Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Sýndarmennska að sleppa laxi

Breiðdalsáin er vaxandi laxveiðiá en hve mikið vit er í því að sleppa löxum sem búið er að dauðþreyta? Með fréttinni er mynd af veiðimanni með laxinn í fanginu og enginn getur haldið á fullfrískum stórlaxi svona.

Veiðimenn berjast lengi við þessa laxa, þeir þreytast og særast við atganginn, bæði vegna agnsins og líka af því að berjast við steina og klappir. Það er miklar líkur á að þessir laxar drepist innan stutts tíma frá því að þeim er sleppt. Það er því ekkert vit í að dauðþreyta lax og sleppa síðan. Þetta er bara sýndarmennska.

Svo á bara að halda þá gullvægu reglu í heiðri að við sportveiðimennsku eigi bara að veiða sér til matar.


mbl.is Stórlaxar í Breiðdalsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgangi og frekju LÍÚ eru engin takmörk sett

Engin takmörk virðast vera á yfirgangi og frekju LÍÚ klíkunnar og kannski tími til komin að setja kvóta á slíkt háttalag en þó óframseljanlegan.

Ráðherra er ekki að taka af LÍÚ félögum neinn veiðirétt með því að gefa úthafsrækjuveiðarnar frjálsar innan heildarkvóta. Eftir sem áður geta félagar þessara samtaka sent sín skip til veiða. Þeir hafa jú forskot vegna þess að skipin eru til staðar.

LÍÚ hefur ekki nýtt sér þessar veiðiheimildir síðustu ár og því eðlilegt að öðrum sé hleypt til veiðanna hafi þeir áhuga og getu til þess. Kvótakerfi var sett á til að stýra fiskveiðum en ekki til þess eins að ákveðinn hópur manna geti braskað með óveiddan fisk í sjónum. Þessi ákvörðun ráðherra breytir engu um fiskveiðistjórnunina. Eina sem hún gerir er að nú hafa þeir, sem áhuga og getu hafa til að veiða úthafsrækju, tækifæri til þess án þess að greiða félögum í LÍÚ peninga fyrir.


mbl.is Gagnrýna frjálsar rækjuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta á Ómar skilið

Vona að þetta frábæra verkefni gangi vel því Ómar á þetta svo sannarlega skilið.
mbl.is „Orðlaus, hrærður og þakklátur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö hundruð þúsund hæfileg

Enn og aftur er veiðikvóti ákveðinn með hliðsjón af því hvaða fiskur syndir inn í mislukkuð reiknilíkön Hafró. Tvö hundruð þúsund tonn af þorski hefðu verið hæfileg og varleg núna miðað við þorskgengdina við landið. Svo má gefa krókaveiðar frjálsar. Það væri ágætis byrjun til að hreyfa við séreignakvótanum. Það er ekki hægt að ofveiða fisk á króka.

Makrílveiðar við bryggjur landsins sýna, svo ekki verður um villst, að "vísindamenn" Hafró eru ekki í takti við það sem er að gerast í lífríki sjávar. Sama má segja um skötuselinn. Hann á að vera frjáls, í það minnsta sem meðafli á öðrum veiðum.


mbl.is 160 þúsund tonn af þorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband