÍÚ hefur ekki nýtt sér þessar veiðiheimildir síðustu ár og því eðlilegt að öðrum sé hleypt til veiðanna hafi þeir áhuga og getu til þess. Kvótakerfi var sett á til að stýra fiskveiðum en ekki til þess eins að ákveðinn hópur manna geti braskað með óveiddan fisk í sjónum. Þessi ákvörðun ráðherra breytir engu um fiskveiðistjórnunina. Eina sem hún gerir er að nú hafa þeir, sem áhuga og getu hafa til að veiða úthafsrækju, tækifæri til þess án þess að greiða félögum í LÍÚ peninga fyrir.


mbl.is Gagnrýna frjálsar rækjuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta á Ómar skilið

Vona að þetta frábæra verkefni gangi vel því Ómar á þetta svo sannarlega skilið.
mbl.is „Orðlaus, hrærður og þakklátur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö hundruð þúsund hæfileg

Enn og aftur er veiðikvóti ákveðinn með hliðsjón af því hvaða fiskur syndir inn í mislukkuð reiknilíkön Hafró. Tvö hundruð þúsund tonn af þorski hefðu verið hæfileg og varleg núna miðað við þorskgengdina við landið. Svo má gefa krókaveiðar frjálsar. Það væri ágætis byrjun til að hreyfa við séreignakvótanum. Það er ekki hægt að ofveiða fisk á króka.

Makrílveiðar við bryggjur landsins sýna, svo ekki verður um villst, að "vísindamenn" Hafró eru ekki í takti við það sem er að gerast í lífríki sjávar. Sama má segja um skötuselinn. Hann á að vera frjáls, í það minnsta sem meðafli á öðrum veiðum.


mbl.is 160 þúsund tonn af þorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálastofnanir eru ekki að tapa neinu

Þetta er allt hárrétt sem Villi segir þarna og það hefur verið ótrúlegt að hlusta á þennan málflutning um tap fjármálakerfisins ef lögum verði framfylgt. Hverju eru fjármálastofnanir að tapa með dómi Hæstaréttar? Ekki neinu. Þær eru kannski að tapa einhverjum tölum sem þær höfðu sett á blað. Þær eru ekki að tapa neinum raunverulegum peningum. Eingöngu tölum sem urðu til með ólöglegum gjörningi. Það hefur Hæstiréttur nú staðfest og þeim dómi ber að framfylgja.
mbl.is Segir „sveiattan" við málflutningi Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband