Yfirgangi og frekju LÍÚ eru engin takmörk sett

Engin takmörk virðast vera á yfirgangi og frekju LÍÚ klíkunnar og kannski tími til komin að setja kvóta á slíkt háttalag en þó óframseljanlegan.

Ráðherra er ekki að taka af LÍÚ félögum neinn veiðirétt með því að gefa úthafsrækjuveiðarnar frjálsar innan heildarkvóta. Eftir sem áður geta félagar þessara samtaka sent sín skip til veiða. Þeir hafa jú forskot vegna þess að skipin eru til staðar.

LÍÚ hefur ekki nýtt sér þessar veiðiheimildir síðustu ár og því eðlilegt að öðrum sé hleypt til veiðanna hafi þeir áhuga og getu til þess. Kvótakerfi var sett á til að stýra fiskveiðum en ekki til þess eins að ákveðinn hópur manna geti braskað með óveiddan fisk í sjónum. Þessi ákvörðun ráðherra breytir engu um fiskveiðistjórnunina. Eina sem hún gerir er að nú hafa þeir, sem áhuga og getu hafa til að veiða úthafsrækju, tækifæri til þess án þess að greiða félögum í LÍÚ peninga fyrir.


mbl.is Gagnrýna frjálsar rækjuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband