Afturkalla strax veiðiheimildir Norðmanna
5.8.2010 | 10:06
Er ekki, í ljósi þess sem Norðmenn gera núna, eðlilegt að afturkalla loðnuveiðiheimildir þeirra í íslenskri lögsögu og það strax?
ESB og Norðmenn hafa ekki viljað semja við Íslendinga um makrílinn á þeirri forsendu að sá fiskur gangi ekki inn í íslenska lögsögu. Hvaða fisk eru þjóðirnar þá að tala um?
Þetta er nákvæmlega sama staða og uppi var um vorgotssíldina fyrir nokkrum árum. Norðmenn hafa alltaf verið Íslendingum verstir í samningamálum.
![]() |
Ekkert nýtt við hótanir Norðmanna og ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
RÚV er ekki lengur útvarp allra landsmanna
5.8.2010 | 08:25
Ríksútvarpið stendur engan veginn undir hlutverki sínu sem útvarp allra landsmanna eftir að misvitrir stjórnendur þar ákváðu að leggja niður svæðisútvörpin. Þett gerðu þeir undir yfirskyni sparnaðar en ekkert hefur hins vegar sparast við þetta. Það sem gerst hefur er minni þjónusta við landsmenn jafnt í þéttbýlustu byggðum sem þeim fámennu.
Nú hyggst ríkið skera enn frekar niður og þá nota þessir misvitru stjórnendur RÚV örugglega tækifærið og skera niður þar sem síst skyldi eins og í fyrra tilfellinu. Þetta gera þeir í þeirri von að stjórnvöld hætti við niðurskurð. Þeir reyna að setja pressu á stjórnvöld með því að skera niður sérstöðuna sem RÚV hefur og skyldurnar við landsmenn.
Besti sparnaðurinn hjá RÚV væri að skera niður yfirstjórnina. Stokka algerlega upp á toppnum í Efstaleitinu. Að öðrum kosti er hreinlegast að leggja RÚV niður.
![]() |
Sorglegt fyrir fjöregg þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitur er eitur og á ekki að nota á gróður
4.8.2010 | 20:04
Hvernig datt mönnum eiginlega í hug að nota eitur á grónum svæðum? Eitur er eitur og á ekki nota á gróður. Það drepur allt í kringum sig bæði plöntur og skordýr og veldur þannig miklu tjóni. Skammsýni hefur oftar en ekki orðið til þess að menn nota eitur á gróður.
Þótt lúpínan hafi á sumum stöðum breiðst of mikið út má ekki fara offari í að hefta útbreiðslu hennar. Ekki mega menn heldur gleyma því að hún hefur víða gert gagn.
![]() |
Ekki auðvelt að eyða lúpínu með eitri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðvegur 1 er í gegnum Borgarnes
3.8.2010 | 07:43
Svolítið sláandi fyrirsögn en lesendur verða að gera sér grein fyrir að þjóðvegur nr. 1 liggur í gegnum Borgarnes og lögreglan í Borgarnesi hefur staðið sig vel í að stöðva fíkniefnaflutning milli landshluta enda í góðu sambandi við lögregluembætti sunnan og norðan við sig.
Ég er alveg viss um að þessi fíkniefnamál, sem upp komu í umdæmi Borgarneslöggunnar, tengjast á engan hátt unglingalandsmóti UMFÍ sem var þar um helgina og 12.000 manns sóttu. Þess vegna er engin ástæða til að spyrða saman fíkniefnamálin og unglingalandsmótið.
![]() |
Mest tekið í Borgarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kassalaga ferlíki
3.8.2010 | 07:36
![]() |
Prinsessan siglir út sundin með 4.500 manns um borð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki væla heldur taka á málunum
30.7.2010 | 21:24
Það er ekki til neins að væla yfir einhverjum úttektum. Svona líta þessir eftirlitsmenn á þetta og þá er bara að taka á því og gera það sem hægt er að gera. Þarna voru auðvitað augljósar villur eins og að 28 km væru í næsta slökkvilið en hið rétta er 9 km til Akraness. Það slökkvilið hefur alltaf verið fyrst á staðinn ef eitthvað kemur upp á sem og sjúkraflutningamenn og lögregla þaðan.
Engu máli skiptir hvort göng eru undir sjávarbotni eða í gegnum fjöll. Það eru engar útgönguleiðir úr þeim nema út um munnana. Því eru göng til hliðar eina leiðin til að fjölga útgöngu- og aðkomuleiðum.
![]() |
Athugasemdir við jarðgangaúttekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gullfiskaminni
30.7.2010 | 20:02
Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi
Er það ekki einmitt þetta sem stundum er kallað gullfiskaminni? Það er ekki einu sinni búið að búa um sárin sem þessi flokkur skyldi eftir sig í þjóðfélaginu hvað þá að græða þau þótt talsvert hafi áunnist að undanförnu.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rannsaka þarf dauða laxa
30.7.2010 | 09:07
Auðvitað hafa miklir þurrkar áhrif á lífríki laxveiðiánna sem og vatna. Laxinn þarf að vera vel á sig kominn til að mæta slíkum þrengingum og súrefnisskorti í vatninu. Nú er það verkefni að rannsaka þá laxa sem finnast dauðir. Ekki er ólíklegt að hluti þeirra hafi þegar verið veiddur og sleppt aftur. Stórlax sem búinn er að berjast fyrir lífi sínu við veiðimann er ekki í stakk búinn til að mæta neinum hremmingum. Það verður að kanna vel hvaða áhrif þessi tískubóla, að sleppa stórlöxum, hefur á lífslíkur þeirra.
Talið er að aðeins um 60% þeirra fiska sem sleppt er á krókaveiðum á sjó lifi af. Lax sem búið er að dauðþreyta og jafnvel særa getur tæplega haft meiri lífslíkur. Hvað þá ef hann mætir mótlæti í vatnsbúskap ánna.
![]() |
Farið að bera á laxadauða í Norðurá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vel valið
29.7.2010 | 19:33
![]() |
Árni Múli ráðinn á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veiðum meira af makrílnum
29.7.2010 | 11:28
Þessir náungar í Samtökum uppsjávarveiða innan ESB vita greinilega ekkert frekar en Hafró á Íslandi hvað er að gerast í sjónum við Ísland. Hlýnandi sjór og þar með breytingar á lífríkinu lokka þennan fisk að ströndum landsins og þar með hafa Íslendingar einir lögsögu yfir veiðum á honum. Allar hótanir þeirra eru léttvægar og bera vott um ótrúlega fjarlægð frá raunveruleikanum.
Til að halda jafnvægi í lífríkinu þarf því að veiða drjúgt af makríl og sömuleiðis skötusel sem gert hefur sig heimakominn upp undir fjörur hér við land. Við eigum að veiða sem mest af makríl og þar að auki þarf að fullvinna þennan fisk hér á landi. Hættum að stunda hráefniöflun fyrir aðrar þjóðir.
![]() |
Vilja viðskiptabann á Ísland og Færeyjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)